Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Agnar Már Másson skrifar 3. ágúst 2025 21:09 Skoðanabræður árið 2019, um það leyti sem þættirnir hófu göngu sína. Instagram Hlaðvarpið Skoðanabræður sem bræðurnir Bergþór og Snorri Mássynir halda úti hefur hætt göngu sinni eftir sex ára útgáfu. „Takk fyrir okkur,“ skrifar Bergþór, eldri bróðirinn, í færslu á Instagram þar sem hann greinir frá því að síðasti þáttur Skoðanabræðra hafi farði í loftið nú á dögunum. Hann segir hlaðvarpsþættina hafa verð einstakt fyrirbæri sem hafi breytt lífum þeirra sem tóku þátt. Þættirnir hófu göngu sína árið 2019 og hafa 384 þættir verið gefnir út með reglulegu milli bili síðustu sex ár. Bergþór segir þættina hafa alls fleiri 1,1 milljón streymi á Spotify auk þess sem 1.650 séu í áskrift að hlaðvarpinu. View this post on Instagram A post shared by bergþór másson (@bm1995amorfati) Snorri hætti í raun í Skoðanabræðrum árið 2022 en hefur af og til mætt í þætti. Jóhanni Kristófer Stefánssyni, rappara og leikskáldi, hljóp í skarð Snorra tímabundið en að mestu leyti Bergþór haldið þáttunum úti einn síðustu þrjú árin. Samhliða því breyttist umfjöllunarefni þáttana og hverfa samtöl í þáttunum nú oft um rafmyntir og hið andlega, frekar en þjóðmálaumræðu. Þættir bræðranna og ummæli hafa oft ratað í fréttirnar. Nýlegt dæmi er þegar Patrik Atlason, eða Prettyboitjokkó mætti í þátt í apríl í fyrra og sagði að sér þætti að karlar ættu vera með peningaáhyggjur meðan konur gætu verið heima með börnin. „Nú verður fróðlegt að sjá hvaða höndum tíminn mun fara um þáttinn,“ skrifar Bergþór, „það kæmi mér ekki á óvart að fræðimenn muni horfa til baka og sjái cutting edge pælingar og tíðni langt á undan sinni samtíð.“ Snorri hefur verið þingmaður Miðflokksins síðan þing hófst í vetur en hann var áður blaðamaður á Mogganum og síðar á Stöð 2 og Vísi. Um tíma hélt hann úti eigin miðli sem nefndist Ritstjórinn. Hann hafði rekið miðilinn í rúmt ár þar til hann gekk í flokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugsonar í kosningunum síðasta haust. Hann birtir enn færslur og viðtöl inni á miðlinum af og til. Bergþór er umboðsmaður rapparans Birnis og rekur einnig vörumerkið Takk Takk, sem vakið hefur allnokkra athygli síðan það hóf starfsemi síðasta desember og þykir vinsælt meðal yngri kynslóðarinnar. Eldri bróðirinn hefur einnig vakið nokkra athygli fjölmiðla fyrir ýmislegt annað, meðal annars þegar Bergþór seldi nýverið íbúð sína til að kaupa Bitcoin og í fyrra þegar hann borðaði nánast ekkert nema kjöt í nokkra mánuði. Hlaðvörp Tímamót Tengdar fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Bergþór Másson, athafnamaður, hlaðvarpsstjórnandi, lífskúnster og umboðsmaður hefur selt íbúð sína og tekið ákvörðun um að leigja í staðinn. Hann telur að peningum sínum sé betur borgið í öðrum fjárfestingarkostum en fasteignum, og hefur hann meðal annars verið ötull talsmaður rafmynta. 12. júlí 2025 13:02 Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Slík ferð hefur verið á hinum 27 ára gamla Snorra Mássyni að ýmsum þykir nóg um. Hann hafði ungur (yngri) vakið nokkra athygli sem hlaðvarpsstjóri ásamt bróður sínum Bergþóri en þeir voru með hlaðvarpið Skoðanabræður. 18. desember 2024 08:00 Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Fleiri fréttir Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Sjá meira
„Takk fyrir okkur,“ skrifar Bergþór, eldri bróðirinn, í færslu á Instagram þar sem hann greinir frá því að síðasti þáttur Skoðanabræðra hafi farði í loftið nú á dögunum. Hann segir hlaðvarpsþættina hafa verð einstakt fyrirbæri sem hafi breytt lífum þeirra sem tóku þátt. Þættirnir hófu göngu sína árið 2019 og hafa 384 þættir verið gefnir út með reglulegu milli bili síðustu sex ár. Bergþór segir þættina hafa alls fleiri 1,1 milljón streymi á Spotify auk þess sem 1.650 séu í áskrift að hlaðvarpinu. View this post on Instagram A post shared by bergþór másson (@bm1995amorfati) Snorri hætti í raun í Skoðanabræðrum árið 2022 en hefur af og til mætt í þætti. Jóhanni Kristófer Stefánssyni, rappara og leikskáldi, hljóp í skarð Snorra tímabundið en að mestu leyti Bergþór haldið þáttunum úti einn síðustu þrjú árin. Samhliða því breyttist umfjöllunarefni þáttana og hverfa samtöl í þáttunum nú oft um rafmyntir og hið andlega, frekar en þjóðmálaumræðu. Þættir bræðranna og ummæli hafa oft ratað í fréttirnar. Nýlegt dæmi er þegar Patrik Atlason, eða Prettyboitjokkó mætti í þátt í apríl í fyrra og sagði að sér þætti að karlar ættu vera með peningaáhyggjur meðan konur gætu verið heima með börnin. „Nú verður fróðlegt að sjá hvaða höndum tíminn mun fara um þáttinn,“ skrifar Bergþór, „það kæmi mér ekki á óvart að fræðimenn muni horfa til baka og sjái cutting edge pælingar og tíðni langt á undan sinni samtíð.“ Snorri hefur verið þingmaður Miðflokksins síðan þing hófst í vetur en hann var áður blaðamaður á Mogganum og síðar á Stöð 2 og Vísi. Um tíma hélt hann úti eigin miðli sem nefndist Ritstjórinn. Hann hafði rekið miðilinn í rúmt ár þar til hann gekk í flokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugsonar í kosningunum síðasta haust. Hann birtir enn færslur og viðtöl inni á miðlinum af og til. Bergþór er umboðsmaður rapparans Birnis og rekur einnig vörumerkið Takk Takk, sem vakið hefur allnokkra athygli síðan það hóf starfsemi síðasta desember og þykir vinsælt meðal yngri kynslóðarinnar. Eldri bróðirinn hefur einnig vakið nokkra athygli fjölmiðla fyrir ýmislegt annað, meðal annars þegar Bergþór seldi nýverið íbúð sína til að kaupa Bitcoin og í fyrra þegar hann borðaði nánast ekkert nema kjöt í nokkra mánuði.
Hlaðvörp Tímamót Tengdar fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Bergþór Másson, athafnamaður, hlaðvarpsstjórnandi, lífskúnster og umboðsmaður hefur selt íbúð sína og tekið ákvörðun um að leigja í staðinn. Hann telur að peningum sínum sé betur borgið í öðrum fjárfestingarkostum en fasteignum, og hefur hann meðal annars verið ötull talsmaður rafmynta. 12. júlí 2025 13:02 Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Slík ferð hefur verið á hinum 27 ára gamla Snorra Mássyni að ýmsum þykir nóg um. Hann hafði ungur (yngri) vakið nokkra athygli sem hlaðvarpsstjóri ásamt bróður sínum Bergþóri en þeir voru með hlaðvarpið Skoðanabræður. 18. desember 2024 08:00 Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Fleiri fréttir Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Sjá meira
Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Bergþór Másson, athafnamaður, hlaðvarpsstjórnandi, lífskúnster og umboðsmaður hefur selt íbúð sína og tekið ákvörðun um að leigja í staðinn. Hann telur að peningum sínum sé betur borgið í öðrum fjárfestingarkostum en fasteignum, og hefur hann meðal annars verið ötull talsmaður rafmynta. 12. júlí 2025 13:02
Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Slík ferð hefur verið á hinum 27 ára gamla Snorra Mássyni að ýmsum þykir nóg um. Hann hafði ungur (yngri) vakið nokkra athygli sem hlaðvarpsstjóri ásamt bróður sínum Bergþóri en þeir voru með hlaðvarpið Skoðanabræður. 18. desember 2024 08:00