Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2025 06:31 Tommy Fleetwood gat ekki annað en brosað eftir aðstoðina frá flugunni. Getty/Kevin C. Cox/NurPhoto Enski kylfingurinn Tommy Fleetwood fékk óvenjulega aðstoð á BMW Championship golfmótinu um helgina. Heppnin hefur ekki verið með Fleetwood á þessu ári. Hann hefur oft verið við toppinn á mótum og spilað mjög vel en náði ekki að vinna eitt einasta mót á mótaröðinni. Síðasti sigur hans á móti kom í janúar 2024 en síðan hefur vantað herslumuninn á svo mörgum mótum. Kannski fer lukkan nú að snúast með honum og fugl um helgina gefur kannski fyrirheit um það að heppnin sé aftur með honum í liði. Fleetwood átti þá gott pútt en kúlan stöðvaðist engu að síður við holubrúnina. Var óheppnin enn að elta hann. Nei ekki alveg. Fleetwood byrjaði að ganga í átt að holunni þegar skordýr, einhverskonar fluga, settist á kúluna. Þetta var nóg til að kúlan snerist aðeins, fór af stað og datt ofan í holu. Fleetwood gat skiljanlega ekki annað en brosað og púttið var það langt frá að hann var enn innan tímamarka til að komast að kúlunni til að ýta henni sjálfur ofan í holuna. Hann sparaði sér dýrmætt högg. Þetta högg hjálpaði honum að ná fimmta sætinu sem þýddi verðlaunafé upp á 730 þúsund Bandaríkjadali eða níutíu milljónir. Fimmta sætið á þessu móti hjálpaði honum einnig að tryggja sér 1,45 milljón dollara bónus með því að ná fimmta sæti á FedEx listanum. Sá bónus er upp á 180 milljónir í íslenskum krónum. Það má sjá þessa hjálp frá flugunni hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports (@cbssports) Golf Mest lesið Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Heppnin hefur ekki verið með Fleetwood á þessu ári. Hann hefur oft verið við toppinn á mótum og spilað mjög vel en náði ekki að vinna eitt einasta mót á mótaröðinni. Síðasti sigur hans á móti kom í janúar 2024 en síðan hefur vantað herslumuninn á svo mörgum mótum. Kannski fer lukkan nú að snúast með honum og fugl um helgina gefur kannski fyrirheit um það að heppnin sé aftur með honum í liði. Fleetwood átti þá gott pútt en kúlan stöðvaðist engu að síður við holubrúnina. Var óheppnin enn að elta hann. Nei ekki alveg. Fleetwood byrjaði að ganga í átt að holunni þegar skordýr, einhverskonar fluga, settist á kúluna. Þetta var nóg til að kúlan snerist aðeins, fór af stað og datt ofan í holu. Fleetwood gat skiljanlega ekki annað en brosað og púttið var það langt frá að hann var enn innan tímamarka til að komast að kúlunni til að ýta henni sjálfur ofan í holuna. Hann sparaði sér dýrmætt högg. Þetta högg hjálpaði honum að ná fimmta sætinu sem þýddi verðlaunafé upp á 730 þúsund Bandaríkjadali eða níutíu milljónir. Fimmta sætið á þessu móti hjálpaði honum einnig að tryggja sér 1,45 milljón dollara bónus með því að ná fimmta sæti á FedEx listanum. Sá bónus er upp á 180 milljónir í íslenskum krónum. Það má sjá þessa hjálp frá flugunni hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports (@cbssports)
Golf Mest lesið Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira