Innlent

Sögu­legt þing, geðrof eftir með­ferð og bongóblíða

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Mikill hasar var á síðasta þingfundi vetrarins og ásakanir um þöggunartilburði og trúnaðarbrest voru bornar fram. Við heyrum í þingmönnum í kvöldfréttum Sýnar og gerum upp sögulegan þingvetur með Ólafi Þ. Harðarsyni, stjórnmálafræðingi, í beinni.

Þá verðum við einnig í beinni með strandveiðisjómanni en framhald veiðanna er í uppnámi þar sem frumvarp sem átti að tryggja þær í sumar varð ekki að lögum.

Við kynnum okkur einnig áhugavert mál er varðar notkun hugvíkkandi efna líkt og MDMA í meðferðarskyni en dæmi eru um að einstaklingar leiti á bráðamóttöku í geðrofi eftir slíkt. Sálfræðingur segir ekkert eftirlit til staðar og lítið vitað um umfangið þar sem lyfið er ekki með markaðsleyfi.

Við kíkjum einnig út í bongóblíðuna sem leikur nú við landsmenn; förum í sund og kíkjum í Nauthólsvík auk þess sem við skoðum nýja og merkilega púttaðstöðu á golfvelli í Heiðmörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×