Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Smári Jökull Jónsson skrifar 16. júlí 2025 22:56 Steinþór ásamt Höllu Tómasdóttur forseta við opnun sýningarinnar í dag. Vísir Listmálari sem fagnar 100 ára afmæli í vikunni opnaði málverkasýningu í Kópavogi í dag. Hann hefur málað myndir í níutíu ár og segist taka svo miklu ástfóstri við myndir sínar að sumar þeirra vilji hann alls ekki selja. Steinþór Marinó Gunnarsson verður hundrað ára á föstudaginn og fagnar tímamótunum með málverkasýningu sem opnaði í dag. Steinþór byrjaði að mála tíu ára gamall og hefur því haldið á penslinum í 90 ár. Hann er fæddur á Ísafirði en alinn upp á Suðureyri við Súgandafjörð. „Þar lékum við okkur í fjörunni og horfa á brimið, það skín í gegn, koma myndir ósjálfrátt upp í hugann. Þetta eru hughrif, vera á bryggjunni og veiða kola. Horfa á sjómennina við störf, þetta hefur heillað mig í gegnum lífið,“ sagði Steinþór þegar fréttamaður kíkti í heimsókn til hans. Steinþór málar myndir tengdar sjómennsku en einnig náttúrunni sem hafi fylgt honum alla tíð. „Þar er ég að lesa í landið okkar, stórbrotna landið okkar sem margir fara á mis við. Þetta hefur heillað mig. Það er maður hérna fyrir aftan mig sem er alltaf að banka á bakið á mér og segja “halda áfram Steinþór”, ég fer eftir því,“ bætti Steinþór við hlæjandi. „Þetta er eins og börnin mín, maður tekur svo miklu ástfóstri við þetta“ Hann hefur málað hátt í þrjú hundruð myndir en um tuttugu eru til sýnis á sýningunni sem opnaði á Hrafnistu í Kópavogi í dag. Þangað hafði frú Halla Tómasdóttir forseti meðal annars boðað komu sína. „Mér finnst það bara alveg dásamlegt. Ég var snortinn að heyra það, þetta er indæliskona og kemur vel fyrir.“ Steinþór Marinó Gunnarsson opnaði málverkasýningu í dag en hann verður 100 ára gamall á föstudag.Vísir Fyrsta myndin sem Steinþór málaði var af Gullfossi en hans uppáhaldsmynd er mynd frá Þingvöllum. Sú mynd er á safni í Noregi en Steinþór segist selja sumar mynda sinna. „Sumar vil ég ekki selja. Þetta er eins og börnin mín, maður tekur svo miklu ástfóstri við þetta. Maður er búinn að vera með þetta á mörgum sýningum, þetta er bara svona.“ Hann sagði gleði og ánægju fylgja þessum stóru tímamótum. Aðspurður hvað hann vildi að fólk hugsaði þegar það gengi inn í salinn og skoðaði myndirnar hans. „Bara njóta myndanna,“ sagði hinn eiturhressi Steinþór að lokum. Kvöldfréttir Menning Eldri borgarar Sýningar á Íslandi Myndlist Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Fegin að komast lífs en með stórt sár á sálinni Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Sjá meira
Steinþór Marinó Gunnarsson verður hundrað ára á föstudaginn og fagnar tímamótunum með málverkasýningu sem opnaði í dag. Steinþór byrjaði að mála tíu ára gamall og hefur því haldið á penslinum í 90 ár. Hann er fæddur á Ísafirði en alinn upp á Suðureyri við Súgandafjörð. „Þar lékum við okkur í fjörunni og horfa á brimið, það skín í gegn, koma myndir ósjálfrátt upp í hugann. Þetta eru hughrif, vera á bryggjunni og veiða kola. Horfa á sjómennina við störf, þetta hefur heillað mig í gegnum lífið,“ sagði Steinþór þegar fréttamaður kíkti í heimsókn til hans. Steinþór málar myndir tengdar sjómennsku en einnig náttúrunni sem hafi fylgt honum alla tíð. „Þar er ég að lesa í landið okkar, stórbrotna landið okkar sem margir fara á mis við. Þetta hefur heillað mig. Það er maður hérna fyrir aftan mig sem er alltaf að banka á bakið á mér og segja “halda áfram Steinþór”, ég fer eftir því,“ bætti Steinþór við hlæjandi. „Þetta er eins og börnin mín, maður tekur svo miklu ástfóstri við þetta“ Hann hefur málað hátt í þrjú hundruð myndir en um tuttugu eru til sýnis á sýningunni sem opnaði á Hrafnistu í Kópavogi í dag. Þangað hafði frú Halla Tómasdóttir forseti meðal annars boðað komu sína. „Mér finnst það bara alveg dásamlegt. Ég var snortinn að heyra það, þetta er indæliskona og kemur vel fyrir.“ Steinþór Marinó Gunnarsson opnaði málverkasýningu í dag en hann verður 100 ára gamall á föstudag.Vísir Fyrsta myndin sem Steinþór málaði var af Gullfossi en hans uppáhaldsmynd er mynd frá Þingvöllum. Sú mynd er á safni í Noregi en Steinþór segist selja sumar mynda sinna. „Sumar vil ég ekki selja. Þetta er eins og börnin mín, maður tekur svo miklu ástfóstri við þetta. Maður er búinn að vera með þetta á mörgum sýningum, þetta er bara svona.“ Hann sagði gleði og ánægju fylgja þessum stóru tímamótum. Aðspurður hvað hann vildi að fólk hugsaði þegar það gengi inn í salinn og skoðaði myndirnar hans. „Bara njóta myndanna,“ sagði hinn eiturhressi Steinþór að lokum.
Kvöldfréttir Menning Eldri borgarar Sýningar á Íslandi Myndlist Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Fegin að komast lífs en með stórt sár á sálinni Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Sjá meira