Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Sindri Sverrisson skrifar 19. ágúst 2025 10:00 Federico Chiesa fagnar sínu fyrsta marki í ensku úrvalsdeildinni, síðasta föstudag. Getty/Robbie Jay Barratt Ítalinn Federico Chiesa og umboðsmaður hans hafa nú tjáð yfirmönnum hjá Liverpool að það sé skýr ósk Chiesa að halda kyrru fyrir hjá félaginu. Það hreinlega sprakk allt á Anfield síðastliðið föstudagskvöld þegar Chiesa kom Liverpool yfir gegn Bournemouth skömmu fyrir lok fyrsta leiks tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni. Hann hafði komið inn á sem varamaður og staðan var 2-2 þegar boltinn hrökk til hans í teignum, var fljótur að átta sig og skoraði markið mikilvæga. Mohamed Salah bætti svo við fjórða markinu í uppbótartíma þegar gestirnir voru farnir að taka áhættu til að jafna metin. Og núna er ljóst að Chiesa ætlar sér að upplifa fleiri svona stundir á Anfield því Fabrizio Romano greinir frá því að Chiesa hafi komið skilaboðum þess efnis til sinna yfirmanna. Chiesa íhugaði að yfirgefa Liverpool í sumar, um mánaðamótin júní-júlí, þegar Liverpool hafði hafnað tilboðum í Luis Diaz, keppinaut hans um stöðu í liðinu, og Chiesa hafði verið skilinn eftir þegar liðið fór í sína Asíureisu. 🚨 Federico Chiesa and his agent have informed Liverpool about clear desire to stay at the club.Chiesa considered to leave in June/July when #LFC rejected bids for Diaz and Federico was left out of Asian tour.Now Diaz left, more space and that goal to open new chapter. pic.twitter.com/4HKp6db1Bf— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 18, 2025 Núna er Diaz hins vegar farinn, til Bayern München, og það breytir stöðunni fyrir Chiesa sem kom til Liverpool frá Juventus fyrir ári síðan, fyrir 12,5 milljónir punda. Hann meiddist hins vegar snemma tímabils og lék aðeins samtals 116 mínútur í sex leikjum í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, án þess að skora mark. Enski boltinn Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
Það hreinlega sprakk allt á Anfield síðastliðið föstudagskvöld þegar Chiesa kom Liverpool yfir gegn Bournemouth skömmu fyrir lok fyrsta leiks tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni. Hann hafði komið inn á sem varamaður og staðan var 2-2 þegar boltinn hrökk til hans í teignum, var fljótur að átta sig og skoraði markið mikilvæga. Mohamed Salah bætti svo við fjórða markinu í uppbótartíma þegar gestirnir voru farnir að taka áhættu til að jafna metin. Og núna er ljóst að Chiesa ætlar sér að upplifa fleiri svona stundir á Anfield því Fabrizio Romano greinir frá því að Chiesa hafi komið skilaboðum þess efnis til sinna yfirmanna. Chiesa íhugaði að yfirgefa Liverpool í sumar, um mánaðamótin júní-júlí, þegar Liverpool hafði hafnað tilboðum í Luis Diaz, keppinaut hans um stöðu í liðinu, og Chiesa hafði verið skilinn eftir þegar liðið fór í sína Asíureisu. 🚨 Federico Chiesa and his agent have informed Liverpool about clear desire to stay at the club.Chiesa considered to leave in June/July when #LFC rejected bids for Diaz and Federico was left out of Asian tour.Now Diaz left, more space and that goal to open new chapter. pic.twitter.com/4HKp6db1Bf— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 18, 2025 Núna er Diaz hins vegar farinn, til Bayern München, og það breytir stöðunni fyrir Chiesa sem kom til Liverpool frá Juventus fyrir ári síðan, fyrir 12,5 milljónir punda. Hann meiddist hins vegar snemma tímabils og lék aðeins samtals 116 mínútur í sex leikjum í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, án þess að skora mark.
Enski boltinn Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira