Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. júlí 2025 13:32 Muriel Bowser borgarstjóri er líklega ekki sátt við Trump þessa dagana. vísir/getty Bygging nýs og glæsilegs íþróttaleikvangs í hjarta Washington D.C. er í uppnámi þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað að koma í veg fyrir framkvæmdina ef NFL-lið borgarinnar skiptir ekki aftur um nafn. NFL-lið borgarinnar hét Washington Redskins frá 1937 til ársins 2020. Þá þótti nafnið of móðgandi og þar af leiðandi var Redskins-nafnið lagt á hilluna. Í tvö ár hét liðið einfaldlega Washington Football Team áður en það varð Washington Commanders árið 2022. Trump hefur aldrei verið hrifinn af nafnabreytingunni og fer nú mikinn í að þrýsta á félagið að skipta aftur yfir í Redskins. Hann hefur farið sömu leið við hafnaboltaliðið í Cleveland sem hét Indians í rúma öld en var breytt í Guardians árið 2021. Borgarstjórinn í Washington D.C., Muriel Bowser, hefur talað afar varlega eftir yfirlýsingar forsetans og vill augljóslega ekki styggja hann frekar. Mikið er undir hjá borgaryfirvöldum vegna þessarar uppbyggingar sem á enn eftir að samþykkja í borgarstjórn. Let’s bring this franchise back to DC pic.twitter.com/iGb7u6dbvB— Washington Commanders (@Commanders) April 28, 2025 „Ég hef rætt þetta mál í tvígang við forsetann. Hann er mikill aðdáandi liðsins og segir að þetta sé flottasta vallarstæði í sögu landsins. Hvað mig varðar munum við halda áfram á sömu vegferð,“ sagði Bowser. Commanders stefnir á að opna völlinn árið 2030 og sú dagsetning má helst ekki klikka því stefnt er á að HM kvenna fari meðal annars fram á vellinum. Það á ekki bara að byggja leikvang á þessu svæði heldur verða þar líka íbúðir og verslanir meðal annars. NFL Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Sjá meira
NFL-lið borgarinnar hét Washington Redskins frá 1937 til ársins 2020. Þá þótti nafnið of móðgandi og þar af leiðandi var Redskins-nafnið lagt á hilluna. Í tvö ár hét liðið einfaldlega Washington Football Team áður en það varð Washington Commanders árið 2022. Trump hefur aldrei verið hrifinn af nafnabreytingunni og fer nú mikinn í að þrýsta á félagið að skipta aftur yfir í Redskins. Hann hefur farið sömu leið við hafnaboltaliðið í Cleveland sem hét Indians í rúma öld en var breytt í Guardians árið 2021. Borgarstjórinn í Washington D.C., Muriel Bowser, hefur talað afar varlega eftir yfirlýsingar forsetans og vill augljóslega ekki styggja hann frekar. Mikið er undir hjá borgaryfirvöldum vegna þessarar uppbyggingar sem á enn eftir að samþykkja í borgarstjórn. Let’s bring this franchise back to DC pic.twitter.com/iGb7u6dbvB— Washington Commanders (@Commanders) April 28, 2025 „Ég hef rætt þetta mál í tvígang við forsetann. Hann er mikill aðdáandi liðsins og segir að þetta sé flottasta vallarstæði í sögu landsins. Hvað mig varðar munum við halda áfram á sömu vegferð,“ sagði Bowser. Commanders stefnir á að opna völlinn árið 2030 og sú dagsetning má helst ekki klikka því stefnt er á að HM kvenna fari meðal annars fram á vellinum. Það á ekki bara að byggja leikvang á þessu svæði heldur verða þar líka íbúðir og verslanir meðal annars.
NFL Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Sjá meira