„Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. ágúst 2025 10:31 Frændurnir Geir Guðmundsson og Guðmundur Hólmar Helgason spiluðu lengi saman en eru hættir í handbolta og keppa nú á móti hvorum öðrum í golfi og padel. Frændurnir Geir Guðmundsson og Guðmundur Hólmar Helgason hafa fylgst að nánast allan handboltaferilinn og eru nú báðir búnir að leggja skóna á hilluna. Þeir hafa ekki enn fengið nóg af hvorum öðrum og eru jafnvel meira saman eftir að hafa hætt í handbolta, en hvorugur er góður í golfi. Þeir spiluðu hjá Haukum síðustu tvö tímabil en hafa báðir glímt við mikil meiðsli undanfarið og fannst tími til kominn að hætta í handbolta. Báðir eiga langan, tæplega tveggja áratuga, feril að baki og hafa fylgst að nánast alla tíð. „Það er ekkert sjálfgefið að frændur, þó við séum systkinabörn, séu svona mikið saman. Við erum búnir að vera saman öll þessi ár, utan við fimm, í sama liði. Það er eiginlega magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ segir Guðmundur og báðir glotta við, greinilega ekki komnir með nóg af hvorum öðrum. Þeir ólust upp saman á Akureyri, fóru þaðan í Val og síðan saman í atvinnumennsku til Frakklands. Leiðir þeirra skildust svo í fimm ár, sem Geir segir hafa verið erfitt. „Hræðileg, óhugsandi að vera ekki með honum í liði. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, að hafa frænda með sér í liði. Ég fagnaði manna mest þegar hann kom í Hauka“ segir Geir léttur í lund. Leiðir frændanna skildust í fimm ár. Guðmundur fór til Austurríkis og síðan í Selfoss þegar hann sneri heim en hitti Geir aftur í Haukum. Vísir/Hulda Margrét Fjölskyldan fylgdi Frændurnir spiluðu hjá Haukum síðustu tvö tímabil og enduðu ferilinn í sameiningu. En þeir tveir hafa ekki bara fylgst að heldur dregið alla fjölskylduna með í handboltann. „Þau mættu á alla leiki, bæði í yngri flokkum og meistaraflokki. Voru dugleg að koma út og komu suður þegar það voru stórir leikir hér. Alltaf þegar við fórum norður þá buðu þau alltaf í mat. Þau eru búin að vera mjög góð og við höfum fengið mikinn stuðning frá þeim“ segir Geir. Geir kastar sér á eftir bolta í leik með Haukum. Vísir/Hulda Margrét „Finnum okkur alltaf eitthvað að gera“ Nú þegar skórnir eru komnir upp á hillu og harpixið hefur verið hreinsað af puttunum eru frændurnir samt ekki komnir með nóg af hvorum öðrum. „Við erum jafn mikið saman, ef ekki meira, eftir að við hættum í handbolta. Finnum okkur alltaf eitthvað að gera, förum í padel og erum miklir golfarar, þó við séum ekkert sérstaklega góðir golfarar“ segir Geir og Guðmundur tekur undir að skortur sé á golfkunnáttu. Handbolti Haukar Olís-deild karla Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Fleiri fréttir Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Sjá meira
Þeir spiluðu hjá Haukum síðustu tvö tímabil en hafa báðir glímt við mikil meiðsli undanfarið og fannst tími til kominn að hætta í handbolta. Báðir eiga langan, tæplega tveggja áratuga, feril að baki og hafa fylgst að nánast alla tíð. „Það er ekkert sjálfgefið að frændur, þó við séum systkinabörn, séu svona mikið saman. Við erum búnir að vera saman öll þessi ár, utan við fimm, í sama liði. Það er eiginlega magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ segir Guðmundur og báðir glotta við, greinilega ekki komnir með nóg af hvorum öðrum. Þeir ólust upp saman á Akureyri, fóru þaðan í Val og síðan saman í atvinnumennsku til Frakklands. Leiðir þeirra skildust svo í fimm ár, sem Geir segir hafa verið erfitt. „Hræðileg, óhugsandi að vera ekki með honum í liði. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, að hafa frænda með sér í liði. Ég fagnaði manna mest þegar hann kom í Hauka“ segir Geir léttur í lund. Leiðir frændanna skildust í fimm ár. Guðmundur fór til Austurríkis og síðan í Selfoss þegar hann sneri heim en hitti Geir aftur í Haukum. Vísir/Hulda Margrét Fjölskyldan fylgdi Frændurnir spiluðu hjá Haukum síðustu tvö tímabil og enduðu ferilinn í sameiningu. En þeir tveir hafa ekki bara fylgst að heldur dregið alla fjölskylduna með í handboltann. „Þau mættu á alla leiki, bæði í yngri flokkum og meistaraflokki. Voru dugleg að koma út og komu suður þegar það voru stórir leikir hér. Alltaf þegar við fórum norður þá buðu þau alltaf í mat. Þau eru búin að vera mjög góð og við höfum fengið mikinn stuðning frá þeim“ segir Geir. Geir kastar sér á eftir bolta í leik með Haukum. Vísir/Hulda Margrét „Finnum okkur alltaf eitthvað að gera“ Nú þegar skórnir eru komnir upp á hillu og harpixið hefur verið hreinsað af puttunum eru frændurnir samt ekki komnir með nóg af hvorum öðrum. „Við erum jafn mikið saman, ef ekki meira, eftir að við hættum í handbolta. Finnum okkur alltaf eitthvað að gera, förum í padel og erum miklir golfarar, þó við séum ekkert sérstaklega góðir golfarar“ segir Geir og Guðmundur tekur undir að skortur sé á golfkunnáttu.
Handbolti Haukar Olís-deild karla Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Fleiri fréttir Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Sjá meira