Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. ágúst 2025 19:13 Vísir/Samsett Hið svokallaða fyrsta bankarán á Íslandi árið 1975 sem fjallað var um í dag vegna þess að ræninginn gaf sig fram við lögregluna á liðnu sumri, reynist ekki vera fyrsta bankarán landsins. Hið raunverulega fyrsta bankarán landsins gæti hafa verið framið í nóvember ársins 1972 af óprúttnum tíu ára húsvarðarsyni. Húsvarðarsonurinn og tveir félagar hans á aldrinum tíu til þrettán ára brutust inn í kjallara Sparisjóðs Mýrasýslu á Borgarnesi og höfðu á brott 25 þúsund króna virði af ólögleglum 25 króna seðlum. Það jafngildir tæpum 300 þúsund krónum í dag. Snjáð bankaránsþýfi í snjónum Ellý Hauksdóttir, uppalinn Borgfirðingur, var tíu ára þegar umrætt rán var framið og þekkti sökudólganna. Ekki nóg með það heldur á hún enn hluta þýfisins. Hún segist hafa verið að leika sér í snjónum við Héríhöllina frægu þegar hún rak augun í snjáða 25 króna seðil í snjónum. Eftir að hafa kembt svæðið fann hún nokkra til viðbótar. Héríhöllin fræga í miðbæ Borgarness.Héraðsskjalasafn Borgfirðinga Samkvæmt fréttabúti sem birtist í Morgunblaðinu þann sextánda nóvember 1972 var komist upp um þrjá pilta, á aldrinum tíu til þrettán ára, sem brutust inn í kjallara Sparisjóðs Mýrasýslu í Borgarnesi og stálu ólöglegum 25 króna seðlum að andvirði 25 þúsunda króna. Seðlarnir höfðu verið teknir úr umferð og að því er Ellý segir höfðu piltarnir auðvelt aðgengi að þeim. Höfuðpaur piltanna hafi nefnilega verið sonur húsvarðar sparisjóðsins og hefði haft af föður sínum lyklakippuna á meðan hann svaf. Eitt kvöldið tóku piltarnir sig saman og brutust inn í kjallarann þar sem þeir vissu að þýfið biði þeirra. Eftir að hafa komist undan með þýfið, þó nokkrir seðlar hefðu orðið eftir í snjónum á flóttanum, deildu þeir því með jafnöldrum sínum. Reyndi að kaupa sér helling af nammi og kom upp um sig „Þeir bara þrömmuðu þarna inn í banka og náðu sér í 25 þúsund krónur. virði. Sem er alveg slatti fyrir 10-13 ára stráka,“ segir Ellý en nánar tiltekið nemur það 295.919 krónum í dag. „Þeir fóru með peningana og krumpuðu þá og gerðu þá skítuga. Svo notuðu þeir þá. Svo gáfu þeir vinum sínum og þá var einhver sem hafði þá bara slétta. Hann fór í sjoppuna og keypti sér fullt af nammi í bensínstöðinni. Hann fór þangað og ætlaði að kaupa sér fullt af nammi en þá kveikti afgreiðslumaðurinn á því hvað var í gangi,“ segir hún. Þar með var úti um ævintýri þessa ungu drengja en afleiðingarnar urðu ekki alvarlegri en þær en að fá strangt tiltal frá húsverði Sparisjóðs Mýrasýslu, að því er Ellý man. Enn í dag geymir hún seðlana sem hún fann í snjónum þennan sögulega dag. Hún hefur raðað þeim í númeraröð í frímerkjabók. Hún segist vona að Sparisjóður Mýrasýslu fari ekki að gera tilkall til þeirra og því hefur það líklega verið léttir þegar félagið var afskráð árið 2011. Ert þú, kæri lesandi, einn þeirra sem stóð að eða naut góðs af þessu fyrsta bankaráni Íslandssögunnar? Eða ertu jafnvel sá sem rændi Útvegsbankann þremur árum seinna og sá að sér? Langar þig að segja þína hlið sögunnar? Hafðu samband við okkur á ritstjorn@visir.is. Lögreglumál Borgarbyggð Einu sinni var... Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Húsvarðarsonurinn og tveir félagar hans á aldrinum tíu til þrettán ára brutust inn í kjallara Sparisjóðs Mýrasýslu á Borgarnesi og höfðu á brott 25 þúsund króna virði af ólögleglum 25 króna seðlum. Það jafngildir tæpum 300 þúsund krónum í dag. Snjáð bankaránsþýfi í snjónum Ellý Hauksdóttir, uppalinn Borgfirðingur, var tíu ára þegar umrætt rán var framið og þekkti sökudólganna. Ekki nóg með það heldur á hún enn hluta þýfisins. Hún segist hafa verið að leika sér í snjónum við Héríhöllina frægu þegar hún rak augun í snjáða 25 króna seðil í snjónum. Eftir að hafa kembt svæðið fann hún nokkra til viðbótar. Héríhöllin fræga í miðbæ Borgarness.Héraðsskjalasafn Borgfirðinga Samkvæmt fréttabúti sem birtist í Morgunblaðinu þann sextánda nóvember 1972 var komist upp um þrjá pilta, á aldrinum tíu til þrettán ára, sem brutust inn í kjallara Sparisjóðs Mýrasýslu í Borgarnesi og stálu ólöglegum 25 króna seðlum að andvirði 25 þúsunda króna. Seðlarnir höfðu verið teknir úr umferð og að því er Ellý segir höfðu piltarnir auðvelt aðgengi að þeim. Höfuðpaur piltanna hafi nefnilega verið sonur húsvarðar sparisjóðsins og hefði haft af föður sínum lyklakippuna á meðan hann svaf. Eitt kvöldið tóku piltarnir sig saman og brutust inn í kjallarann þar sem þeir vissu að þýfið biði þeirra. Eftir að hafa komist undan með þýfið, þó nokkrir seðlar hefðu orðið eftir í snjónum á flóttanum, deildu þeir því með jafnöldrum sínum. Reyndi að kaupa sér helling af nammi og kom upp um sig „Þeir bara þrömmuðu þarna inn í banka og náðu sér í 25 þúsund krónur. virði. Sem er alveg slatti fyrir 10-13 ára stráka,“ segir Ellý en nánar tiltekið nemur það 295.919 krónum í dag. „Þeir fóru með peningana og krumpuðu þá og gerðu þá skítuga. Svo notuðu þeir þá. Svo gáfu þeir vinum sínum og þá var einhver sem hafði þá bara slétta. Hann fór í sjoppuna og keypti sér fullt af nammi í bensínstöðinni. Hann fór þangað og ætlaði að kaupa sér fullt af nammi en þá kveikti afgreiðslumaðurinn á því hvað var í gangi,“ segir hún. Þar með var úti um ævintýri þessa ungu drengja en afleiðingarnar urðu ekki alvarlegri en þær en að fá strangt tiltal frá húsverði Sparisjóðs Mýrasýslu, að því er Ellý man. Enn í dag geymir hún seðlana sem hún fann í snjónum þennan sögulega dag. Hún hefur raðað þeim í númeraröð í frímerkjabók. Hún segist vona að Sparisjóður Mýrasýslu fari ekki að gera tilkall til þeirra og því hefur það líklega verið léttir þegar félagið var afskráð árið 2011. Ert þú, kæri lesandi, einn þeirra sem stóð að eða naut góðs af þessu fyrsta bankaráni Íslandssögunnar? Eða ertu jafnvel sá sem rændi Útvegsbankann þremur árum seinna og sá að sér? Langar þig að segja þína hlið sögunnar? Hafðu samband við okkur á ritstjorn@visir.is.
Ert þú, kæri lesandi, einn þeirra sem stóð að eða naut góðs af þessu fyrsta bankaráni Íslandssögunnar? Eða ertu jafnvel sá sem rændi Útvegsbankann þremur árum seinna og sá að sér? Langar þig að segja þína hlið sögunnar? Hafðu samband við okkur á ritstjorn@visir.is.
Lögreglumál Borgarbyggð Einu sinni var... Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira