Formúla 1

„Mikið í gangi sem enginn veit af“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Lewis Hamilton er að glíma við einhverja erfiðleika.
Lewis Hamilton er að glíma við einhverja erfiðleika. Joe Portlock/Getty Images

Sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton hefur átt erfitt uppdráttar síðan hann skipti til Ferrari en hann segir mikið í gangi hjá honum, vandamál sem enginn veit af.

Hamilton sagði sjálfan sig vera „gagnslausan“ ökumann eftir að hafa verið sá tólfti hraðasti í tímatökunum fyrir ungverska kappaksturinn sem fór fram um helgina.

Hamilton náði ekki að vinna sig ofar og eftir kappaksturinn var hann beðinn um að útskýra ummælin frekar.

„Þegar þér líður á ákveðinn hátt, þá líður þér bara þannig. Það er mikið í gangi sem enginn veit af og er ekki gott“ sagði Hamilton við Sky Sports.

Hann tók skýrt fram að hann væri ekki búinn að missa ástríðuna fyrir Formúlunni en gat ekki lofað því að hann myndi snúa aftur þegar keppni hefst aftur eftir sumarfrí, síðustu helgina í ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×