„Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2025 10:02 Alexander Isak fagnaði sigri í deildabikarnum með Newcastle á síðustu leiktíð. EPA/ADAM VAUGHAN Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle, harmar þann farveg sem mál Alexanders Isak er komið í en segir að allir í liðinu myndu fagna því ef hann kæmi inn að nýju. Hann verður hins vegar ekki í hópnum gegn Liverpool á mánudagskvöld enda talið líklegast að hann endi hjá Liverpool fyrir lok félagaskiptagluggans 1. september. Howe sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag og að sjálfsögðu snerust langflestar spurningarnar um markahrókinn Isak sem Howe kvaðst þó ekki hafa séð alla vikuna. Mál hans er orðið nokkuð ljótt en Isak sendi frá sér yfirlýsingu í vikunni þar sem hann sagði Newcastle hafa svikið loforð en félagið hafnaði því og sagði forsendur fyrir sölu ekki fyrir hendi. Á meðan að ekkert virðist þokast, hvorki í viðræðum um kaupverð né í leit Newcastle að framherjum í stað Isaks, hefur Svíinn æft einn síns liðs. „Auðvitað vil ég hafa hann. Hann er samningsbundinn okkur og er okkar leikmaður. Ég vildi óska þess að hann yrði með okkur á mánudagskvöld en það verður hann ekki og það er svekkjandi. En ég vil 100% sjá hann aftur í Newcastle-treyjunni,“ sagði Howe á blaðamannafundi í dag. Aðspurður hvernig öðrum leikmönnum liði með þetta svaraði hann: „Ég hef engar efasemdir um það hvernig leikmönnum líður með þetta. Þeim líður eins og mér. Alex er stórkostlegur leikmaður, hann er góð manneskja, góður karakter og góður strákur. Ef Alex myndi vilja koma aftur og spila með okkur þá myndu leikmennirnir taka honum fagnandi.“ "My wish is that he’d be playing with us on Monday night, but he won’t be and that’s regrettable right now."Eddie Howe says he wants to see Alexander Isak back in a Newcastle shirt. pic.twitter.com/nlDBG0Jozy— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 22, 2025 Stjórinn fullyrti að hann hefði ekki hugmynd um hvað myndi gerast en sagði um algjöra tapstöðu að ræða, eftir yfirlýsingar Isaks og Newcastle í vikunni. „Þetta er algjör tapstaða [e. lose-lose situation]. Ég sé ekki hvernig við getum komið út úr þessu sem sigurvegarar.“ Howe virtist hins vegar enn vilja halda dyrunum opnum fyrir þeim möguleika að Isak spili með Newcastle í vetur: „Auðvitað eru þetta ekki kjöraðstæður þegar maður er að tala við fjölmiðla. En um leið og ég fer héðan er ég byrjaður að vinna með liðinu aftur og starfið breytist ekkert. Þetta lítur bara allt öðruvísi út, út á við. Ég hef ekkert séð hann í þessari viku en þegar við hittumst þá tala ég bara venjulega við hann. Það eru engin vandamál þar. Auðvitað er þetta erfitt mál fyrir báða aðila og engar kjöraðstæður,“ sagði Howe og sagði stuðningsmenn einnig geta fyrirgefið Isak: „Já, ég trúi því. Stuðningsmenn munu alltaf bregðast við út frá því hvernig leikmenn spila og hvað þeir færa liðinu. Það eru alltaf tvær hliðar á öllum málum.“ Enski boltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Sjá meira
Howe sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag og að sjálfsögðu snerust langflestar spurningarnar um markahrókinn Isak sem Howe kvaðst þó ekki hafa séð alla vikuna. Mál hans er orðið nokkuð ljótt en Isak sendi frá sér yfirlýsingu í vikunni þar sem hann sagði Newcastle hafa svikið loforð en félagið hafnaði því og sagði forsendur fyrir sölu ekki fyrir hendi. Á meðan að ekkert virðist þokast, hvorki í viðræðum um kaupverð né í leit Newcastle að framherjum í stað Isaks, hefur Svíinn æft einn síns liðs. „Auðvitað vil ég hafa hann. Hann er samningsbundinn okkur og er okkar leikmaður. Ég vildi óska þess að hann yrði með okkur á mánudagskvöld en það verður hann ekki og það er svekkjandi. En ég vil 100% sjá hann aftur í Newcastle-treyjunni,“ sagði Howe á blaðamannafundi í dag. Aðspurður hvernig öðrum leikmönnum liði með þetta svaraði hann: „Ég hef engar efasemdir um það hvernig leikmönnum líður með þetta. Þeim líður eins og mér. Alex er stórkostlegur leikmaður, hann er góð manneskja, góður karakter og góður strákur. Ef Alex myndi vilja koma aftur og spila með okkur þá myndu leikmennirnir taka honum fagnandi.“ "My wish is that he’d be playing with us on Monday night, but he won’t be and that’s regrettable right now."Eddie Howe says he wants to see Alexander Isak back in a Newcastle shirt. pic.twitter.com/nlDBG0Jozy— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 22, 2025 Stjórinn fullyrti að hann hefði ekki hugmynd um hvað myndi gerast en sagði um algjöra tapstöðu að ræða, eftir yfirlýsingar Isaks og Newcastle í vikunni. „Þetta er algjör tapstaða [e. lose-lose situation]. Ég sé ekki hvernig við getum komið út úr þessu sem sigurvegarar.“ Howe virtist hins vegar enn vilja halda dyrunum opnum fyrir þeim möguleika að Isak spili með Newcastle í vetur: „Auðvitað eru þetta ekki kjöraðstæður þegar maður er að tala við fjölmiðla. En um leið og ég fer héðan er ég byrjaður að vinna með liðinu aftur og starfið breytist ekkert. Þetta lítur bara allt öðruvísi út, út á við. Ég hef ekkert séð hann í þessari viku en þegar við hittumst þá tala ég bara venjulega við hann. Það eru engin vandamál þar. Auðvitað er þetta erfitt mál fyrir báða aðila og engar kjöraðstæður,“ sagði Howe og sagði stuðningsmenn einnig geta fyrirgefið Isak: „Já, ég trúi því. Stuðningsmenn munu alltaf bregðast við út frá því hvernig leikmenn spila og hvað þeir færa liðinu. Það eru alltaf tvær hliðar á öllum málum.“
Enski boltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Sjá meira