Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2025 14:01 Nuno Espirito Santo þykir orðinn valtur í sessi en það hefur ekkert að gera með úrslit hjá Nottingham Forest. EPA/VINCE MIGNOTT Þrátt fyrir gott gengi Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta virðist mikið ósætti ríkja á milli eigandans og knattspyrnustjórans Nuno Espirito Santo. Sá síðarnefndi hellti bensíni á bálið á blaðamannafundi í dag og er jafnvel talið að hann verði rekinn. Ítalski blaðamaðurinn Matteo Moretto greindi frá því í morgun að gríski eigandinn Evangelos Marinakis væri að íhuga að reka Nuno. Ástæðan er ekki árangur Forest því liðið leikur í Evrópudeildinni í vetur eftir að hafa náð 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, og hóf svo nýja leiktíð á öruggum 3-1 sigri gegn Brentford. Ósættið stafar af skiptum skoðunum á kaupstefnu sumarsins en Nuno var opinskár í viðtali við Sky Sports í síðustu viku um þessi mál. 🚨 Nottingham Forest are considering 𝗦𝗔𝗖𝗞𝗜𝗡𝗚 Nuno Espirito Santo. There are tensions between the ownership and the manager stemming from the choice of signings during this transfer window.(Source: @MatteMoretto) pic.twitter.com/jcJ24RCHXz— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) August 22, 2025 „Við erum ansi fjarri lagi hvað varðar leikmannahópinn. Áætlanir okkar gengu ekki upp. Undirbúningurinn hvað varðar leikmannahópinn var ekki ákjósanlegur. Við vitum ekki hvernig hópurinn verður. Við erum með menn hérna sem vita að þeir fara að láni. Við glímum við stór vandamál,“ sagði Nuno við Sky. Moretto sagði svo í dag að Forest væri að skoða aðra kosti og hefur Ange Postecoglou, fyrrverandi stjóri Tottenham, þegar verið orðaður við liðið. Á blaðamannafundi í dag var Nuno spurður út í orðróminn um ósættið við Marinakis og sagði: „Þar sem er reykur, þar er eldur.“ 🗣️ "It's not so close"Nuno Espírito Santo says his relationship with Nottingham Forest owner Evangelos Marinakis has changed. pic.twitter.com/CwAxmSfnsh— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 22, 2025 Það virðist því engu máli skipta þó að Portúgalinn hafi komið Forest í Evrópukeppni í fyrsta sinn í þrjátíu ár, og skrifað undir nýjan samning til þriggja ára í júní síðastliðnum. Þeir Marinakis eru hættir að eiga í stöðugum samskiptum eins og áður. „Ég hef alltaf átt í góðu sambandi við eigandann. Á síðustu leiktíð var það mjög náið, nánast á hverjum degi. Á þessu tímabili er það ekki eins gott en ég tel að það sé alltaf best að segja sína skoðun því það sem skiptir mig máli er leikmannahópurinn og tímabilið fram undan, en samband okkar hefur breyst,“ sagði Nuno. Aðspurður hvað hefði breyst svaraði hann: „Ég veit það ekki alveg en ég er hreinskilin með það að sambandið er breytt. Ástæðuna veit ég ekki. Það sem ég sagði í síðustu viku var eitthvað sem ég hef áhyggjur af og ástæður þess. Mitt starf er nefnilega alltaf að reyna að sjá fyrir um hvað bíður okkar, og það er það sem ég sagði og ég sagði það með virðingu,“ sagði Nuno. Enski boltinn Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
Ítalski blaðamaðurinn Matteo Moretto greindi frá því í morgun að gríski eigandinn Evangelos Marinakis væri að íhuga að reka Nuno. Ástæðan er ekki árangur Forest því liðið leikur í Evrópudeildinni í vetur eftir að hafa náð 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, og hóf svo nýja leiktíð á öruggum 3-1 sigri gegn Brentford. Ósættið stafar af skiptum skoðunum á kaupstefnu sumarsins en Nuno var opinskár í viðtali við Sky Sports í síðustu viku um þessi mál. 🚨 Nottingham Forest are considering 𝗦𝗔𝗖𝗞𝗜𝗡𝗚 Nuno Espirito Santo. There are tensions between the ownership and the manager stemming from the choice of signings during this transfer window.(Source: @MatteMoretto) pic.twitter.com/jcJ24RCHXz— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) August 22, 2025 „Við erum ansi fjarri lagi hvað varðar leikmannahópinn. Áætlanir okkar gengu ekki upp. Undirbúningurinn hvað varðar leikmannahópinn var ekki ákjósanlegur. Við vitum ekki hvernig hópurinn verður. Við erum með menn hérna sem vita að þeir fara að láni. Við glímum við stór vandamál,“ sagði Nuno við Sky. Moretto sagði svo í dag að Forest væri að skoða aðra kosti og hefur Ange Postecoglou, fyrrverandi stjóri Tottenham, þegar verið orðaður við liðið. Á blaðamannafundi í dag var Nuno spurður út í orðróminn um ósættið við Marinakis og sagði: „Þar sem er reykur, þar er eldur.“ 🗣️ "It's not so close"Nuno Espírito Santo says his relationship with Nottingham Forest owner Evangelos Marinakis has changed. pic.twitter.com/CwAxmSfnsh— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 22, 2025 Það virðist því engu máli skipta þó að Portúgalinn hafi komið Forest í Evrópukeppni í fyrsta sinn í þrjátíu ár, og skrifað undir nýjan samning til þriggja ára í júní síðastliðnum. Þeir Marinakis eru hættir að eiga í stöðugum samskiptum eins og áður. „Ég hef alltaf átt í góðu sambandi við eigandann. Á síðustu leiktíð var það mjög náið, nánast á hverjum degi. Á þessu tímabili er það ekki eins gott en ég tel að það sé alltaf best að segja sína skoðun því það sem skiptir mig máli er leikmannahópurinn og tímabilið fram undan, en samband okkar hefur breyst,“ sagði Nuno. Aðspurður hvað hefði breyst svaraði hann: „Ég veit það ekki alveg en ég er hreinskilin með það að sambandið er breytt. Ástæðuna veit ég ekki. Það sem ég sagði í síðustu viku var eitthvað sem ég hef áhyggjur af og ástæður þess. Mitt starf er nefnilega alltaf að reyna að sjá fyrir um hvað bíður okkar, og það er það sem ég sagði og ég sagði það með virðingu,“ sagði Nuno.
Enski boltinn Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira