Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. júlí 2025 14:32 Scottie Scheffler fagnar sigrinum á Opna breska í faðmi fjölskyldunnar. Sonur hans, Bennett Scheffler, virðist þó frekar hissa á þessu öllu saman. Richard Heathcote/Getty Images Margir af bestu kylfingum heims hafa óskað Scottie Scheffler til hamingju með sigurinn á Opna breska meistaramótinu sem fram fór um helgina. Sumir ganga það langt að líkja yfirburðum Schefflers síðustu mánuði við það sem Tiger Woods gerði þegar hann var upp á sitt besta. Scheffler vann afar öruggan sigur á Opna breska meistaramótinu um helgina þar sem hann endaði samtals á 17 höggum undir pari. Hann var fjórum höggum á undan næsta manni og var mest með sjö högga forystu á lokahringnum í gær. Með sigrinum varð Scheffler sá fyrsti til að vinna Opna breska á meðan hann situr í efsta sæti heimslistans í golfi síðan Tiger Woods gerði það árið 2006. Scheffler hefur nú möguleika á því að klára alslemmuna (e. Grand Slam) á næsta ári þegar Opna bandaríska fer fram. „Það gat enginn hangið í honum þessa vikuna,“ sagði Norður-Írinn Rory McIlroy eftir mótið í gær. „Hann er ótrúlegur kylfingur. Hann var með mikla yfirburði þessa vikuna. Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá hefur hann haft mikla yfirburði undanfarin ár.“ „Hann er sá sem þarf að vinna. Sögulega séð þá er alveg hægt að færa rök fyrir því að það séu bara tveir eða þrír kylfingar í sögunni sem hafa verið á jafn miklu skriði og Scottie er búinn að vera á síðustu 24 til 36 mánuði,“ bætti McIlroy við. Annar kylfingur, Xander Schauffele, tók í sama streng og líkti því sem Scheffler hefur verið að gera við þann tíma sem Tiger Woods réði lögum og lofum í golfheiminum. „Ég held að það hafi enginn búist við því að golfheimurinn myndi sjá einhvern eiga jafn mikið yfirburðatímabil og Tiger svona snemma, en svo sjáum við Scottie allavega vera að nálgast það að setjast í það sæti,“ sagði Schauffele. Opna breska Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Scheffler vann afar öruggan sigur á Opna breska meistaramótinu um helgina þar sem hann endaði samtals á 17 höggum undir pari. Hann var fjórum höggum á undan næsta manni og var mest með sjö högga forystu á lokahringnum í gær. Með sigrinum varð Scheffler sá fyrsti til að vinna Opna breska á meðan hann situr í efsta sæti heimslistans í golfi síðan Tiger Woods gerði það árið 2006. Scheffler hefur nú möguleika á því að klára alslemmuna (e. Grand Slam) á næsta ári þegar Opna bandaríska fer fram. „Það gat enginn hangið í honum þessa vikuna,“ sagði Norður-Írinn Rory McIlroy eftir mótið í gær. „Hann er ótrúlegur kylfingur. Hann var með mikla yfirburði þessa vikuna. Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá hefur hann haft mikla yfirburði undanfarin ár.“ „Hann er sá sem þarf að vinna. Sögulega séð þá er alveg hægt að færa rök fyrir því að það séu bara tveir eða þrír kylfingar í sögunni sem hafa verið á jafn miklu skriði og Scottie er búinn að vera á síðustu 24 til 36 mánuði,“ bætti McIlroy við. Annar kylfingur, Xander Schauffele, tók í sama streng og líkti því sem Scheffler hefur verið að gera við þann tíma sem Tiger Woods réði lögum og lofum í golfheiminum. „Ég held að það hafi enginn búist við því að golfheimurinn myndi sjá einhvern eiga jafn mikið yfirburðatímabil og Tiger svona snemma, en svo sjáum við Scottie allavega vera að nálgast það að setjast í það sæti,“ sagði Schauffele.
Opna breska Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira