Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. júlí 2025 12:38 Slökkviliðið að störfum á vettvangi. AP Að minnsta kosti nítján eru látnir eftir að herflugvél í eigu bangladesska hersins brotlenti á skólabyggingu í höfuðborg landsins. Talið er að yfir hundrað manns séu slasaðir. Í tilkynningu frá hernum segir að herþotunni hafi verið flogið af stað rétt eftir klukkan eitt eftir hádegi að staðartíma, eða klukkan sjö að morgni til á íslenskum tíma. Einhverju seinna brotlenti vélin á skólanum. Skólinn sem um ræðir er Milestone School and College sem er í norðurhluta höfuðborgarinnar Dhaka í Bangladess. Börn á aldrinum fjögurra til átján ára stunda nám við skólann. Að minnsta kosti nítján eru látnir en á meðal þeirra er flugmaður herþotunnar. Rúmlega fimmtíu manns voru fluttir á sjúkrahús, bæði börn og fullorðnir einstaklingar, með brunasár. „Þegar ég leit til baka sá ég bara eld og reyk, það voru margir forráðamenn og börn hérna,“ sagði Masud Tarik, kennari við skólann samkvæmt umfjöllun BBC. Annar kennari sagðist hafa séð herþotuna stefna beint á skólann. Á ljósmyndum af vettvangi má sjá að fjöldi fólks hefur safnast saman og fylgist með aðgerðum á vettvangi. Slökkviliðsmenn leita í rústum byggingarinnar af fleiri fórnarlömbum. „Þetta er mikil sorgarstund fyrir þjóðina. Ég óska hinum særðu skjótum bata og fyrirskipa öllum yfirvöldum, þar á meðal viðkomandi sjúkrahúsum, að takast á við aðstæðurnar af mikilli alvöru,“ segir Muhammad Yunus, leiðtogi bráðabirgðastjórnar Bangladess. Bangladess Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Í tilkynningu frá hernum segir að herþotunni hafi verið flogið af stað rétt eftir klukkan eitt eftir hádegi að staðartíma, eða klukkan sjö að morgni til á íslenskum tíma. Einhverju seinna brotlenti vélin á skólanum. Skólinn sem um ræðir er Milestone School and College sem er í norðurhluta höfuðborgarinnar Dhaka í Bangladess. Börn á aldrinum fjögurra til átján ára stunda nám við skólann. Að minnsta kosti nítján eru látnir en á meðal þeirra er flugmaður herþotunnar. Rúmlega fimmtíu manns voru fluttir á sjúkrahús, bæði börn og fullorðnir einstaklingar, með brunasár. „Þegar ég leit til baka sá ég bara eld og reyk, það voru margir forráðamenn og börn hérna,“ sagði Masud Tarik, kennari við skólann samkvæmt umfjöllun BBC. Annar kennari sagðist hafa séð herþotuna stefna beint á skólann. Á ljósmyndum af vettvangi má sjá að fjöldi fólks hefur safnast saman og fylgist með aðgerðum á vettvangi. Slökkviliðsmenn leita í rústum byggingarinnar af fleiri fórnarlömbum. „Þetta er mikil sorgarstund fyrir þjóðina. Ég óska hinum særðu skjótum bata og fyrirskipa öllum yfirvöldum, þar á meðal viðkomandi sjúkrahúsum, að takast á við aðstæðurnar af mikilli alvöru,“ segir Muhammad Yunus, leiðtogi bráðabirgðastjórnar Bangladess.
Bangladess Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira