Rigning og rok í methlaupi Auðun Georg Ólafsson skrifar 22. ágúst 2025 13:15 Það er alls ekki víst að það verði sama rjómablíðan í Reykjavíkurmaraþoni í ár eins og var þegar þessari mynd var smellt af í hlaupinu árið 2018. Vísir/Vilhelm Veðurspáin fyrir morgundaginn aftrar ekki metþátttöku í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Nú hafa yfir sextán þúsund skráð sig til þátttöku sem slær fyrra met frá árinu 2014 sem stóð í 15.552. Siggi stormur segir að það gæti orðið allhvasst og rigning þegar flugeldasýningin fer fram um kvöldið. Uppselt er í hálfmaraþon og aðeins nokkrir miðar eftir í 10 km hlaupið, að sögn Eddu Hermannsdóttur, markaðs- og samskiptastjóra Íslandsbanka. „Það hefur örugglega smitandi áhrif að taka þátt í þessum degi með einum eða öðrum hætti. Þeir sem hafa áður tekið þátt vita hvað það er einstök og jákvæð upplifun að hlaupa þessa leið og fá aðra með sér. Þetta er líka orðinn stór dagur fyrir góðgerðarfélög en hjá þeim mörgum er þetta-orðin ein af þeirra stærstu fjáröflunarviðburðum.“ Hægt er að skora á hlaupara á síðunni hlaupastyrkur.is en þegar þetta er skrifað hafa safnast yfir 240 milljónir. Spennandi verður að sjá hvort söfnunarmetið frá því í fyrra sem var 255 milljónir verði einnig slegið, að sögn Eddu. „Ég er vonast til að við náum að safna upp í 300 milljónir núna. Ef við náum því þá erum við komin upp í tvo milljarða sem safnast hefur til góðra mála frá upphafi söfnunarinnar.“ La la veðurspá Á morgun verður skýjað og suð-austan átt í kringum 8-13 metrar á sekúndu, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Sigurður Þ. Ragnarsson, Siggi stormur, er ekkert að skafa utan af því og biður fólk um að klæða sig vel. „Það er lægðarsvæði suðvestur af landinu sem hefur verið að ýta burtu hæðinni sem við höfum notið í þessari viku. Það eru tvenn skil sem fylgja því lægðarsvæði sem er að nálgast,“ segir Siggi. „Þegar við vöknum í fyrramálið á höfuðborgarsvæðinu þá verður dáltil rigning fram til hádegis en þá styttir upp. Síðan verður þurrt meginhluta dagsins en þegar kemur fram á annað kvöld þá ganga vatnsmeiri skil yfir landið. Þá má búast við talsverðri rigningu í Reykjavík. Það hvessir svolítið en ég á ekki von á að það verði til trafala yfir daginn. Það verður einhver strekkingur í fyrramálið og fram á daginn en þegar kvöldskilin ganga inn á landið þá bætir í vind og gæti orðið allhvasst og rigning. Þeir sem ætla að vera í bænum annað kvöld þurfa að klæða sig í regnföt. Það verður of hvasst fyrir regnhlífar en góð vatnsheld regnföt ættu að duga.“ Hvernig er þá spáin fyrir flugeldasýninguna? „Þetta er einmitt spáin þegar flugeldarnir eru að fara í loftið. Best væri að flýta sýningunni því þessi skil eiga einmitt að ganga þá yfir. Þau eru svo vatnsmikil að skyggni verður takmarkað. Við höfum alveg séð það betra,“ segir Siggi stormur sem bætir því við að það verði þó milt í veðri, 14-15 stiga hiti. Menningarnótt Reykjavíkurmaraþon Veður Reykjavík Hlaup Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Uppselt er í hálfmaraþon og aðeins nokkrir miðar eftir í 10 km hlaupið, að sögn Eddu Hermannsdóttur, markaðs- og samskiptastjóra Íslandsbanka. „Það hefur örugglega smitandi áhrif að taka þátt í þessum degi með einum eða öðrum hætti. Þeir sem hafa áður tekið þátt vita hvað það er einstök og jákvæð upplifun að hlaupa þessa leið og fá aðra með sér. Þetta er líka orðinn stór dagur fyrir góðgerðarfélög en hjá þeim mörgum er þetta-orðin ein af þeirra stærstu fjáröflunarviðburðum.“ Hægt er að skora á hlaupara á síðunni hlaupastyrkur.is en þegar þetta er skrifað hafa safnast yfir 240 milljónir. Spennandi verður að sjá hvort söfnunarmetið frá því í fyrra sem var 255 milljónir verði einnig slegið, að sögn Eddu. „Ég er vonast til að við náum að safna upp í 300 milljónir núna. Ef við náum því þá erum við komin upp í tvo milljarða sem safnast hefur til góðra mála frá upphafi söfnunarinnar.“ La la veðurspá Á morgun verður skýjað og suð-austan átt í kringum 8-13 metrar á sekúndu, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Sigurður Þ. Ragnarsson, Siggi stormur, er ekkert að skafa utan af því og biður fólk um að klæða sig vel. „Það er lægðarsvæði suðvestur af landinu sem hefur verið að ýta burtu hæðinni sem við höfum notið í þessari viku. Það eru tvenn skil sem fylgja því lægðarsvæði sem er að nálgast,“ segir Siggi. „Þegar við vöknum í fyrramálið á höfuðborgarsvæðinu þá verður dáltil rigning fram til hádegis en þá styttir upp. Síðan verður þurrt meginhluta dagsins en þegar kemur fram á annað kvöld þá ganga vatnsmeiri skil yfir landið. Þá má búast við talsverðri rigningu í Reykjavík. Það hvessir svolítið en ég á ekki von á að það verði til trafala yfir daginn. Það verður einhver strekkingur í fyrramálið og fram á daginn en þegar kvöldskilin ganga inn á landið þá bætir í vind og gæti orðið allhvasst og rigning. Þeir sem ætla að vera í bænum annað kvöld þurfa að klæða sig í regnföt. Það verður of hvasst fyrir regnhlífar en góð vatnsheld regnföt ættu að duga.“ Hvernig er þá spáin fyrir flugeldasýninguna? „Þetta er einmitt spáin þegar flugeldarnir eru að fara í loftið. Best væri að flýta sýningunni því þessi skil eiga einmitt að ganga þá yfir. Þau eru svo vatnsmikil að skyggni verður takmarkað. Við höfum alveg séð það betra,“ segir Siggi stormur sem bætir því við að það verði þó milt í veðri, 14-15 stiga hiti.
Menningarnótt Reykjavíkurmaraþon Veður Reykjavík Hlaup Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent