Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Agnar Már Másson skrifar 2. ágúst 2025 21:00 Húsmæður Vestmanneyja komu til hjálpar þegar þjóðhátíðargestir í Herjólfshöll sátu uppi með blautt dót. Sumir gestir létu þó netin í fótboltamörkunum duga. Visir/Viktor Tugir kvenna í Vestmannaeyjum komu þjóðhátíðargestum til hjálpar í nótt og þurrkuðu föt þeirra og sængur sem höfðu blotnað í óveðrinu sem gekk yfir eyjarnar. Gestir voru ánægðir með þjónustuna. Óveðrið lék gesti á Þjóðhátíð í Eyjum grátt í gærnótt, aðfaranótt laugardags. Tjöld fuku og féllu í vindinum og skór margra gesta urðu gegndrepa í pollunum sem steypiregnið hafði myndað í Herjólfsdal. Sumir létu það reyndar ekki stoppa sig dönsuðu um í bleytunni en margir aðrir leituðu skjóls í Herjólfshöllinni. Sendi á „Kvenfólk í Eyjum“ Þegar einhverjir gestir komu loks inn í skjól íþróttahallarinnar sátu þeir uppi með rennblaut föt, og janvel rúmföt. Sigríður Inga Kristmannsdóttir, verkefnastjóri hjá ÍBV sem situr í þjóðhátíðarnefnd, fann lausn á því þegar henni datt í hug að nýta sér tengslanet kvenna í Vestmannaeyjum sem yfirleitt aðstoða við þvott á fótboltamótum. Hún birti því færslu inni á Facebook-hópnum „Kvenfólk í Eyjum“. „Við höfum búið svo vel að í kringum fótboltamótin, þegar eitthvað kemur upp á þá eigum við röskar konur sem bjóðast til þess að þurrka þvott fyrir félögin,“ segir hún. „Þannig að ég ákvað bara að prófa hvort þær væru ekki líka til í að þurrka fyrir þjóðhátíðgesti. Og heldur betur. Það var meira framboð en eftirspurn.“ Gestir hæst ánægðir Hátt í þrjátíu konur hafi boðið sig fram til að hjálpa. Gestir gátu þá komið með blautt dót (sængur, kodda, svefnpoka og fatnað) í plastpoka merkta með nafni og símanúmeri. Konurnar tóku einn eða tvo poka poka hver, þurrkuðu innihaldið heima hjá sér og hringdu svo í eigendur þegar dótið var þurrt. Efnalaugin Straumur aðstoðaði einnig við að þurrka, að sögn Ingibjargar. Efnalaugin kom að góðum notum enda með afar stóra þurrkara. Og gestir virtust vera hæstánægðir með þjónustuna sem Eyjakonurnar buðu upp á, segir Sigríður. „Ég gat ekki séð annað.“ Tengdar fréttir Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Þjóðhátíðarbrennan í Vestmannaeyjum verður haldin á morgun klukkan 22 þar sem henni var frestað var í gær vegna verðurs. Brennan verður því hluti af kvöldvökunni. Búið er að reisa nýtt danstjald í stað þess sem fauk í gær. 2. ágúst 2025 18:02 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Óveðrið lék gesti á Þjóðhátíð í Eyjum grátt í gærnótt, aðfaranótt laugardags. Tjöld fuku og féllu í vindinum og skór margra gesta urðu gegndrepa í pollunum sem steypiregnið hafði myndað í Herjólfsdal. Sumir létu það reyndar ekki stoppa sig dönsuðu um í bleytunni en margir aðrir leituðu skjóls í Herjólfshöllinni. Sendi á „Kvenfólk í Eyjum“ Þegar einhverjir gestir komu loks inn í skjól íþróttahallarinnar sátu þeir uppi með rennblaut föt, og janvel rúmföt. Sigríður Inga Kristmannsdóttir, verkefnastjóri hjá ÍBV sem situr í þjóðhátíðarnefnd, fann lausn á því þegar henni datt í hug að nýta sér tengslanet kvenna í Vestmannaeyjum sem yfirleitt aðstoða við þvott á fótboltamótum. Hún birti því færslu inni á Facebook-hópnum „Kvenfólk í Eyjum“. „Við höfum búið svo vel að í kringum fótboltamótin, þegar eitthvað kemur upp á þá eigum við röskar konur sem bjóðast til þess að þurrka þvott fyrir félögin,“ segir hún. „Þannig að ég ákvað bara að prófa hvort þær væru ekki líka til í að þurrka fyrir þjóðhátíðgesti. Og heldur betur. Það var meira framboð en eftirspurn.“ Gestir hæst ánægðir Hátt í þrjátíu konur hafi boðið sig fram til að hjálpa. Gestir gátu þá komið með blautt dót (sængur, kodda, svefnpoka og fatnað) í plastpoka merkta með nafni og símanúmeri. Konurnar tóku einn eða tvo poka poka hver, þurrkuðu innihaldið heima hjá sér og hringdu svo í eigendur þegar dótið var þurrt. Efnalaugin Straumur aðstoðaði einnig við að þurrka, að sögn Ingibjargar. Efnalaugin kom að góðum notum enda með afar stóra þurrkara. Og gestir virtust vera hæstánægðir með þjónustuna sem Eyjakonurnar buðu upp á, segir Sigríður. „Ég gat ekki séð annað.“
Tengdar fréttir Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Þjóðhátíðarbrennan í Vestmannaeyjum verður haldin á morgun klukkan 22 þar sem henni var frestað var í gær vegna verðurs. Brennan verður því hluti af kvöldvökunni. Búið er að reisa nýtt danstjald í stað þess sem fauk í gær. 2. ágúst 2025 18:02 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Þjóðhátíðarbrennan í Vestmannaeyjum verður haldin á morgun klukkan 22 þar sem henni var frestað var í gær vegna verðurs. Brennan verður því hluti af kvöldvökunni. Búið er að reisa nýtt danstjald í stað þess sem fauk í gær. 2. ágúst 2025 18:02