„Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2025 10:02 Alexander Isak fagnaði sigri í deildabikarnum með Newcastle á síðustu leiktíð. EPA/ADAM VAUGHAN Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle, harmar þann farveg sem mál Alexanders Isak er komið í en segir að allir í liðinu myndu fagna því ef hann kæmi inn að nýju. Hann verður hins vegar ekki í hópnum gegn Liverpool á mánudagskvöld enda talið líklegast að hann endi hjá Liverpool fyrir lok félagaskiptagluggans 1. september. Howe sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag og að sjálfsögðu snerust langflestar spurningarnar um markahrókinn Isak sem Howe kvaðst þó ekki hafa séð alla vikuna. Mál hans er orðið nokkuð ljótt en Isak sendi frá sér yfirlýsingu í vikunni þar sem hann sagði Newcastle hafa svikið loforð en félagið hafnaði því og sagði forsendur fyrir sölu ekki fyrir hendi. Á meðan að ekkert virðist þokast, hvorki í viðræðum um kaupverð né í leit Newcastle að framherjum í stað Isaks, hefur Svíinn æft einn síns liðs. „Auðvitað vil ég hafa hann. Hann er samningsbundinn okkur og er okkar leikmaður. Ég vildi óska þess að hann yrði með okkur á mánudagskvöld en það verður hann ekki og það er svekkjandi. En ég vil 100% sjá hann aftur í Newcastle-treyjunni,“ sagði Howe á blaðamannafundi í dag. Aðspurður hvernig öðrum leikmönnum liði með þetta svaraði hann: „Ég hef engar efasemdir um það hvernig leikmönnum líður með þetta. Þeim líður eins og mér. Alex er stórkostlegur leikmaður, hann er góð manneskja, góður karakter og góður strákur. Ef Alex myndi vilja koma aftur og spila með okkur þá myndu leikmennirnir taka honum fagnandi.“ "My wish is that he’d be playing with us on Monday night, but he won’t be and that’s regrettable right now."Eddie Howe says he wants to see Alexander Isak back in a Newcastle shirt. pic.twitter.com/nlDBG0Jozy— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 22, 2025 Stjórinn fullyrti að hann hefði ekki hugmynd um hvað myndi gerast en sagði um algjöra tapstöðu að ræða, eftir yfirlýsingar Isaks og Newcastle í vikunni. „Þetta er algjör tapstaða [e. lose-lose situation]. Ég sé ekki hvernig við getum komið út úr þessu sem sigurvegarar.“ Howe virtist hins vegar enn vilja halda dyrunum opnum fyrir þeim möguleika að Isak spili með Newcastle í vetur: „Auðvitað eru þetta ekki kjöraðstæður þegar maður er að tala við fjölmiðla. En um leið og ég fer héðan er ég byrjaður að vinna með liðinu aftur og starfið breytist ekkert. Þetta lítur bara allt öðruvísi út, út á við. Ég hef ekkert séð hann í þessari viku en þegar við hittumst þá tala ég bara venjulega við hann. Það eru engin vandamál þar. Auðvitað er þetta erfitt mál fyrir báða aðila og engar kjöraðstæður,“ sagði Howe og sagði stuðningsmenn einnig geta fyrirgefið Isak: „Já, ég trúi því. Stuðningsmenn munu alltaf bregðast við út frá því hvernig leikmenn spila og hvað þeir færa liðinu. Það eru alltaf tvær hliðar á öllum málum.“ Enski boltinn Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sjá meira
Howe sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag og að sjálfsögðu snerust langflestar spurningarnar um markahrókinn Isak sem Howe kvaðst þó ekki hafa séð alla vikuna. Mál hans er orðið nokkuð ljótt en Isak sendi frá sér yfirlýsingu í vikunni þar sem hann sagði Newcastle hafa svikið loforð en félagið hafnaði því og sagði forsendur fyrir sölu ekki fyrir hendi. Á meðan að ekkert virðist þokast, hvorki í viðræðum um kaupverð né í leit Newcastle að framherjum í stað Isaks, hefur Svíinn æft einn síns liðs. „Auðvitað vil ég hafa hann. Hann er samningsbundinn okkur og er okkar leikmaður. Ég vildi óska þess að hann yrði með okkur á mánudagskvöld en það verður hann ekki og það er svekkjandi. En ég vil 100% sjá hann aftur í Newcastle-treyjunni,“ sagði Howe á blaðamannafundi í dag. Aðspurður hvernig öðrum leikmönnum liði með þetta svaraði hann: „Ég hef engar efasemdir um það hvernig leikmönnum líður með þetta. Þeim líður eins og mér. Alex er stórkostlegur leikmaður, hann er góð manneskja, góður karakter og góður strákur. Ef Alex myndi vilja koma aftur og spila með okkur þá myndu leikmennirnir taka honum fagnandi.“ "My wish is that he’d be playing with us on Monday night, but he won’t be and that’s regrettable right now."Eddie Howe says he wants to see Alexander Isak back in a Newcastle shirt. pic.twitter.com/nlDBG0Jozy— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 22, 2025 Stjórinn fullyrti að hann hefði ekki hugmynd um hvað myndi gerast en sagði um algjöra tapstöðu að ræða, eftir yfirlýsingar Isaks og Newcastle í vikunni. „Þetta er algjör tapstaða [e. lose-lose situation]. Ég sé ekki hvernig við getum komið út úr þessu sem sigurvegarar.“ Howe virtist hins vegar enn vilja halda dyrunum opnum fyrir þeim möguleika að Isak spili með Newcastle í vetur: „Auðvitað eru þetta ekki kjöraðstæður þegar maður er að tala við fjölmiðla. En um leið og ég fer héðan er ég byrjaður að vinna með liðinu aftur og starfið breytist ekkert. Þetta lítur bara allt öðruvísi út, út á við. Ég hef ekkert séð hann í þessari viku en þegar við hittumst þá tala ég bara venjulega við hann. Það eru engin vandamál þar. Auðvitað er þetta erfitt mál fyrir báða aðila og engar kjöraðstæður,“ sagði Howe og sagði stuðningsmenn einnig geta fyrirgefið Isak: „Já, ég trúi því. Stuðningsmenn munu alltaf bregðast við út frá því hvernig leikmenn spila og hvað þeir færa liðinu. Það eru alltaf tvær hliðar á öllum málum.“
Enski boltinn Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sjá meira