Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2025 23:17 Marc Andre ter Stegen lék með þýska landsliðinu í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar í sumar. Getty/Marvin Ibo Guengoer Barcelona er að skoða það að fara með þýska markvörðinn Marc-André ter Stegen, sinn eigin leikmann, fyrir dómstóla. Málið snýst um bakmeiðsli Ter Stegen. Markvörðurinn neitar að senda inn upplýsingar um bakmeiðsli sín til læknanefndar spænsku deildarinnar. Spænska blaðið Mundo Deportivo fjallar um málið og hefur upplýsingarnar eftir talsmanni félagsins. Upplýsingar um sjúklinga eru trúnaðarmál og leikmaðurinn verður því að gefa leyfi fyrir því að þær séu sendar áfram. Félagið gerir sér grein fyrir því en telur einnig að leikmaður hafi sínar skyldur við félagið sitt. Ter Stegen segir sjálfur að hann verði frá æfingum og keppni í þrjá mánuði. Hann fór nýverið í sína aðra bakaðgerð á stuttum tíma. Barcelona telur að hann verði frá í fjórða mánuð sem gæfi félaginu um leið rétt til að nota áttatíu prósent af launum Ter Stegen til að koma öðrum leikmanni fyrir undir launaþaki spænsku deildarinnar. Barcelona reyndi að ræða við Þjóðverjann í sumar en Ter Stegen gaf sig ekki og neitaði að skrifa undir. Samband hans og félagsins er ekki gott. Hann er með samning við Barcelona til ársins 2028. Leikmaðurinn sem Barcelona vill skrá inn hjá La Liga heitir Joan Garcia, er markvörður og kemur frá Espanyol. Barcelona tekur að Ter Stegen sé hegðun sinni að skaða félagið og liðsfélaga sína og málið er væntanlega á leið fyrir dómstóla. Barcelona átti einnig í vandræðum með að skrá leikmenn á síðustu leiktíð en gott dæmi um það er spænski landsliðsmaðurinn Dani Olmo. 🚨 𝐈𝐧𝐟𝐨𝐫𝐦𝐚𝐜𝐢𝐨́𝐧 𝐝𝐞 𝐌𝐮𝐧𝐝𝐨 𝐃𝐞𝐩𝐨𝐫𝐭𝐢𝐯𝐨🚫 ¡Ter Stegen no firma su informe médico y el Barça le abre expediente disciplinario!▪️ El portero se niega a dar su OK a que el club envíe el informe de su lesión a la Comisión Médica de LaLiga▪️ Su negativa… pic.twitter.com/Bf55S33h6S— Mundo Deportivo (@mundodeportivo) August 5, 2025 Spænski boltinn Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Fleiri fréttir Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sjá meira
Málið snýst um bakmeiðsli Ter Stegen. Markvörðurinn neitar að senda inn upplýsingar um bakmeiðsli sín til læknanefndar spænsku deildarinnar. Spænska blaðið Mundo Deportivo fjallar um málið og hefur upplýsingarnar eftir talsmanni félagsins. Upplýsingar um sjúklinga eru trúnaðarmál og leikmaðurinn verður því að gefa leyfi fyrir því að þær séu sendar áfram. Félagið gerir sér grein fyrir því en telur einnig að leikmaður hafi sínar skyldur við félagið sitt. Ter Stegen segir sjálfur að hann verði frá æfingum og keppni í þrjá mánuði. Hann fór nýverið í sína aðra bakaðgerð á stuttum tíma. Barcelona telur að hann verði frá í fjórða mánuð sem gæfi félaginu um leið rétt til að nota áttatíu prósent af launum Ter Stegen til að koma öðrum leikmanni fyrir undir launaþaki spænsku deildarinnar. Barcelona reyndi að ræða við Þjóðverjann í sumar en Ter Stegen gaf sig ekki og neitaði að skrifa undir. Samband hans og félagsins er ekki gott. Hann er með samning við Barcelona til ársins 2028. Leikmaðurinn sem Barcelona vill skrá inn hjá La Liga heitir Joan Garcia, er markvörður og kemur frá Espanyol. Barcelona tekur að Ter Stegen sé hegðun sinni að skaða félagið og liðsfélaga sína og málið er væntanlega á leið fyrir dómstóla. Barcelona átti einnig í vandræðum með að skrá leikmenn á síðustu leiktíð en gott dæmi um það er spænski landsliðsmaðurinn Dani Olmo. 🚨 𝐈𝐧𝐟𝐨𝐫𝐦𝐚𝐜𝐢𝐨́𝐧 𝐝𝐞 𝐌𝐮𝐧𝐝𝐨 𝐃𝐞𝐩𝐨𝐫𝐭𝐢𝐯𝐨🚫 ¡Ter Stegen no firma su informe médico y el Barça le abre expediente disciplinario!▪️ El portero se niega a dar su OK a que el club envíe el informe de su lesión a la Comisión Médica de LaLiga▪️ Su negativa… pic.twitter.com/Bf55S33h6S— Mundo Deportivo (@mundodeportivo) August 5, 2025
Spænski boltinn Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Fleiri fréttir Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sjá meira