Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. ágúst 2025 21:00 Ferðamenn virðast löngum hafa haft það áhugamál að stafla steinum hvar sem þeir koma. Vísir/GVA Leiðsögumaður segir ferðamenn ekki átta sig á náttúruspjöllum sem þeir fremji með því að reisa vörður hvar sem þeir koma á landinu. Vörður hafa jafnvel verið reistar í miðborginni, komist ferðamennirnir í nógu marga steina. Leiðsögumaður segir áhuga ferðamanna á vörðugerð vera vandamál, og það sé hreint ekki nýtt af nálinni. „Þetta er einhver ótrúleg þörf hjá fólki að skilja eftir, að þau telja, listaverk sem segir „ég var hér,“ segir leiðsögumaðurinn Hildur Þöll Ágústsdóttir. Víða séu bæði leiðsögumenn og landverðir duglegir að sparka vörðunum niður, þar sem þeir sjái þær. „Oft á tíðum eru þetta náttúruspjöll því það er verið að taka steina sem eru búnir að vera fastir í aldir, og það er verið að breyta landslagi. Þannig að það getur ekki verið neitt annað en náttúruspjöll.“ Vandamálið sé stærra þar sem ferðamenn séu fleiri. „Laufskálavarða er annar staður, þetta var orðið mikið vandamál á Þingvöllum fyrir nokkrum árum. Þau tóku sig bara til og girtu af svæðið. En það má sjá þetta mjög víða,“ segir Hildur. Ferðamenn hafa jafnvel tekið upp á því að stafla steinum í miðborginni, til að mynda í námunda við Hörpu. Hildur segir ferðamenn virðast telja að þeir séu að skapa einhvers konar listaverk með vörðugerðinni. Það sé þó öðru nær.Vísir/Vésteinn Og það er ekki bara á Íslandi þar sem fólk hefur amast yfir vörðugerðargleði ferðamanna, eins og sjá má í sjónvarpsfréttinni hér að ofan. Hildur segir fátt til ráða, annað en að fræða ferðamenn um hvers kyns ósiður vörðugerðin sé. „Ísland er ekki Disneyland, það er ekki allt leyfilegt hérna.“ Mælirðu með því fyrir fólk sem er að horfa, ef það rekst á þetta, að sparka þessu niður? „Já, kannski ekki að dúndra þessu niður en reyna svona að ímynda sér hvernig steinarnir lágu. Reyna að koma þessu niður á sem náttúrulegastan hátt aftur.“ Í gegnum tíðina hefur nokkuð oft verið fjallað um þetta háttalag ferðamann, íslenskra og erlendra, en fátt virðist þó hafa breyst. Hér að neðan má sjá nokkrar fréttir sem birst hafa á síðustu árum um vörðuglaða ferðamenn. Ferðaþjónusta Umhverfismál Tengdar fréttir Skiptar skoðanir á "listaverkum“ ferðamanna við Hörpu "Þetta er algerlega óþolandi, og verulega hættulegt náttúru og ímynd landsins,“ segir reyndur leiðsögumaður. 17. febrúar 2017 11:27 Skera upp herör gegn ferðamannavörðum Leiðsögumenn segja að vörður sem ferðamenn hlaða séu stórt vandamál í náttúru Íslands. Hópur leiðsögumanna fór á föstudaginn í ferð gagngert til þess að fella vörður, sem þeir kalla raunar vörtur. 21. september 2008 20:44 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Sjá meira
Leiðsögumaður segir áhuga ferðamanna á vörðugerð vera vandamál, og það sé hreint ekki nýtt af nálinni. „Þetta er einhver ótrúleg þörf hjá fólki að skilja eftir, að þau telja, listaverk sem segir „ég var hér,“ segir leiðsögumaðurinn Hildur Þöll Ágústsdóttir. Víða séu bæði leiðsögumenn og landverðir duglegir að sparka vörðunum niður, þar sem þeir sjái þær. „Oft á tíðum eru þetta náttúruspjöll því það er verið að taka steina sem eru búnir að vera fastir í aldir, og það er verið að breyta landslagi. Þannig að það getur ekki verið neitt annað en náttúruspjöll.“ Vandamálið sé stærra þar sem ferðamenn séu fleiri. „Laufskálavarða er annar staður, þetta var orðið mikið vandamál á Þingvöllum fyrir nokkrum árum. Þau tóku sig bara til og girtu af svæðið. En það má sjá þetta mjög víða,“ segir Hildur. Ferðamenn hafa jafnvel tekið upp á því að stafla steinum í miðborginni, til að mynda í námunda við Hörpu. Hildur segir ferðamenn virðast telja að þeir séu að skapa einhvers konar listaverk með vörðugerðinni. Það sé þó öðru nær.Vísir/Vésteinn Og það er ekki bara á Íslandi þar sem fólk hefur amast yfir vörðugerðargleði ferðamanna, eins og sjá má í sjónvarpsfréttinni hér að ofan. Hildur segir fátt til ráða, annað en að fræða ferðamenn um hvers kyns ósiður vörðugerðin sé. „Ísland er ekki Disneyland, það er ekki allt leyfilegt hérna.“ Mælirðu með því fyrir fólk sem er að horfa, ef það rekst á þetta, að sparka þessu niður? „Já, kannski ekki að dúndra þessu niður en reyna svona að ímynda sér hvernig steinarnir lágu. Reyna að koma þessu niður á sem náttúrulegastan hátt aftur.“ Í gegnum tíðina hefur nokkuð oft verið fjallað um þetta háttalag ferðamann, íslenskra og erlendra, en fátt virðist þó hafa breyst. Hér að neðan má sjá nokkrar fréttir sem birst hafa á síðustu árum um vörðuglaða ferðamenn.
Ferðaþjónusta Umhverfismál Tengdar fréttir Skiptar skoðanir á "listaverkum“ ferðamanna við Hörpu "Þetta er algerlega óþolandi, og verulega hættulegt náttúru og ímynd landsins,“ segir reyndur leiðsögumaður. 17. febrúar 2017 11:27 Skera upp herör gegn ferðamannavörðum Leiðsögumenn segja að vörður sem ferðamenn hlaða séu stórt vandamál í náttúru Íslands. Hópur leiðsögumanna fór á föstudaginn í ferð gagngert til þess að fella vörður, sem þeir kalla raunar vörtur. 21. september 2008 20:44 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Sjá meira
Skiptar skoðanir á "listaverkum“ ferðamanna við Hörpu "Þetta er algerlega óþolandi, og verulega hættulegt náttúru og ímynd landsins,“ segir reyndur leiðsögumaður. 17. febrúar 2017 11:27
Skera upp herör gegn ferðamannavörðum Leiðsögumenn segja að vörður sem ferðamenn hlaða séu stórt vandamál í náttúru Íslands. Hópur leiðsögumanna fór á föstudaginn í ferð gagngert til þess að fella vörður, sem þeir kalla raunar vörtur. 21. september 2008 20:44