Formúla 1

Ver­stappen vann sprettinn í Belgíu

Siggeir Ævarsson skrifar
Max Verstappen fagnar sigrinum í dag
Max Verstappen fagnar sigrinum í dag Vísir/Getty

Max Verstappen hrósaði sigri í sprettkeppninni í Belgíu í dag en þetta var fyrsti sigur Red Bull og Verstappen eftir að Christian Horner var rekinn frá liðinu.

Verstappen tók fram úr Oscar Piastri á fyrsta hring og náði að verja forskotið alla 100 kílómetrana þrátt fyrir að bæði Piastri og Lando Norris, ökumenn Mercedes, hafi sett mikla pressu á hann undir lokin.

Þetta er í tólfta sinn sem Verstappen vinnur sprettkeppnina síðan hún var sett á laggirnar 2021 en hann hefur haft algjöra yfirburði í þessari keppni eins og sést á tölfræðinni hér að neðan.

Belgíukappaksturinn verður í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay á morgun, sunnudag, og hefst útsending klukkkan 12:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×