250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. júlí 2025 20:19 Um 250 þúsund farþegar koma alls með skemmtiferðaskipunum, sem koma á Akureyri í sumar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um 175 skemmtiferðaskip koma til Akureyrar í sumar enda er bærinn meira og minna fullur alla daga af ferðamönnum, sem eru að skoða sig um í bænum. Hafnarstjórinn hefur miklar áhyggjur af hækkun á innviðagjöldum á skipin, sem mun fækka þeim verulega næstu árin. Það er alltaf gaman að sjá skemmtiferðaskip við hafnir landsins, ekki síst á Akureyri enda höfnin mjög stór þar og gott aðgengi fyrir skipin að sigla inn í höfnina og leggjast við bryggjuna. Oft eru þrjú skip í höfninni í einu. „Við erum að fá einhver 175 skip til Akureyrar í sumar og þetta eru einhver þrjátíu skipa fækkun til Akureyrar og svo er líka fækkun til Hríseyjar og Grímseyjar,“ segir Pétur Ólafsson, hafnarstjóri Hafnasamlags Norðurlands. Þá á Pétur við fækkun á þessu ári miðað við árið í fyrra, eða samtal fækkun um 40 skip segir hann. Af hverju þessi mikla fækkun? „Að hluta til er það þær álögur, sem er verið að setja á skipin, innviðagjaldið og síðan náttúrulega afnám tollfrelsis,“ segir Pétur og bætir við. „Ég veit að skipafélögin bíða með 2027 ákvarðanatöku fram á haustið núna til þess að sjá hvað stjórnvöld ætla að gera varðandi innviðagjaldið. En ég ber bara fullt traust til stjórnvalda núna að þau geri þetta með skynsamlegu móti.“ Pétur Ólafsson, hafnarstjóri Hafnasamlags Norðurlands, sem hefur meira en nóg að gera í sumar með sínu starfsfólki að þjóna skemmtiferðaskipin, sem koma á svæði hafnarsamlagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Pétur segir að með skipum sumarsins séu að koma um 250 þúsund farþegar. „Þetta skiptir mjög miklu máli fyrir flóruna hérna í bænum. Það er mikið líf í miðbænum og við sjáum hérna bak við okkur að hérna eru ferðaheildsalar að selja ferðir í nágrennið og gengur bara mjög vel hjá þeim,“ segir hafnarstjórinn. Eitt af skipunum að koma til hafnar á Akureyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Pétur er ánægður með hafnargjöldin, sem skemmtiferðaskipin skilja eftir sig við komuna á Akureyri. „Já, það skiptir okkur bara öllu máli og gefur okkur aukna möguleika á að vaxa og dafna. Nýframkvæmdir og viðhald, auka við starfsfólk og svo framvegis. Þannig að ef að við værum ekki með þessi skip þá værum svo alla vega ekki í þeim sporum, sem við erum í dag, það er alveg ljóst,“ segir Pétur. Farþegar skemmtiferðaskipanna eru duglegir að skoða sig um á Akureyri og að láta mynda sig í bæjarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Akureyri Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðaþjónusta Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Það er alltaf gaman að sjá skemmtiferðaskip við hafnir landsins, ekki síst á Akureyri enda höfnin mjög stór þar og gott aðgengi fyrir skipin að sigla inn í höfnina og leggjast við bryggjuna. Oft eru þrjú skip í höfninni í einu. „Við erum að fá einhver 175 skip til Akureyrar í sumar og þetta eru einhver þrjátíu skipa fækkun til Akureyrar og svo er líka fækkun til Hríseyjar og Grímseyjar,“ segir Pétur Ólafsson, hafnarstjóri Hafnasamlags Norðurlands. Þá á Pétur við fækkun á þessu ári miðað við árið í fyrra, eða samtal fækkun um 40 skip segir hann. Af hverju þessi mikla fækkun? „Að hluta til er það þær álögur, sem er verið að setja á skipin, innviðagjaldið og síðan náttúrulega afnám tollfrelsis,“ segir Pétur og bætir við. „Ég veit að skipafélögin bíða með 2027 ákvarðanatöku fram á haustið núna til þess að sjá hvað stjórnvöld ætla að gera varðandi innviðagjaldið. En ég ber bara fullt traust til stjórnvalda núna að þau geri þetta með skynsamlegu móti.“ Pétur Ólafsson, hafnarstjóri Hafnasamlags Norðurlands, sem hefur meira en nóg að gera í sumar með sínu starfsfólki að þjóna skemmtiferðaskipin, sem koma á svæði hafnarsamlagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Pétur segir að með skipum sumarsins séu að koma um 250 þúsund farþegar. „Þetta skiptir mjög miklu máli fyrir flóruna hérna í bænum. Það er mikið líf í miðbænum og við sjáum hérna bak við okkur að hérna eru ferðaheildsalar að selja ferðir í nágrennið og gengur bara mjög vel hjá þeim,“ segir hafnarstjórinn. Eitt af skipunum að koma til hafnar á Akureyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Pétur er ánægður með hafnargjöldin, sem skemmtiferðaskipin skilja eftir sig við komuna á Akureyri. „Já, það skiptir okkur bara öllu máli og gefur okkur aukna möguleika á að vaxa og dafna. Nýframkvæmdir og viðhald, auka við starfsfólk og svo framvegis. Þannig að ef að við værum ekki með þessi skip þá værum svo alla vega ekki í þeim sporum, sem við erum í dag, það er alveg ljóst,“ segir Pétur. Farþegar skemmtiferðaskipanna eru duglegir að skoða sig um á Akureyri og að láta mynda sig í bæjarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Akureyri Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðaþjónusta Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira