Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Sindri Sverrisson skrifar 14. ágúst 2025 13:01 Gulklæddir stuðningsmenn Bröndby fóru fýluferð til Íslands í síðustu viku. vísir/Diego Eftir skammarlega framkomu á Íslandi í síðustu viku og þögul mótmæli í deildarleik við Vejle á sunnudag virðast stuðningsmenn Bröndby ætla að leggja allt í sölurnar á leiknum mikilvæga við Víkinga í dag. Víkingur er með 3-0 forskot eftir sigur á heimavelli í síðustu umferð og Bröndby þarf því að vinna upp þann mun í dag til að komast áfram, í umspil Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Tapið í Víkinni olli stuðningsmönnum Bröndby miklum vonbrigðum og ollu þeir tjóni á vellinum auk þess að standa í slagsmálum eftir leikinn. Þeir sýndu svo vonbrigði sín í verki á leiknum við Velje á sunnudag, með því að vera ekki með neinn skipulagðan stuðning í fyrri hálfleik. Í tilkynningu frá stuðningsmannafélagi Bröndby sagði að þannig vildu menn gefa leikmönnum og þjálfurum tækifæri til að sýna að þeir vildu berjast fyrir gulu treyjuna. Leiknum lauk með 2-1 sigri Bröndby, þar sem öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik, og kveðst fyrirliðinn Daniel Wass vonast eftir alvöru stuðningi á leiknum við Víkinga í dag. „Það hefði mikið að segja fyrir okkur en það er í þeirra höndum að ákveða hvað þeir gera. Við stýrum því ekki en við einbeitum okkur bara að okkur sjálfum, mætum sem eitt lið og ætlum að sýna úr hverju við erum gerðir,“ sagði Wass. „Það er ljóst að þetta gildir ekki bara í eina átt. Það fer líka í hina áttina, það er ljóst. Auðvitað þurfum við á þeim að halda, en ég get ekki stjórnað því hvað þeir gera og hvað þeir hugsa,“ sagði Wass. Miðað við færslur á Instagram-síðu stuðningsmannafélags Bröndby þá verður enginn skortur á stuðningi í kvöld, og er ætlast til þess að allir leggi sig 100 prósent fram, bæði stuðningsmenn og leikmenn. Þannig sé hægt að vinna einvígið líkt og Bröndby hafi áður gert eftir erfiða stöðu í Evrópukeppni. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Sjá meira
Víkingur er með 3-0 forskot eftir sigur á heimavelli í síðustu umferð og Bröndby þarf því að vinna upp þann mun í dag til að komast áfram, í umspil Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Tapið í Víkinni olli stuðningsmönnum Bröndby miklum vonbrigðum og ollu þeir tjóni á vellinum auk þess að standa í slagsmálum eftir leikinn. Þeir sýndu svo vonbrigði sín í verki á leiknum við Velje á sunnudag, með því að vera ekki með neinn skipulagðan stuðning í fyrri hálfleik. Í tilkynningu frá stuðningsmannafélagi Bröndby sagði að þannig vildu menn gefa leikmönnum og þjálfurum tækifæri til að sýna að þeir vildu berjast fyrir gulu treyjuna. Leiknum lauk með 2-1 sigri Bröndby, þar sem öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik, og kveðst fyrirliðinn Daniel Wass vonast eftir alvöru stuðningi á leiknum við Víkinga í dag. „Það hefði mikið að segja fyrir okkur en það er í þeirra höndum að ákveða hvað þeir gera. Við stýrum því ekki en við einbeitum okkur bara að okkur sjálfum, mætum sem eitt lið og ætlum að sýna úr hverju við erum gerðir,“ sagði Wass. „Það er ljóst að þetta gildir ekki bara í eina átt. Það fer líka í hina áttina, það er ljóst. Auðvitað þurfum við á þeim að halda, en ég get ekki stjórnað því hvað þeir gera og hvað þeir hugsa,“ sagði Wass. Miðað við færslur á Instagram-síðu stuðningsmannafélags Bröndby þá verður enginn skortur á stuðningi í kvöld, og er ætlast til þess að allir leggi sig 100 prósent fram, bæði stuðningsmenn og leikmenn. Þannig sé hægt að vinna einvígið líkt og Bröndby hafi áður gert eftir erfiða stöðu í Evrópukeppni.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Sjá meira