„Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. júlí 2025 16:21 Einar stýrir sínum fyrsta leik sem aðalþjálfari Víkings í kvöld, gegn Stjörnunni í elleftu umferð Bestu deildar kvenna. vísir / lýður Einar Guðnason hefur mikla trú á því að Víkingarnir geti bjargað sér frá falli. Síðustu vikur hefur hann hert skrúfurnar hjá liðinu og fengið til sín leikmann sem getur gert allt. Allir vinir hans og kunningjar ætla svo að fylla stúkuna í kvöld. Einar tók við starfinu þegar deildin fór í sumarfrí fyrir um mánuði síðan og segir fyrstu vikurnar hafa gengið vel. „Frábært tempó á æfingum, mikill hugur í leikmönnum, allt bara gengið eins vel og maður gæti óskað sér“ segir Einar. Sjá einnig: „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Einari til aðstoðar verður Jón Páll Pálmason en þeir félagar leysa af hólmi John Andrews og Björn Sigurbjörnsson, sem voru látnir fara sökum slæms gengis. Herðir skrúfurnar fyrir seinni hlutann Víkingur er í næstneðsta sæti deildarinnar og hefur aðeins safnað sjö stigum í fyrstu tíu leikjunum. Fyrir neðan er stigalaust lið FHL en fimm stig eða meira eru í liðin fyrir ofan. Fallbaráttan er bullandi hjá Víkingum en rúmlega hálft mótið er eftir. „Það þarf aðallega bara að herða þær skrúfur sem þarf að herða hjá liðinu. Skerpa á ákveðnum hlutum varnar- og sóknarlega, sem gengu ekki alveg nógu vel í upphafi tímabils en ég hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ segir Einar aðspurður um sínar áherslur fyrir seinni hluta tímabilsins. Shaina getur gert allt Víkingur styrkti hópinn meðan sumarfríið stóð yfir og fékk Shainu Ashouri aftur til félagsins, einn besta leikmann liðsins á síðasta tímabili. „Hún kemur með mikla reynslu, gæði og atvinnumannahugsun sem er strax farin að smita út frá sér á æfingum. Gríðarlega mikilvægt að fá hana, hún getur skorað og lagt upp, hún getur varist, hún getur í rauninni gert allt“ segir Einar um nýja leikmann liðsins. Allir vinirnir mæta Fyrsti leikur Einars við stjórnvölinn verður gegn Stjörnunni í kvöld og mikilvægt er að sækja sigur svo Víkingur dragist ekki enn lengra aftur úr liðinu fyrir ofan. „Ég er ótrúlega spenntur fyrir því, það verður mjög gaman að mæta og vonandi verða allir mínir vinir og kunningjar í stúkunni. Styðja okkur til sigurs“ segir Einar. Verður ekki uppselt ef allir þínir vinir og kunningjar úr Fossvoginum mæta? „Haha jú það verður uppselt, segjum það“ endaði Einar á því að segja og brosti út í annað. Leikur Víkings og Stjörnunnar hefst klukkan sex og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland. Víkingur Reykjavík Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Fleiri fréttir Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira
Einar tók við starfinu þegar deildin fór í sumarfrí fyrir um mánuði síðan og segir fyrstu vikurnar hafa gengið vel. „Frábært tempó á æfingum, mikill hugur í leikmönnum, allt bara gengið eins vel og maður gæti óskað sér“ segir Einar. Sjá einnig: „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Einari til aðstoðar verður Jón Páll Pálmason en þeir félagar leysa af hólmi John Andrews og Björn Sigurbjörnsson, sem voru látnir fara sökum slæms gengis. Herðir skrúfurnar fyrir seinni hlutann Víkingur er í næstneðsta sæti deildarinnar og hefur aðeins safnað sjö stigum í fyrstu tíu leikjunum. Fyrir neðan er stigalaust lið FHL en fimm stig eða meira eru í liðin fyrir ofan. Fallbaráttan er bullandi hjá Víkingum en rúmlega hálft mótið er eftir. „Það þarf aðallega bara að herða þær skrúfur sem þarf að herða hjá liðinu. Skerpa á ákveðnum hlutum varnar- og sóknarlega, sem gengu ekki alveg nógu vel í upphafi tímabils en ég hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ segir Einar aðspurður um sínar áherslur fyrir seinni hluta tímabilsins. Shaina getur gert allt Víkingur styrkti hópinn meðan sumarfríið stóð yfir og fékk Shainu Ashouri aftur til félagsins, einn besta leikmann liðsins á síðasta tímabili. „Hún kemur með mikla reynslu, gæði og atvinnumannahugsun sem er strax farin að smita út frá sér á æfingum. Gríðarlega mikilvægt að fá hana, hún getur skorað og lagt upp, hún getur varist, hún getur í rauninni gert allt“ segir Einar um nýja leikmann liðsins. Allir vinirnir mæta Fyrsti leikur Einars við stjórnvölinn verður gegn Stjörnunni í kvöld og mikilvægt er að sækja sigur svo Víkingur dragist ekki enn lengra aftur úr liðinu fyrir ofan. „Ég er ótrúlega spenntur fyrir því, það verður mjög gaman að mæta og vonandi verða allir mínir vinir og kunningjar í stúkunni. Styðja okkur til sigurs“ segir Einar. Verður ekki uppselt ef allir þínir vinir og kunningjar úr Fossvoginum mæta? „Haha jú það verður uppselt, segjum það“ endaði Einar á því að segja og brosti út í annað. Leikur Víkings og Stjörnunnar hefst klukkan sex og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland.
Víkingur Reykjavík Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Fleiri fréttir Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira