Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júlí 2025 11:18 Keir Starmer forsætisráðherra mætir á kjörstað í London sumarið 2024 ásamt eiginkonu sinni Victoriu. Getty Images/Jakub Porzycki Bresk stjórnvöld hafa lagt fram frumvarp sem kveður á um að kosningaaldur í þingkosningum verði lækkaður í 16 ár. Verði frumvarpið samþykkt gæti Bretland orðið meðal fyrstu Evrópuríkja til að heimila 16 og 17 ára ungmennum að taka þátt í kosningum. Í Skotlandi, Wales og á Ermasundseyjum hefur ungt fólk þegar fengið kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum, og færu landskosningar nú í sama farveg. „Ungt fólk á að fá að hafa rödd í framtíð lýðræðis okkar,“ sagði Rushanara Ali, ráðuneytisstjóri í neðri deild breska þingsins, þegar hún kynnti frumvarpið í dag. Hún benti á að ríkisstjórnin hefði lofað að efla lýðræðið og tryggja heilindi kosninga. Tillögurnar eru liður í víðtækari endurskoðun á reglum um kosningaþátttöku. Gert er ráð fyrir að rafræn persónuskilríki, svo sem stafrænt ökuskírteini og bankakort gefin út í Bretlandi, verði tekin gild sem kjörskírteini. Frumvarpið hefur fengið stuðning víða, meðal annars frá samtökunum Electoral Reform Society, sem segja breytinguna hjálpa ungmennum að taka fyrstu skrefin í lýðræðislegri þátttöku. Forsætisráðherrann Keir Starmer segir að ungt fólk sem „greiði“ inn í kerfið eigi að fá að segja sína skoðun á hvernig verja eigi fjármununum. En gagnrýni hefur einnig komið fram, einkum frá Íhaldsflokknum. Paul Holmes þingmaður flokksins benti á að 16 ára ungmenni megi hvorki kaupa áfengi né giftast, en samkvæmt frumvarpinu ættu þau samt að fá að kjósa. Frá árinu 2008 hafa nokkur ríki, þar á meðal Austurríki, Malta og Brasilía, heimilað 16 ára ungmennum að kjósa. Í flestum löndum heims, þar á meðal Íslandi, er lágmarksaldur 18 ár. Einnig eru dæmi þess að kosningaaldur sé miðaður við 21 ár, svo sem í Singapúr, Líbanon og Óman. Talað hefur verið fyrir lækkun kosningaaldurs á Íslandi í sextán ár. Árni Þór Sigurðsson, þá þingmaður Vinstri grænna, lagði fram frumvarp þess efnis árið 2012 og það sama gerði Katrín Jakobsdóttir, þá formaður flokksins, árið 2015 og á tveimur þingum árið 2017. Þingmenn Pírata með stuðningi nokkurra þingmanna úr röðum Samfylkingarinnar og Viðreisnar lögðu fram sambærilegt frumvarp til Alþingis árið 2020 og aftur haustið 2024. Frétt BBC. Fréttin hefur verið uppfærð. England Réttindi barna Bretland Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Fleiri fréttir Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Sjá meira
Í Skotlandi, Wales og á Ermasundseyjum hefur ungt fólk þegar fengið kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum, og færu landskosningar nú í sama farveg. „Ungt fólk á að fá að hafa rödd í framtíð lýðræðis okkar,“ sagði Rushanara Ali, ráðuneytisstjóri í neðri deild breska þingsins, þegar hún kynnti frumvarpið í dag. Hún benti á að ríkisstjórnin hefði lofað að efla lýðræðið og tryggja heilindi kosninga. Tillögurnar eru liður í víðtækari endurskoðun á reglum um kosningaþátttöku. Gert er ráð fyrir að rafræn persónuskilríki, svo sem stafrænt ökuskírteini og bankakort gefin út í Bretlandi, verði tekin gild sem kjörskírteini. Frumvarpið hefur fengið stuðning víða, meðal annars frá samtökunum Electoral Reform Society, sem segja breytinguna hjálpa ungmennum að taka fyrstu skrefin í lýðræðislegri þátttöku. Forsætisráðherrann Keir Starmer segir að ungt fólk sem „greiði“ inn í kerfið eigi að fá að segja sína skoðun á hvernig verja eigi fjármununum. En gagnrýni hefur einnig komið fram, einkum frá Íhaldsflokknum. Paul Holmes þingmaður flokksins benti á að 16 ára ungmenni megi hvorki kaupa áfengi né giftast, en samkvæmt frumvarpinu ættu þau samt að fá að kjósa. Frá árinu 2008 hafa nokkur ríki, þar á meðal Austurríki, Malta og Brasilía, heimilað 16 ára ungmennum að kjósa. Í flestum löndum heims, þar á meðal Íslandi, er lágmarksaldur 18 ár. Einnig eru dæmi þess að kosningaaldur sé miðaður við 21 ár, svo sem í Singapúr, Líbanon og Óman. Talað hefur verið fyrir lækkun kosningaaldurs á Íslandi í sextán ár. Árni Þór Sigurðsson, þá þingmaður Vinstri grænna, lagði fram frumvarp þess efnis árið 2012 og það sama gerði Katrín Jakobsdóttir, þá formaður flokksins, árið 2015 og á tveimur þingum árið 2017. Þingmenn Pírata með stuðningi nokkurra þingmanna úr röðum Samfylkingarinnar og Viðreisnar lögðu fram sambærilegt frumvarp til Alþingis árið 2020 og aftur haustið 2024. Frétt BBC. Fréttin hefur verið uppfærð.
England Réttindi barna Bretland Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Fleiri fréttir Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Sjá meira