Innlent

Hval­reki á Vogum

Jón Þór Stefánsson skrifar
Mynd af vettvangi.
Mynd af vettvangi. Guðrún Ósk

Hval rak á land við Voga á Vatnsleysuströnd síðdegis í dag. Að sögn Guðrúnar Óskar Barðadóttur er hvalurinn rétt fyrir neðan byggð.

„Ég varð ekki vör við hann fyrst. Það var einhver sem setti inn myndband, en þá var hann úti að sjó. Svo fórum við og kíktum á hann og þá var hann kominn upp í land. Þá var hann kominn upp í Sjávarborg, beint fyrir neðan síðasta raðhúsið sem er þar,“ segir hún.

Guðrún segir að nú megi finna lykt af hvalnum sem liggi í suður.

„Það er komin lykt af honum sem leggur í suður. Þegar maður stendur sunnan megin við hann þá finnur maður lykt.“

„Það er komin lykt af honum sem leggur í suður,“ segir Guðrún.Guðrún Ósk



Fleiri fréttir

Sjá meira


×