„Pylsa“ sækir í sig veðrið Árni Sæberg skrifar 20. ágúst 2025 14:54 Flestir þessara viðskiptavina hafa líklega pantað sér pylsu eða tvær. Að því gefnu að þeir séu Íslendingar. Vísir/Vilhelm Tæplega sextíu prósent þjóðarinnar segjast segja „pylsa“ frekar en „pulsa“ þegar talað er um þjóðarrétt okkar Íslendinga. Það er talsverð aukning síðan málið var kannað fyrir sjö árum. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun um þetta mál, sem hefur lengi klofið þjóðina í tvennt, segjast 59 prósent segja „pylsa“ en 41 prósent „pulsa“. Síðast þegar hugur þjóðarinnar var kannaður árið 2018 sögðust 56 prósent segja „pylsa“ en 44 prósent „pulsa“. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Könnunin fór fram frá 18. til 23. júlí 2025 og svarendur voru 1.004 talsins. Hinir tekjulægstu segja „pylsa“ Ýmislegt athyglisvert má lesa út úr sundurliðun Maskínu á svörum fólks. Þar kemur meðal annars fram að karlar eru mun líklegri til að segja „pylsa“ en konur. Það gera 68 prósent þeirra en aðeins 49 prósent kvenna. Þá segir, eins og flesta hefði líklega grunað, að 90 prósent íbúa Norðurlands segi „pylsa“. Íbúar Suðurland og Reykjaness eru líklegastir til að segja „pulsa“, eða 55 prósent þeirra. Hvað tekjuskiptingu varðar eru þeir sem eru með lægstu heimilistekjurnar, lægri en 550 þúsund krónur á mánuði, líklegastir til að segja „pylsa“. Þeir sem eru með næstlægstu tekjurnar, 550 til 799 þúsund, eru aftur á móti ólíklegastir til að segja „pylsa“, eða rétt tæplega 50 prósent. Framsóknarmenn vilja ekki heyra minnst á pulsur Loks eru niðurstöðurnar sundurliðaðar eftir því hvaða stjórnmálaflokka svarendur myndu kjósa ef kosið yrði í dag. Kjósendur Framsóknar eru langlíklegastir til að segja „pylsa“, 79 prósent, og Sósíalistar næstlíklegastir, 74 prósent. Aftur á móti eru Píratar harðir „pulsu“-menn en 65 prósent þeirra segjast segja „pulsa“. Það segja einnig 45 prósent Sjálfstæðismanna. Íslensk tunga Matur Skoðanakannanir Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Samkvæmt nýrri skoðanakönnun um þetta mál, sem hefur lengi klofið þjóðina í tvennt, segjast 59 prósent segja „pylsa“ en 41 prósent „pulsa“. Síðast þegar hugur þjóðarinnar var kannaður árið 2018 sögðust 56 prósent segja „pylsa“ en 44 prósent „pulsa“. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Könnunin fór fram frá 18. til 23. júlí 2025 og svarendur voru 1.004 talsins. Hinir tekjulægstu segja „pylsa“ Ýmislegt athyglisvert má lesa út úr sundurliðun Maskínu á svörum fólks. Þar kemur meðal annars fram að karlar eru mun líklegri til að segja „pylsa“ en konur. Það gera 68 prósent þeirra en aðeins 49 prósent kvenna. Þá segir, eins og flesta hefði líklega grunað, að 90 prósent íbúa Norðurlands segi „pylsa“. Íbúar Suðurland og Reykjaness eru líklegastir til að segja „pulsa“, eða 55 prósent þeirra. Hvað tekjuskiptingu varðar eru þeir sem eru með lægstu heimilistekjurnar, lægri en 550 þúsund krónur á mánuði, líklegastir til að segja „pylsa“. Þeir sem eru með næstlægstu tekjurnar, 550 til 799 þúsund, eru aftur á móti ólíklegastir til að segja „pylsa“, eða rétt tæplega 50 prósent. Framsóknarmenn vilja ekki heyra minnst á pulsur Loks eru niðurstöðurnar sundurliðaðar eftir því hvaða stjórnmálaflokka svarendur myndu kjósa ef kosið yrði í dag. Kjósendur Framsóknar eru langlíklegastir til að segja „pylsa“, 79 prósent, og Sósíalistar næstlíklegastir, 74 prósent. Aftur á móti eru Píratar harðir „pulsu“-menn en 65 prósent þeirra segjast segja „pulsa“. Það segja einnig 45 prósent Sjálfstæðismanna.
Íslensk tunga Matur Skoðanakannanir Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira