Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. júlí 2025 10:46 Zak Brown segir að það hafi ekki komið sér á óvart að Christian Horner hafi verið rekinn. Clive Rose/Getty Images Zak Brown, forstjóri McLaren í Formúlu 1, segist ekki hafa verið hissa þegar fyrrum kollegi hans hjá Red Bull, Christian Horner, var rekinn á dögunum. Snemma í þessum mánuði bárust fréttir af því að Horner, sem var liðsstjóri og forstjóri Red Bull-liðsins, hefði verið rekinn úr starfi. Fréttirnar bárust sextán mánuðum eftir að upp komst um óviðeigandi skilaboð hans til kvenkyns starfsmanns liðsins. Eftir rannsókn innanbúðar, í tvígang, var Horner sagður hafa gert ekkert af sér og hann hélt starfinu. Forráðamenn Red Bull-liðsins hafa ekki enn greint frá ástæðu þess að Horner var rekinn, en Frakkinn Laurent Mekies, sem áður stýrði varaliði Red Bul, Racing Bulls, er tekinn við starfinu. „Ég er kannski hissa á tímasetningunni, en ekki niðurstöðunni,“ sagði Brown í samtali við kanadísku sjónvarpsstöðina TSN. „Það er búið að vera mikið drama undanfarin tvö ár og það virðist ekkert vera að róast. Það er frekar að það sé að aukast, þannig að ég var ekki hissa,“ bætti Brown við. Horner hafði stýrt Red Bull-liðinu frá því að það keppti fyrst í Formúlu 1 árið 2005 og hafði því verið við stjórnvölin í tuttugu ár, lengur en nokkur annar í íþróttinni. Akstursíþróttir Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Snemma í þessum mánuði bárust fréttir af því að Horner, sem var liðsstjóri og forstjóri Red Bull-liðsins, hefði verið rekinn úr starfi. Fréttirnar bárust sextán mánuðum eftir að upp komst um óviðeigandi skilaboð hans til kvenkyns starfsmanns liðsins. Eftir rannsókn innanbúðar, í tvígang, var Horner sagður hafa gert ekkert af sér og hann hélt starfinu. Forráðamenn Red Bull-liðsins hafa ekki enn greint frá ástæðu þess að Horner var rekinn, en Frakkinn Laurent Mekies, sem áður stýrði varaliði Red Bul, Racing Bulls, er tekinn við starfinu. „Ég er kannski hissa á tímasetningunni, en ekki niðurstöðunni,“ sagði Brown í samtali við kanadísku sjónvarpsstöðina TSN. „Það er búið að vera mikið drama undanfarin tvö ár og það virðist ekkert vera að róast. Það er frekar að það sé að aukast, þannig að ég var ekki hissa,“ bætti Brown við. Horner hafði stýrt Red Bull-liðinu frá því að það keppti fyrst í Formúlu 1 árið 2005 og hafði því verið við stjórnvölin í tuttugu ár, lengur en nokkur annar í íþróttinni.
Akstursíþróttir Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira