Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. ágúst 2025 15:12 Þremenningarnir sátu í sólinni með fartölvur og kaffibolla. Ekki fylgir sögunni hvort þau fengu sér fisk. Fyrrverandi samstarfsfélagarnir Þorsteinn Már Baldvinsson, Jón Óttar Ólafsson og Arna McClure funduð saman á Mar Seafood í síðustu viku. Þau voru voru öll viðriðin Namibíumál Samherja en rannsókn héraðssaksóknara á því lauk í síðasta mánuði og er beðið eftir ákvörðun saksóknara um hvort eigi að ákæra í því. Fréttastofu barst ljósmynd af þremenningunum þar sem sátu úti á Mar Seafood á Frakkastíg með fartölvur og ræddu saman yfir kaffibollum síðastliðinn miðvikudag. Öll þrjú tengjast þau í gegnum Samherja en Þorsteinn Már var forstjóri sjávarútvegsfyrirtækisins í rúm fjörutíu ár, Arna Bryndís Baldvinsdóttir McClure var yfirlögfræðingur þess frá 2013 til 2022 og Jón Óttar Ólafsson, sem er fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, var ráðgjafi Samherja í Namibíu. Þar að auki eru þau öll þrjú, auk sex annarra, með réttarstöðu sakbornings í rannsókn Héraðssaksóknara á ætluðum mútum, peningaþvætti og fleiri brotum félagsins sem tengjast Namibíustarfsemi þess. Héraðssaksóknari lauk rannsókn á málinu í byrjun júlí og á saksóknari eftir að taka ákvörðun um hvort ákært verði í því. Öll þrjú neita sök. Sjá einnig: Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Bæði Arna og Jón Óttar voru hluti af svokallaðri skæruliðadeild Samherja ásamt Þorbirni Þórðarsyni, almannatengslaráðgjafa og fyrrverandi fréttamanni, og Páli Steingrímssyni, fyrrverandi skipstjóra hjá Samherja, sem skipulögðu greinaskrif í kringum Samherja og komu sjónarmiðum fyrirtækisins á framfæri. Í Namibíu hafa réttarhöld í málinu tafist töluvert en þau áttu að hefjast 1. ágúst síðastliðinn en töfðust enn frekar. Fréttastofa náði tali af Jóni Óttari sem vildi ekki tjá sig um fundinn á Mar Seafood eða efni hans en hvorki náðist í Þorstein né Örnu. Fyrst þremenningarnir voru með fartölvur má ætla að þetta hafi verið meira en bara hefðbundinn hádegisverður. Það er spurning hvort Namibíumálið hafi verið tilefni hittingsins eða hvort eitthvað annað sé í kortunum hjá þremenningunum. Samherjaskjölin Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir „Óásættanlegt að fyrrverandi starfsfólki sé haldið í spennitreyju“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir nýja umfjöllun Heimildarinnar um Namibíumálið svokallaða engu nýju ljósi varpa á málsatvik. „Mér þykir mjög miður og algjörlega óásættanlegt að fyrrverandi starfsfólki fyrirtækisins sé haldið í spennitreyju með réttarstöðu sakbornings í fimm ár án tilefnis.“ 18. október 2024 14:21 „Þetta má aldrei gerast aftur“ Fyrrverandi ritstjóri Kjarnans og sakborningur í byrlunar- og símastuldsmáli Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja segir einstökum aðförum í sögu Íslands loks lokið eftir 961 dags rannsókn. Hann er hugsi yfir réttlætingu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á rannsókninni. 26. september 2024 16:36 Mest lesið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta virkar ekki alveg saman“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Sjá meira
Fréttastofu barst ljósmynd af þremenningunum þar sem sátu úti á Mar Seafood á Frakkastíg með fartölvur og ræddu saman yfir kaffibollum síðastliðinn miðvikudag. Öll þrjú tengjast þau í gegnum Samherja en Þorsteinn Már var forstjóri sjávarútvegsfyrirtækisins í rúm fjörutíu ár, Arna Bryndís Baldvinsdóttir McClure var yfirlögfræðingur þess frá 2013 til 2022 og Jón Óttar Ólafsson, sem er fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, var ráðgjafi Samherja í Namibíu. Þar að auki eru þau öll þrjú, auk sex annarra, með réttarstöðu sakbornings í rannsókn Héraðssaksóknara á ætluðum mútum, peningaþvætti og fleiri brotum félagsins sem tengjast Namibíustarfsemi þess. Héraðssaksóknari lauk rannsókn á málinu í byrjun júlí og á saksóknari eftir að taka ákvörðun um hvort ákært verði í því. Öll þrjú neita sök. Sjá einnig: Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Bæði Arna og Jón Óttar voru hluti af svokallaðri skæruliðadeild Samherja ásamt Þorbirni Þórðarsyni, almannatengslaráðgjafa og fyrrverandi fréttamanni, og Páli Steingrímssyni, fyrrverandi skipstjóra hjá Samherja, sem skipulögðu greinaskrif í kringum Samherja og komu sjónarmiðum fyrirtækisins á framfæri. Í Namibíu hafa réttarhöld í málinu tafist töluvert en þau áttu að hefjast 1. ágúst síðastliðinn en töfðust enn frekar. Fréttastofa náði tali af Jóni Óttari sem vildi ekki tjá sig um fundinn á Mar Seafood eða efni hans en hvorki náðist í Þorstein né Örnu. Fyrst þremenningarnir voru með fartölvur má ætla að þetta hafi verið meira en bara hefðbundinn hádegisverður. Það er spurning hvort Namibíumálið hafi verið tilefni hittingsins eða hvort eitthvað annað sé í kortunum hjá þremenningunum.
Samherjaskjölin Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir „Óásættanlegt að fyrrverandi starfsfólki sé haldið í spennitreyju“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir nýja umfjöllun Heimildarinnar um Namibíumálið svokallaða engu nýju ljósi varpa á málsatvik. „Mér þykir mjög miður og algjörlega óásættanlegt að fyrrverandi starfsfólki fyrirtækisins sé haldið í spennitreyju með réttarstöðu sakbornings í fimm ár án tilefnis.“ 18. október 2024 14:21 „Þetta má aldrei gerast aftur“ Fyrrverandi ritstjóri Kjarnans og sakborningur í byrlunar- og símastuldsmáli Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja segir einstökum aðförum í sögu Íslands loks lokið eftir 961 dags rannsókn. Hann er hugsi yfir réttlætingu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á rannsókninni. 26. september 2024 16:36 Mest lesið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta virkar ekki alveg saman“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Sjá meira
„Óásættanlegt að fyrrverandi starfsfólki sé haldið í spennitreyju“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir nýja umfjöllun Heimildarinnar um Namibíumálið svokallaða engu nýju ljósi varpa á málsatvik. „Mér þykir mjög miður og algjörlega óásættanlegt að fyrrverandi starfsfólki fyrirtækisins sé haldið í spennitreyju með réttarstöðu sakbornings í fimm ár án tilefnis.“ 18. október 2024 14:21
„Þetta má aldrei gerast aftur“ Fyrrverandi ritstjóri Kjarnans og sakborningur í byrlunar- og símastuldsmáli Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja segir einstökum aðförum í sögu Íslands loks lokið eftir 961 dags rannsókn. Hann er hugsi yfir réttlætingu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á rannsókninni. 26. september 2024 16:36