„Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Jón Ísak Ragnarsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 27. júlí 2025 11:44 Kaleo á sviðinu í gær. Vísir/Viktor Freyr Hreiðar Hreiðarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, segir með ólíkindum hvað tónleikahátíð Kaleo í Vaglaskógi í gær gekk vel. Ekkert stórslys hafi orðið og önnur vandamál hafi verið minniháttar. Hljómsveitin Kaleo hélt sína fyrstu tónleika á Íslandi síðan 2015 með tónlistarhátíð í Vaglaskógi í gær. Fjöldinn allur af tónlistarmönnum kom fram á þéttri dagskrá allan daginn, en uppselt varð á tónleikana á örskotstundu. „Já, þetta fór algjörlega fram úr björtustu vonum, og gekk mjög vel, algjörlega slysalaust,“ segir Hreiðar aðalvarðstjóri um tónleikana í gær. „Þetta voru einhver tvö ölvunaratvik sem við þurftum að skipta okkur af , og einhver ágreiningur milli tveggja, þriggja aðila, annars var þetta með ólíkindum hvað þetta gekk vel.“ Hann segir að á svæðinu hafi á bilinu sjö til tíu þúsund manns verið samankomnir. Þar hafi verið fólk á öllum aldri, börn og ungmenni, foreldrar, afar og ömmur. „Það var alveg einstakt hvað þetta gekk vel og hvað fólk virtist koma í góðu. Það var svona góður andi yfir öllum, fólk kom greinilega og ætlaði að njóta dagsins, og það var náttúrulega það sem gerði þetta svona gott í bland við gott veður.“ Skipulagning tónleikanna hafi verið til fyrirmyndar og undirbúningur góður. Lögreglan hafi verið með um tuttugu manns á svæðinu, en fjöldi viðbragðsaðila með björgunarsveit, öryggisgæslu og öðrum meðtöldum hafi verið um hundrað. Hreiðar segir yndislegt þegar hlutirnir ganga svona vel, fólk komi að njóta og allt gangi upp. Kaleo Tónleikar á Íslandi Þingeyjarsveit Tónlist Menning Lögreglumál Tengdar fréttir Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Jakob Frímann Magnússon, einn aðalskipuleggjenda stórtónleika Kaleo í Vaglaskógi næsta laugardag, segir að allur undirbúningur hátíðarinnar hafi gengið vel. Stærsta áskorunin verði að koma öllum sjö þúsund tónleikagestum á svæðið í tæka tíð. 22. júlí 2025 13:21 Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Nú streymir fólk í Vaglaskóg, þar sem stórtónleikar hljómsveitarinnar Kaleo fara fram á morgun. Undirbúningur hefur gengið vel að sögn tónleikahaldara og allt er að verða tilbúið fyrir stóra daginn. 25. júlí 2025 22:26 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Hljómsveitin Kaleo hélt sína fyrstu tónleika á Íslandi síðan 2015 með tónlistarhátíð í Vaglaskógi í gær. Fjöldinn allur af tónlistarmönnum kom fram á þéttri dagskrá allan daginn, en uppselt varð á tónleikana á örskotstundu. „Já, þetta fór algjörlega fram úr björtustu vonum, og gekk mjög vel, algjörlega slysalaust,“ segir Hreiðar aðalvarðstjóri um tónleikana í gær. „Þetta voru einhver tvö ölvunaratvik sem við þurftum að skipta okkur af , og einhver ágreiningur milli tveggja, þriggja aðila, annars var þetta með ólíkindum hvað þetta gekk vel.“ Hann segir að á svæðinu hafi á bilinu sjö til tíu þúsund manns verið samankomnir. Þar hafi verið fólk á öllum aldri, börn og ungmenni, foreldrar, afar og ömmur. „Það var alveg einstakt hvað þetta gekk vel og hvað fólk virtist koma í góðu. Það var svona góður andi yfir öllum, fólk kom greinilega og ætlaði að njóta dagsins, og það var náttúrulega það sem gerði þetta svona gott í bland við gott veður.“ Skipulagning tónleikanna hafi verið til fyrirmyndar og undirbúningur góður. Lögreglan hafi verið með um tuttugu manns á svæðinu, en fjöldi viðbragðsaðila með björgunarsveit, öryggisgæslu og öðrum meðtöldum hafi verið um hundrað. Hreiðar segir yndislegt þegar hlutirnir ganga svona vel, fólk komi að njóta og allt gangi upp.
Kaleo Tónleikar á Íslandi Þingeyjarsveit Tónlist Menning Lögreglumál Tengdar fréttir Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Jakob Frímann Magnússon, einn aðalskipuleggjenda stórtónleika Kaleo í Vaglaskógi næsta laugardag, segir að allur undirbúningur hátíðarinnar hafi gengið vel. Stærsta áskorunin verði að koma öllum sjö þúsund tónleikagestum á svæðið í tæka tíð. 22. júlí 2025 13:21 Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Nú streymir fólk í Vaglaskóg, þar sem stórtónleikar hljómsveitarinnar Kaleo fara fram á morgun. Undirbúningur hefur gengið vel að sögn tónleikahaldara og allt er að verða tilbúið fyrir stóra daginn. 25. júlí 2025 22:26 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Jakob Frímann Magnússon, einn aðalskipuleggjenda stórtónleika Kaleo í Vaglaskógi næsta laugardag, segir að allur undirbúningur hátíðarinnar hafi gengið vel. Stærsta áskorunin verði að koma öllum sjö þúsund tónleikagestum á svæðið í tæka tíð. 22. júlí 2025 13:21
Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Nú streymir fólk í Vaglaskóg, þar sem stórtónleikar hljómsveitarinnar Kaleo fara fram á morgun. Undirbúningur hefur gengið vel að sögn tónleikahaldara og allt er að verða tilbúið fyrir stóra daginn. 25. júlí 2025 22:26