Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Tómas Arnar Þorláksson skrifar 14. júlí 2025 19:29 Mikil stemmning var í Nauthólsvík enda mikið blíðviðri. Vísir/Lýður Hlýr loftmassi sem gekk yfir landið í dag orsakaði blíðviðri víðast hvar. Egg var steikt á bíl, hitamet slegin víða og mátti litlu muna að vísa þyrfti sundlaugargestum frá í Reykjavík. Fréttastofa ræddi við landsmenn sem nutu sín í sól og sumaryl. Sannkölluð hitabylgja gekk yfir allt land í dag og óhætt að segja að nóg hafi verið að gera í öllum sundlaugum landsins enda fátt annað í stöðunni en að kæla sig niður. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá hvað borgarbúar tóku sér fyrir hendur í dag. Hitamet slegin víða Í dag var í fyrsta skipti sem hitastig náði yfir tuttugu gráður á höfuðborgarsvæðinu á þessu ári en hitamet féllu á fjórum stöðvum Veðurstofunnar í dag og var hlýjast í Hjarðarlandi í Biskupstungum þar sem hitinn fór upp í 29,5 stig. Litlu mátti muna að vísa hefði þurft fólki frá í Sundhöll Reykjavíkur enda aðsóknin gífurleg. „Það er búið að vera mjög mikið að gera í öllum laugunum og setið alls staðar þar sem fólk kemst fyrir og þannig viljum við hafa það,“ sagði Snorri Örn Arnaldsson, forstöðumaður Sundhallarinnar í Reykjavík. Var í klukkutíma í kaldapottinum Hinn níu ára Davíð Plodz er einn af þeim sem lögðu leið sína í sund til að fagna góða veðrinu. Er gaman að koma í sund? „Já mjög gaman. Líka því mér var mjög heitt á Klambratúni. Og ég var bara að hitast upp. Það var mjög gaman að vera í kaldapottinum. Í gær var ég í klukkutíma.“ Fyrir utan Sundhöllina biðu bræðurnir, Rögnvaldur Hildar Lárusson og Þórður Bjarki Hildar Lárusson, eftir því að selja þyrstum sundlaugargestum límónaði. Hvernig er búið að ganga í dag? „Það er búið að ganga mjööög vel! Alveg yndislega. Ég hvet önnur börn líka til að gera þetta.“ Græðir maður vel á þessu? „Ó já maður mokar inn.“ Eignaðist nýjan vin Þá var nóg um að vera í Nauthólsvík. „Ég er með krabba hér. Ég heiti Hilmir. Krabbinn er hér hann er lifandi,“ sagði hinn fimm ára Hilmir sem sagði krabbann heita Krabba Villi og tók fram að hann myndi taka krabbann með sér heim og að hann væri búinn að eignast nýjan vin. Þá var hægt að steikja egg í hitanum í Hveragerði eins og Einar Örn Konráðsson gerði en það má berja augum í spilaranum hér að ofan. Lífsnauðsynlegt að fá sér ís Já, þó það sé ýmislegt hægt að gera í svona góðu veðri þá er fátt jafn inngreipað í þjóðarsálina og að fá sér ís í sólinu. Anna Svava Knútsdóttir, eigandi Valdís, tók undir það og sagði: „Já það er mjöög mikilvægt en ég held samt í dag að það sé lífsnauðsynlegt.“ Anna Svava Knútsdóttir ásamt þremur sprækum stúlkum sem fengu sér ís í blíðviðrinu.vísir/lýður Valberg Veður Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Bókaþjófurinn stal verkunum þeirra: Harðskeyttur þjófur sem kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Sjá meira
Sannkölluð hitabylgja gekk yfir allt land í dag og óhætt að segja að nóg hafi verið að gera í öllum sundlaugum landsins enda fátt annað í stöðunni en að kæla sig niður. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá hvað borgarbúar tóku sér fyrir hendur í dag. Hitamet slegin víða Í dag var í fyrsta skipti sem hitastig náði yfir tuttugu gráður á höfuðborgarsvæðinu á þessu ári en hitamet féllu á fjórum stöðvum Veðurstofunnar í dag og var hlýjast í Hjarðarlandi í Biskupstungum þar sem hitinn fór upp í 29,5 stig. Litlu mátti muna að vísa hefði þurft fólki frá í Sundhöll Reykjavíkur enda aðsóknin gífurleg. „Það er búið að vera mjög mikið að gera í öllum laugunum og setið alls staðar þar sem fólk kemst fyrir og þannig viljum við hafa það,“ sagði Snorri Örn Arnaldsson, forstöðumaður Sundhallarinnar í Reykjavík. Var í klukkutíma í kaldapottinum Hinn níu ára Davíð Plodz er einn af þeim sem lögðu leið sína í sund til að fagna góða veðrinu. Er gaman að koma í sund? „Já mjög gaman. Líka því mér var mjög heitt á Klambratúni. Og ég var bara að hitast upp. Það var mjög gaman að vera í kaldapottinum. Í gær var ég í klukkutíma.“ Fyrir utan Sundhöllina biðu bræðurnir, Rögnvaldur Hildar Lárusson og Þórður Bjarki Hildar Lárusson, eftir því að selja þyrstum sundlaugargestum límónaði. Hvernig er búið að ganga í dag? „Það er búið að ganga mjööög vel! Alveg yndislega. Ég hvet önnur börn líka til að gera þetta.“ Græðir maður vel á þessu? „Ó já maður mokar inn.“ Eignaðist nýjan vin Þá var nóg um að vera í Nauthólsvík. „Ég er með krabba hér. Ég heiti Hilmir. Krabbinn er hér hann er lifandi,“ sagði hinn fimm ára Hilmir sem sagði krabbann heita Krabba Villi og tók fram að hann myndi taka krabbann með sér heim og að hann væri búinn að eignast nýjan vin. Þá var hægt að steikja egg í hitanum í Hveragerði eins og Einar Örn Konráðsson gerði en það má berja augum í spilaranum hér að ofan. Lífsnauðsynlegt að fá sér ís Já, þó það sé ýmislegt hægt að gera í svona góðu veðri þá er fátt jafn inngreipað í þjóðarsálina og að fá sér ís í sólinu. Anna Svava Knútsdóttir, eigandi Valdís, tók undir það og sagði: „Já það er mjöög mikilvægt en ég held samt í dag að það sé lífsnauðsynlegt.“ Anna Svava Knútsdóttir ásamt þremur sprækum stúlkum sem fengu sér ís í blíðviðrinu.vísir/lýður Valberg
Veður Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Bókaþjófurinn stal verkunum þeirra: Harðskeyttur þjófur sem kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Sjá meira