„Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. ágúst 2025 15:31 Sverrir Geirdal, varaformaður knattspyrnudeildar Víkings, á ekki von á sömu látum í seinni leiknum. vísir / ívar Bröndby mun væntanlega borga skemmdarverkin sem stuðningsmenn félagsins unnu á heimavelli hamingjunnar í gærkvöldi, segir Sverrir Geirdal varaformaður knattspyrnudeildar Víkings. Nokkur hundruð Víkingar verða viðstaddir seinni leik liðanna en Sverrir er ekki stressaður. „Við höldum það [að Bröndby borgi tjónið]. Við höfum lent í þessu áður, þegar við vorum að spila á Kópavogsvelli við vini okkar frá Svíþjóð, Djurgarden. Þeir brutu nokkra stóla og krössuðu út klósett þar og borgaðu bara þegjandi og hljóðlaust. Þannig að við eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ segir Sverrir en það á eftir að koma endanlega í ljós hvort Bröndby borgi. „Við erum bara að jafna okkur eftir gleði næturinnar, núna er ég að skrifa þeim pósta og fara yfir hvernig þetta nákvæmlega verður. Þannig að það kemur í ljós.“ Liðin eiga eftir að spila seinni leik einvígisins en hann fer fram á heimavelli Bröndby í næstu viku. Nokkur hundruð Víkinga verða á vellinum en Sverrir á ekki von á veseni. „Neinei, við erum í góðu sambandi við Bröndby og þetta var mjög lítill hluti af þeirra stuðningsmönnum sem lét svona. Þeir eru búnir að senda frá sér yfirlýsingu um að það verði vel tekið á því og þessir aðilar verða settir í bann. Þannig að við höfum fullt traust til vina okkar í Danmörku.“ Munuð þið fara fram á aukna öryggisgæslu í þeim leik? „Við munum fara fram á eðlilegar ráðstafanir varðandi liðið sjálft og svo verðum við í betra sambandi þegar nær dregur um aðra öryggisgæslu en ég hef fulla trú á því að þetta verði í góðu lagi.“ Fjölmargir stuðningsmenn Víkings munu fylgja liðinu út til Kaupmannahafnar og þar býr líka fjöldi Íslendinga sem ætlar að mæta á leikinn. „Ég á von á nokkur hundruð, það er mikill áhugi og síminn stoppar ekki. Endalaust verið að senda skilaboð um hvernig miðasölu verður háttað. Það er ekki búið að ákveða endanlega en við erum að vinna í því og setjum á samfélagsmiðla Víkings um leið og það verður ljóst.“ Nánar verður rætt við Sverri um atburði gærkvöldsins í Sportpakka Sýnar að loknum kvöldfréttum. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Fleiri fréttir Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Sjá meira
„Við höldum það [að Bröndby borgi tjónið]. Við höfum lent í þessu áður, þegar við vorum að spila á Kópavogsvelli við vini okkar frá Svíþjóð, Djurgarden. Þeir brutu nokkra stóla og krössuðu út klósett þar og borgaðu bara þegjandi og hljóðlaust. Þannig að við eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ segir Sverrir en það á eftir að koma endanlega í ljós hvort Bröndby borgi. „Við erum bara að jafna okkur eftir gleði næturinnar, núna er ég að skrifa þeim pósta og fara yfir hvernig þetta nákvæmlega verður. Þannig að það kemur í ljós.“ Liðin eiga eftir að spila seinni leik einvígisins en hann fer fram á heimavelli Bröndby í næstu viku. Nokkur hundruð Víkinga verða á vellinum en Sverrir á ekki von á veseni. „Neinei, við erum í góðu sambandi við Bröndby og þetta var mjög lítill hluti af þeirra stuðningsmönnum sem lét svona. Þeir eru búnir að senda frá sér yfirlýsingu um að það verði vel tekið á því og þessir aðilar verða settir í bann. Þannig að við höfum fullt traust til vina okkar í Danmörku.“ Munuð þið fara fram á aukna öryggisgæslu í þeim leik? „Við munum fara fram á eðlilegar ráðstafanir varðandi liðið sjálft og svo verðum við í betra sambandi þegar nær dregur um aðra öryggisgæslu en ég hef fulla trú á því að þetta verði í góðu lagi.“ Fjölmargir stuðningsmenn Víkings munu fylgja liðinu út til Kaupmannahafnar og þar býr líka fjöldi Íslendinga sem ætlar að mæta á leikinn. „Ég á von á nokkur hundruð, það er mikill áhugi og síminn stoppar ekki. Endalaust verið að senda skilaboð um hvernig miðasölu verður háttað. Það er ekki búið að ákveða endanlega en við erum að vinna í því og setjum á samfélagsmiðla Víkings um leið og það verður ljóst.“ Nánar verður rætt við Sverri um atburði gærkvöldsins í Sportpakka Sýnar að loknum kvöldfréttum.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Fleiri fréttir Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Sjá meira