Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Agnar Már Másson skrifar 5. ágúst 2025 10:57 Sigurður G. Guðjónsson er meðal annars lögmaður Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri (Sveit). Vísir/Einar Hæstaréttarlögmaður segir að ferðamaður sé á eigin ábyrgð þegar hann gengur til leiks við íslenska náttúru. Hann kveðst ósammála fyrrverandi forseta Mannréttindadómstóls Evrópu sem kveður ríkið mögulega skaðabótaskylt vegna banaslyss í Reynisfjöru, þar sem níu ára stúlka frá Þýskalandi fórst í sjónum á laugardag. Greint var frá því nú um verslunarmannahelgina að níu ára stúlka hefði látið lífið í Reynisfjöru. Landeigendur funda í dag vegna málsins en slysið varð á sama stað og við sömu aðstæður og síðustu tvö banaslys í fjörunni þar á undan, að sögn Upplýsingaskilti sem sýnir svæðisskiptingu fjörunnar eftir litum fauk í óveðri fyrir nokkru síðan. „Sá sem gengur til leiks við náttúru Íslands verður samkvæmt grunnreglu skaðabótaréttar einn að bera ábyrgð á afleiðingum eða úrslitum þess leiks, en ekki ríkið,“ skrifar hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður Guðni Guðjónsson, sem er meðal annars lögmaður Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri, í færslu á Facebook. Þar bregst Sigurður við skrifum Róberts Spanós, fyrrverandi forseta Mannréttindadómstóls Evrópu, undir skoðanadálki Vísis um banaslys í Reynisjöru 2. ágúst, þegar þung hafalda hrifsa til sín barn sem þar var í för með föður sínum og systur. Sigurður tekur fram að atvikið sé hörmulegur atburður í alla staði. Róbert skrifaði í skoðanagrein sinni að íslenska ríkið gæti talist brotlegt við Mannréttindasáttmála Evrópu ef ekki hefðu verið settar almennar reglur um varnir gegn slysum á fjölsóttum ferðamannastöðum og þeim ekki fylgt eftir með raunhæfum og virkum aðgerðum. Heimsækja Reynisfjöru á eigin ábyrgð Sigurður er ósammála Róberti og segist eftir snögga yfirferð á dómum mannréttindadómstólsins hafa fundið tilvik þar sem reynt hafi á þá lagagrein sem Róbert vísar í, 2. gr. varðandi rétt til lífs, svo sem í máli Özel o.fl gegn Tyrklandi frá nóvember 2015. Málið tengdist jarðskjálftum 1999 en í málinu var tyrkneska ríkið talið standa í ábyrgðarhlutverki til að fyrirbyggja afleiðingar jarðskjálfta sem þar gætu orðið. En banaslys vegna mismikils öldugangs af völdum vinds og hafróts í Reynisfjöru eru ekki afleiðingar náttúruhamfara, bendir Sigurður á. Það sé fall í Brúará við skoðun fossa í ánni ekki heldur. „Staðir þessir eru í einkaeigu og enginn þarft [svo] formlegt leyfi til að heimsækja þá, dvelja þar um stund og skoða,“ skrifar lögmaðurinn hann. „Sá sem heimsækir Reynisfjöru, Brúará eða aðra ferðamannastaði gerir það á eigin ábyrgð og verður að haga sér til samræmis við aðstæður hverju sinni.“ Láti ferðalangur lífið í slíkri heimsókn geti hvorki landeigandi né ríkið orðið bótaskylt nema skilyrðum almennrar skaðabótareglu sé fullnægt um að sannað sé að slysið sem leiddi til dauða ferðamanns verði rakið til saknæmrar og ólögmætrar háttsemi landeiganda eða annars og sé sennileg afleiðing þeirrar háttsemi. Segir ekki þörf á auknu regluverki eða eftirliti „Séu ferðamenn í skipulagðri ferð undir far[a]rstjórn hvílir sú skylda á fararstjóra að stýra för skjólstæðinga sinna og tryggja, að því marki sem hægt er, að þeir fari sér ekki að voða. Sé misbrestur á fararstjórn kann fararstjóri eða vinnuveitandi hans að vera fundinn ábyrgur að fullnægðum áðurgreindum skaðabótaskilyrðum,“ skrifar Sigurður. „Það er hins vegar mjög langsótt hjá Róberti að á íslenska ríkinu hvíli skylda til að setja lög um hvernig góðir og gegnir ferðaþjónustuaðilar og eigendur vinsælla ferðamannastaða skuli bera sig að frá degi til dags svo ferðamenn fari sér ekki að voða við að skoða náttúru Íslands, þar sem mjög sjaldan er á vísan að róa veðurfarslega.“ Hann segir að íslensk ferðaþjónusta þurfi hvorki aukið regluverk né meira eftirlit. Nægan skaða hafi það regluverk og eftirlit sem nú þegar er til staðar valdið hluta ferðamannaiðnaðarins svo sem hvalaskoðun. Reynisfjara Öryggi á ferðamannastöðum Mýrdalshreppur Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Íslenska ríkið getur talist brotlegt við Mannréttindasáttmála Evrópu ef ekki hafa verið settar almennar reglur um varnir gegn slysum á fjölsóttum ferðamannastöðum og þeim fylgt eftir með raunhæfum og virkum aðgerðum segir prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Verkefnastjórn hafi unnið skýrslu en enn hafi ekkert frumvarp verið lagt fram. 4. ágúst 2025 15:09 Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Íslensk náttúra er fögur, en getur verið lífshættuleg. Nýlega lést barnung stúlka í Reynisfjöru. Hún var á ferðalagi með fjölskyldu sinni. Mikil fjölgun ferðamanna á Íslandi undanfarinn áratug hefur orðið til þess að slík tilvik eru orðin æði mörg. 4. ágúst 2025 14:32 Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Banaslysið í Reynisfjöru í gær varð á sama stað og við sömu aðstæður og síðustu tvö banaslys í fjörunni þar á undan að sögn landeigenda. Samráðshópur mun funda eftir helgi um frekari öryggisráðstafanir á svæðinu. Upplýsingaskilti sem sýnir svæðisskiptingu fjörunnar eftir litum fauk í óveðri fyrir nokkru síðan. 3. ágúst 2025 19:00 Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Landeigendur í Reynisfjöru harma banaslysið sem varð í gær þegar níu ára þýsk stúlka drukknaði í sjónum undan ströndinni. Þeir hyggjast nú leggjast yfir hvað hægt sé að gera betur til að upplýsa þá sem heimsækja fjöruna. 3. ágúst 2025 14:14 Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Landeigendur í Reynisfjöru harma banaslysið sem varð í gær þegar níu ára þýsk stúlka drukknaði í sjónum undan ströndinni. Þeir hyggjast nú leggjast yfir hvað hægt sé að gera betur til að upplýsa þá sem heimsækja fjöruna. 3. ágúst 2025 14:14 „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Banaslysið í Reynisfjöru í gær er það fyrsta síðan auknar öryggisráðstafanir voru gerðar á svæðinu fyrir nokkrum árum. Ferðamálastjóri segir tilefni til að leggjast yfir það hvernig megi bæta öryggi á svæðinu enn frekar, en er ekki hlynntur því að fjörunni verði alfarið lokað fyrir aðgengi ferðamanna. 3. ágúst 2025 13:38 Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Stúlkan sem lést eftir að hafa farið í sjóinn við Reynisfjöru í gær var níu ára og frá Þýskalandi. 3. ágúst 2025 12:44 Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Stúlka sem fór í sjóinn við Reynisfjöru ásamt föður sínum og systur er látin. Þyrla Landhelgisgæslunnar, lögregla og björgunarsveitir voru kallaðar út og tókst að ná stúlkunni úr sjónum. Var hún úrskurðuð látin á vettvangi. 2. ágúst 2025 19:55 Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Barnung stúlka sem féll í sjóinn við Reynisfjöru í dag er fundin og hefur verið flutt á sjúkrahús í Reykjavík en lögreglan segir að ekki sé „vitað um ástand“ hennar. Um erlenda ferðamenn er að ræða. 2. ágúst 2025 17:12 Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Þyrla Landhelgisgæslunnar, björgunarskipið Þór og björgunarsveitir voru kallaðar út skömmu fyrir þrjú eftir að einstaklingur fór í sjóinn við Reynisfjöru í Mýrdalnum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um barnunga stúlku að ræða. 2. ágúst 2025 15:42 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Greint var frá því nú um verslunarmannahelgina að níu ára stúlka hefði látið lífið í Reynisfjöru. Landeigendur funda í dag vegna málsins en slysið varð á sama stað og við sömu aðstæður og síðustu tvö banaslys í fjörunni þar á undan, að sögn Upplýsingaskilti sem sýnir svæðisskiptingu fjörunnar eftir litum fauk í óveðri fyrir nokkru síðan. „Sá sem gengur til leiks við náttúru Íslands verður samkvæmt grunnreglu skaðabótaréttar einn að bera ábyrgð á afleiðingum eða úrslitum þess leiks, en ekki ríkið,“ skrifar hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður Guðni Guðjónsson, sem er meðal annars lögmaður Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri, í færslu á Facebook. Þar bregst Sigurður við skrifum Róberts Spanós, fyrrverandi forseta Mannréttindadómstóls Evrópu, undir skoðanadálki Vísis um banaslys í Reynisjöru 2. ágúst, þegar þung hafalda hrifsa til sín barn sem þar var í för með föður sínum og systur. Sigurður tekur fram að atvikið sé hörmulegur atburður í alla staði. Róbert skrifaði í skoðanagrein sinni að íslenska ríkið gæti talist brotlegt við Mannréttindasáttmála Evrópu ef ekki hefðu verið settar almennar reglur um varnir gegn slysum á fjölsóttum ferðamannastöðum og þeim ekki fylgt eftir með raunhæfum og virkum aðgerðum. Heimsækja Reynisfjöru á eigin ábyrgð Sigurður er ósammála Róberti og segist eftir snögga yfirferð á dómum mannréttindadómstólsins hafa fundið tilvik þar sem reynt hafi á þá lagagrein sem Róbert vísar í, 2. gr. varðandi rétt til lífs, svo sem í máli Özel o.fl gegn Tyrklandi frá nóvember 2015. Málið tengdist jarðskjálftum 1999 en í málinu var tyrkneska ríkið talið standa í ábyrgðarhlutverki til að fyrirbyggja afleiðingar jarðskjálfta sem þar gætu orðið. En banaslys vegna mismikils öldugangs af völdum vinds og hafróts í Reynisfjöru eru ekki afleiðingar náttúruhamfara, bendir Sigurður á. Það sé fall í Brúará við skoðun fossa í ánni ekki heldur. „Staðir þessir eru í einkaeigu og enginn þarft [svo] formlegt leyfi til að heimsækja þá, dvelja þar um stund og skoða,“ skrifar lögmaðurinn hann. „Sá sem heimsækir Reynisfjöru, Brúará eða aðra ferðamannastaði gerir það á eigin ábyrgð og verður að haga sér til samræmis við aðstæður hverju sinni.“ Láti ferðalangur lífið í slíkri heimsókn geti hvorki landeigandi né ríkið orðið bótaskylt nema skilyrðum almennrar skaðabótareglu sé fullnægt um að sannað sé að slysið sem leiddi til dauða ferðamanns verði rakið til saknæmrar og ólögmætrar háttsemi landeiganda eða annars og sé sennileg afleiðing þeirrar háttsemi. Segir ekki þörf á auknu regluverki eða eftirliti „Séu ferðamenn í skipulagðri ferð undir far[a]rstjórn hvílir sú skylda á fararstjóra að stýra för skjólstæðinga sinna og tryggja, að því marki sem hægt er, að þeir fari sér ekki að voða. Sé misbrestur á fararstjórn kann fararstjóri eða vinnuveitandi hans að vera fundinn ábyrgur að fullnægðum áðurgreindum skaðabótaskilyrðum,“ skrifar Sigurður. „Það er hins vegar mjög langsótt hjá Róberti að á íslenska ríkinu hvíli skylda til að setja lög um hvernig góðir og gegnir ferðaþjónustuaðilar og eigendur vinsælla ferðamannastaða skuli bera sig að frá degi til dags svo ferðamenn fari sér ekki að voða við að skoða náttúru Íslands, þar sem mjög sjaldan er á vísan að róa veðurfarslega.“ Hann segir að íslensk ferðaþjónusta þurfi hvorki aukið regluverk né meira eftirlit. Nægan skaða hafi það regluverk og eftirlit sem nú þegar er til staðar valdið hluta ferðamannaiðnaðarins svo sem hvalaskoðun.
Reynisfjara Öryggi á ferðamannastöðum Mýrdalshreppur Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Íslenska ríkið getur talist brotlegt við Mannréttindasáttmála Evrópu ef ekki hafa verið settar almennar reglur um varnir gegn slysum á fjölsóttum ferðamannastöðum og þeim fylgt eftir með raunhæfum og virkum aðgerðum segir prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Verkefnastjórn hafi unnið skýrslu en enn hafi ekkert frumvarp verið lagt fram. 4. ágúst 2025 15:09 Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Íslensk náttúra er fögur, en getur verið lífshættuleg. Nýlega lést barnung stúlka í Reynisfjöru. Hún var á ferðalagi með fjölskyldu sinni. Mikil fjölgun ferðamanna á Íslandi undanfarinn áratug hefur orðið til þess að slík tilvik eru orðin æði mörg. 4. ágúst 2025 14:32 Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Banaslysið í Reynisfjöru í gær varð á sama stað og við sömu aðstæður og síðustu tvö banaslys í fjörunni þar á undan að sögn landeigenda. Samráðshópur mun funda eftir helgi um frekari öryggisráðstafanir á svæðinu. Upplýsingaskilti sem sýnir svæðisskiptingu fjörunnar eftir litum fauk í óveðri fyrir nokkru síðan. 3. ágúst 2025 19:00 Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Landeigendur í Reynisfjöru harma banaslysið sem varð í gær þegar níu ára þýsk stúlka drukknaði í sjónum undan ströndinni. Þeir hyggjast nú leggjast yfir hvað hægt sé að gera betur til að upplýsa þá sem heimsækja fjöruna. 3. ágúst 2025 14:14 Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Landeigendur í Reynisfjöru harma banaslysið sem varð í gær þegar níu ára þýsk stúlka drukknaði í sjónum undan ströndinni. Þeir hyggjast nú leggjast yfir hvað hægt sé að gera betur til að upplýsa þá sem heimsækja fjöruna. 3. ágúst 2025 14:14 „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Banaslysið í Reynisfjöru í gær er það fyrsta síðan auknar öryggisráðstafanir voru gerðar á svæðinu fyrir nokkrum árum. Ferðamálastjóri segir tilefni til að leggjast yfir það hvernig megi bæta öryggi á svæðinu enn frekar, en er ekki hlynntur því að fjörunni verði alfarið lokað fyrir aðgengi ferðamanna. 3. ágúst 2025 13:38 Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Stúlkan sem lést eftir að hafa farið í sjóinn við Reynisfjöru í gær var níu ára og frá Þýskalandi. 3. ágúst 2025 12:44 Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Stúlka sem fór í sjóinn við Reynisfjöru ásamt föður sínum og systur er látin. Þyrla Landhelgisgæslunnar, lögregla og björgunarsveitir voru kallaðar út og tókst að ná stúlkunni úr sjónum. Var hún úrskurðuð látin á vettvangi. 2. ágúst 2025 19:55 Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Barnung stúlka sem féll í sjóinn við Reynisfjöru í dag er fundin og hefur verið flutt á sjúkrahús í Reykjavík en lögreglan segir að ekki sé „vitað um ástand“ hennar. Um erlenda ferðamenn er að ræða. 2. ágúst 2025 17:12 Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Þyrla Landhelgisgæslunnar, björgunarskipið Þór og björgunarsveitir voru kallaðar út skömmu fyrir þrjú eftir að einstaklingur fór í sjóinn við Reynisfjöru í Mýrdalnum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um barnunga stúlku að ræða. 2. ágúst 2025 15:42 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Íslenska ríkið getur talist brotlegt við Mannréttindasáttmála Evrópu ef ekki hafa verið settar almennar reglur um varnir gegn slysum á fjölsóttum ferðamannastöðum og þeim fylgt eftir með raunhæfum og virkum aðgerðum segir prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Verkefnastjórn hafi unnið skýrslu en enn hafi ekkert frumvarp verið lagt fram. 4. ágúst 2025 15:09
Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Íslensk náttúra er fögur, en getur verið lífshættuleg. Nýlega lést barnung stúlka í Reynisfjöru. Hún var á ferðalagi með fjölskyldu sinni. Mikil fjölgun ferðamanna á Íslandi undanfarinn áratug hefur orðið til þess að slík tilvik eru orðin æði mörg. 4. ágúst 2025 14:32
Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Banaslysið í Reynisfjöru í gær varð á sama stað og við sömu aðstæður og síðustu tvö banaslys í fjörunni þar á undan að sögn landeigenda. Samráðshópur mun funda eftir helgi um frekari öryggisráðstafanir á svæðinu. Upplýsingaskilti sem sýnir svæðisskiptingu fjörunnar eftir litum fauk í óveðri fyrir nokkru síðan. 3. ágúst 2025 19:00
Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Landeigendur í Reynisfjöru harma banaslysið sem varð í gær þegar níu ára þýsk stúlka drukknaði í sjónum undan ströndinni. Þeir hyggjast nú leggjast yfir hvað hægt sé að gera betur til að upplýsa þá sem heimsækja fjöruna. 3. ágúst 2025 14:14
Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Landeigendur í Reynisfjöru harma banaslysið sem varð í gær þegar níu ára þýsk stúlka drukknaði í sjónum undan ströndinni. Þeir hyggjast nú leggjast yfir hvað hægt sé að gera betur til að upplýsa þá sem heimsækja fjöruna. 3. ágúst 2025 14:14
„Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Banaslysið í Reynisfjöru í gær er það fyrsta síðan auknar öryggisráðstafanir voru gerðar á svæðinu fyrir nokkrum árum. Ferðamálastjóri segir tilefni til að leggjast yfir það hvernig megi bæta öryggi á svæðinu enn frekar, en er ekki hlynntur því að fjörunni verði alfarið lokað fyrir aðgengi ferðamanna. 3. ágúst 2025 13:38
Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Stúlkan sem lést eftir að hafa farið í sjóinn við Reynisfjöru í gær var níu ára og frá Þýskalandi. 3. ágúst 2025 12:44
Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Stúlka sem fór í sjóinn við Reynisfjöru ásamt föður sínum og systur er látin. Þyrla Landhelgisgæslunnar, lögregla og björgunarsveitir voru kallaðar út og tókst að ná stúlkunni úr sjónum. Var hún úrskurðuð látin á vettvangi. 2. ágúst 2025 19:55
Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Barnung stúlka sem féll í sjóinn við Reynisfjöru í dag er fundin og hefur verið flutt á sjúkrahús í Reykjavík en lögreglan segir að ekki sé „vitað um ástand“ hennar. Um erlenda ferðamenn er að ræða. 2. ágúst 2025 17:12
Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Þyrla Landhelgisgæslunnar, björgunarskipið Þór og björgunarsveitir voru kallaðar út skömmu fyrir þrjú eftir að einstaklingur fór í sjóinn við Reynisfjöru í Mýrdalnum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um barnunga stúlku að ræða. 2. ágúst 2025 15:42