„Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Árni Gísli Magnússon skrifar 31. júlí 2025 22:55 Hinn 63 ára gamli Kent er öllu vanur. EPA/HENNING BAGGER Kent Nielsen, þjálfari Silkeborg, var ánægður að vera kominn með lið sitt áfram í þriðju umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir 3-2 sigur á KA í framlengingu og var tíðrætt um dramatík í viðtali eftir leik. „Við erum mjög ánægðir með að við séum að fara áfram. Þetta var mikil dramatík og sýnir líka aftur um hvað fótbolti snýst. Við getum líkt þessu svolítið við bikarleiki þar sem öllu er snúið við og breytt, dramatík og vítaspyrnur. Þetta var mikil dramatík eins og ég segi og við erum vonsviknir með að hafa byrjað vel en misnotað vítaspyrnu og svo fengum við nokkra sénsa þar sem við gátum stjórnað leiknum en svo allt í einu var honum snúið við í þeirra hag. Við erum ánægðir með að fara áfram og ég held að við eigum það skilið og við vitum líka að þeir hefðu vel getað jafnað í lokin. Þetta sýnir bara hversu mikil dramatík var í þessum leik.“ Kent kom inn á það í viðtali fyrir leik að hann hafi vitað að KA yrði erfiður andstæðingur og lið hans þyrfti að vera við öllu búið, en bjóst hann við svona mikilli mótspyrnu? „Ég bjóst ekki við að fara alla leið í framlengingu en þó svo að það hafi verið 2-2 eftir venjulegan leiktíma fannst mér leikurinn vera jafn og jafnir leikir geta dottið báðu megin. Ég bjóst ekki við framlengingu en eftir að hafa séð leikinn var ég ekki hissa því það var svo mikil dramatík. Bæði lið voru betra liðið á vellinum á einhverjum tímapunktu en á endanum var þetta verðskuldaður sigur.“ Tonni Adamsen skoraði þrennu fyrir Silkeborg í dag en hann er þrítugur Dani sem hefur pilað með Silkeborg frá árinu 2022. „Hann var markahæstur hjá okkur á síðasta tímabili en hann fór nokkuð seint að blómstra sem leikmaður. Hann hefur aðeins verið í atvinnumanna fótbolta í þrjú til fjögur ár og hann er þrítugur. Hann hefur einnig spilað í neðri deildunum en hann á nokkur góð ár eftir. Hann byrjaði einnig vel í fyrra, sérstaklega í Evrópuleikjunum, og við vonum að hann haldi því áfram.“ Silkeborg mætir Jagellonina frá Póllandi í næstu umferð sem er allt öðruvísi andstæðingur en KA. „Við reynum alltaf að læra af leikjum. KA sýndi í dag mjög skipulagðan og agaðan leik sem innihélt einnig hraða og líkamlegan styrk. Þetta var erfitt fyrir okkur og við reynum að læra af þessu. Á móti Jagellonia verður leikurinn opnari þar sem verður meira pláss og við viljum frekar svoleiðis leiki en aftur á móti vitum við að þar erum við að mæta frekar sterku liði.“ Kent þjálfaði Hallgrím Jónasson hjá OB á sínum tíma og þekkjast þeir því vel en því miður gefst ekki tími fyrir þá til að setjast niður yfir einum bjór þar sem Silkeborg þarf að ferðast beint til Danmerkur. „Nei við þurfum að fara beinustu lið til Danmerkur núna. Klukkan þar verður held ég sex um morgun þegar við komum og þá höfum við tvo og hálfan dag áður en við spilum aftur þannig fókusinn verður á að ná upp orku“, sagði hinn eldhressi Kent Nielsen að endingu. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu KA Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Sjá meira
„Við erum mjög ánægðir með að við séum að fara áfram. Þetta var mikil dramatík og sýnir líka aftur um hvað fótbolti snýst. Við getum líkt þessu svolítið við bikarleiki þar sem öllu er snúið við og breytt, dramatík og vítaspyrnur. Þetta var mikil dramatík eins og ég segi og við erum vonsviknir með að hafa byrjað vel en misnotað vítaspyrnu og svo fengum við nokkra sénsa þar sem við gátum stjórnað leiknum en svo allt í einu var honum snúið við í þeirra hag. Við erum ánægðir með að fara áfram og ég held að við eigum það skilið og við vitum líka að þeir hefðu vel getað jafnað í lokin. Þetta sýnir bara hversu mikil dramatík var í þessum leik.“ Kent kom inn á það í viðtali fyrir leik að hann hafi vitað að KA yrði erfiður andstæðingur og lið hans þyrfti að vera við öllu búið, en bjóst hann við svona mikilli mótspyrnu? „Ég bjóst ekki við að fara alla leið í framlengingu en þó svo að það hafi verið 2-2 eftir venjulegan leiktíma fannst mér leikurinn vera jafn og jafnir leikir geta dottið báðu megin. Ég bjóst ekki við framlengingu en eftir að hafa séð leikinn var ég ekki hissa því það var svo mikil dramatík. Bæði lið voru betra liðið á vellinum á einhverjum tímapunktu en á endanum var þetta verðskuldaður sigur.“ Tonni Adamsen skoraði þrennu fyrir Silkeborg í dag en hann er þrítugur Dani sem hefur pilað með Silkeborg frá árinu 2022. „Hann var markahæstur hjá okkur á síðasta tímabili en hann fór nokkuð seint að blómstra sem leikmaður. Hann hefur aðeins verið í atvinnumanna fótbolta í þrjú til fjögur ár og hann er þrítugur. Hann hefur einnig spilað í neðri deildunum en hann á nokkur góð ár eftir. Hann byrjaði einnig vel í fyrra, sérstaklega í Evrópuleikjunum, og við vonum að hann haldi því áfram.“ Silkeborg mætir Jagellonina frá Póllandi í næstu umferð sem er allt öðruvísi andstæðingur en KA. „Við reynum alltaf að læra af leikjum. KA sýndi í dag mjög skipulagðan og agaðan leik sem innihélt einnig hraða og líkamlegan styrk. Þetta var erfitt fyrir okkur og við reynum að læra af þessu. Á móti Jagellonia verður leikurinn opnari þar sem verður meira pláss og við viljum frekar svoleiðis leiki en aftur á móti vitum við að þar erum við að mæta frekar sterku liði.“ Kent þjálfaði Hallgrím Jónasson hjá OB á sínum tíma og þekkjast þeir því vel en því miður gefst ekki tími fyrir þá til að setjast niður yfir einum bjór þar sem Silkeborg þarf að ferðast beint til Danmerkur. „Nei við þurfum að fara beinustu lið til Danmerkur núna. Klukkan þar verður held ég sex um morgun þegar við komum og þá höfum við tvo og hálfan dag áður en við spilum aftur þannig fókusinn verður á að ná upp orku“, sagði hinn eldhressi Kent Nielsen að endingu.
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu KA Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Sjá meira