Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 4. ágúst 2025 15:09 Róbert Spanó, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og fyrrum forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, skrifaði grein vegna banaslyss í Reynisfjöru. Vísir/Samsett Íslenska ríkið getur talist brotlegt við Mannréttindasáttmála Evrópu ef ekki hafa verið settar almennar reglur um varnir gegn slysum á fjölsóttum ferðamannastöðum og þeim fylgt eftir með raunhæfum og virkum aðgerðum segir prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Verkefnastjórn hafi unnið skýrslu en enn hafi ekkert frumvarp verið lagt fram. Róbert Spanó, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og fyrrum forseti Mannréttindadómstóls Evrópu skrifaði grein á Vísi í dag en tilefnið er banaslys sem varð við Reynisfjöru í fyrradag þegar níu ára gömul stúlka frá Þýskalandi lést. „Hættur fylgja náttúru Íslands og ljóst er að ekki er hægt að gera óraunhæfar kröfur til stjórnvalda um að afstýra slysum. Þegar kemur að reglusetningu á þessu sviði verður einnig að gera greinarmun á slysum við fjölsótta ferðamannastaði eins og Reynisfjöru, þar sem mögulegt er að stýra aðgangi almennings, og slysum sem eiga sér stað á ótroðnum slóðum,“ skrifar Róbert. Hann segir að samkvæmt annarri grein mannréttindasáttmála Evrópu hafi fólk rétt til lífs og því þurfi íslenska ríkið að tryggja, eins og kostur er, öryggi á ferðamannastöðum sem opnir eru almenningi. Það sé hluti af svokölluðum jákvæðum skyldum ríkisins. Ef í ljós kæmi að íslenska ríkið hafi ekki sett fullnægjandi reglur um varnir gegn slysum á vinsælum ferðamannastöðum og að þeim reglum hafi ekki verið fylgt nægilega vel eftir gæti íslenska ríkið talist brotlegt við mannréttindasáttmálann. Skýrsla til staðar en ekkert frumvarp Róbert bendir á að í byrjun árs 2022 hafi Lilja Alfreðsdóttir, þáverandi ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra auk Jóns Gunnarssonar, þáverandi dómsmálaráðherra, skipað verkefnastjórn sem skilaði af sér skýrslu í júlí 2022. Skýrsla verkefnastjórnarinnar fjallaði um öryggismál stjórnvalda og ferðaþjónustuaðila en megintillaga hennar hafi verið að „skoða þyrfti forsendur til að leggja fram frumvarp til sérlaga um öryggi ferðamanna á fjölsóttum ferðamannstöðum“ með það að markmiði að vinna gegn tjóni og slysum og efla varnir á ákveðnum svæðum. „Í lögunum yrði nánar kveðið á um skyldu viðeigandi stofnana til að vinna staðbundin áhættumöt og viðbragðsáætlanir. Þá yrði með reglugerð heimilt að skilgreina áhættusvæði og nauðsynlega aðkomu viðbragðsaðila og stjórnvalda. Jafnframt yrði kveðið á um sérstakar heimildir stjórnvalda til að grípa til tiltekinna öryggisráðstafana, svo sem rýmingar svæða og tímabundinna takmarkana á aðgengi að þeim,“ segir Róbert. „Auðvitað vil ég ekki með þessu draga neinar ályktanir um ábyrgð í þessu tilviki eða öðrum heldur tel að það er ástæða til að rifja upp að árið 2022 var verkefnastjórn sett á laggirnar til að skoða þessi mál og þessi verkefnastjórn lagði til að það yrðu sétt sérlög um þetta efni,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Slíkt frumvarp hafi enn ekki verið lagt fram í dag. „Aldrei verður hægt að koma alveg í veg fyrir slys ferðamanna hér á landi, enda er íslensk náttúra óútreiknanleg. Mikilvægt er hins vegar að skýrt liggi fyrir hvernig eftirliti skuli háttað, hvernig framkvæma skuli mat á áhættu og um framkvæmd viðbragðsáætlana, ef þörf krefur, t.d. vegna fyrirsjáanlegra áhrifa veðurfars.“ Reynisfjara Mannréttindadómstóll Evrópu Mannréttindi Öryggi á ferðamannastöðum Mýrdalshreppur Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Sjá meira
Róbert Spanó, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og fyrrum forseti Mannréttindadómstóls Evrópu skrifaði grein á Vísi í dag en tilefnið er banaslys sem varð við Reynisfjöru í fyrradag þegar níu ára gömul stúlka frá Þýskalandi lést. „Hættur fylgja náttúru Íslands og ljóst er að ekki er hægt að gera óraunhæfar kröfur til stjórnvalda um að afstýra slysum. Þegar kemur að reglusetningu á þessu sviði verður einnig að gera greinarmun á slysum við fjölsótta ferðamannastaði eins og Reynisfjöru, þar sem mögulegt er að stýra aðgangi almennings, og slysum sem eiga sér stað á ótroðnum slóðum,“ skrifar Róbert. Hann segir að samkvæmt annarri grein mannréttindasáttmála Evrópu hafi fólk rétt til lífs og því þurfi íslenska ríkið að tryggja, eins og kostur er, öryggi á ferðamannastöðum sem opnir eru almenningi. Það sé hluti af svokölluðum jákvæðum skyldum ríkisins. Ef í ljós kæmi að íslenska ríkið hafi ekki sett fullnægjandi reglur um varnir gegn slysum á vinsælum ferðamannastöðum og að þeim reglum hafi ekki verið fylgt nægilega vel eftir gæti íslenska ríkið talist brotlegt við mannréttindasáttmálann. Skýrsla til staðar en ekkert frumvarp Róbert bendir á að í byrjun árs 2022 hafi Lilja Alfreðsdóttir, þáverandi ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra auk Jóns Gunnarssonar, þáverandi dómsmálaráðherra, skipað verkefnastjórn sem skilaði af sér skýrslu í júlí 2022. Skýrsla verkefnastjórnarinnar fjallaði um öryggismál stjórnvalda og ferðaþjónustuaðila en megintillaga hennar hafi verið að „skoða þyrfti forsendur til að leggja fram frumvarp til sérlaga um öryggi ferðamanna á fjölsóttum ferðamannstöðum“ með það að markmiði að vinna gegn tjóni og slysum og efla varnir á ákveðnum svæðum. „Í lögunum yrði nánar kveðið á um skyldu viðeigandi stofnana til að vinna staðbundin áhættumöt og viðbragðsáætlanir. Þá yrði með reglugerð heimilt að skilgreina áhættusvæði og nauðsynlega aðkomu viðbragðsaðila og stjórnvalda. Jafnframt yrði kveðið á um sérstakar heimildir stjórnvalda til að grípa til tiltekinna öryggisráðstafana, svo sem rýmingar svæða og tímabundinna takmarkana á aðgengi að þeim,“ segir Róbert. „Auðvitað vil ég ekki með þessu draga neinar ályktanir um ábyrgð í þessu tilviki eða öðrum heldur tel að það er ástæða til að rifja upp að árið 2022 var verkefnastjórn sett á laggirnar til að skoða þessi mál og þessi verkefnastjórn lagði til að það yrðu sétt sérlög um þetta efni,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Slíkt frumvarp hafi enn ekki verið lagt fram í dag. „Aldrei verður hægt að koma alveg í veg fyrir slys ferðamanna hér á landi, enda er íslensk náttúra óútreiknanleg. Mikilvægt er hins vegar að skýrt liggi fyrir hvernig eftirliti skuli háttað, hvernig framkvæma skuli mat á áhættu og um framkvæmd viðbragðsáætlana, ef þörf krefur, t.d. vegna fyrirsjáanlegra áhrifa veðurfars.“
Reynisfjara Mannréttindadómstóll Evrópu Mannréttindi Öryggi á ferðamannastöðum Mýrdalshreppur Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Sjá meira