Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Valur Páll Eiríksson skrifar 22. ágúst 2025 15:31 Glasner segist mögulega þurfa að taka skóna fram vegna miðvarðakrísu Palace. Sebastian Frej/Getty Images Oliver Glasner, þjálfari Crystal Palace á Englandi, virðist þreyttur á aðgerðaleysi félagsins á leikmannamarkaðnum í sumar. Útlit er fyrir brotthvarf tveggja lykilmanna á meðan fáir sem engir hafa komið til liðsins, þrátt fyrir sögulega góðan árangur. Crystal Palace hefur alls eytt þremur milljónum punda á leikmannamarkaðnum í sumar. Þær greiddu félagið fyrir vinstri bakvörðinn Borna Sosa frá Ajax og þá kom varamarkvörðurinn Walter Benítez frítt frá PSV Eindhoven. Það þykir heldur klént þar sem útlit er fyrir að Palace muni spila umtalsvert fleiri leiki í ár en á síðustu leiktíð, vegna þátttöku í Evrópukeppni í fyrsta sinn. Oliver Glasner stýrði liðinu til bikarmeistaratitils í sumar og þá vann liðið einnig Samfélagsskjöldinn í byrjun tímabils. Útlit er fyrir að tveir lykilleikmenn séu á förum. Sóknartengiliðurinn Eberechi Eze verði seldur til Arsenal og Liverpool einnig talið líklegt til að kaupa fyrirliðann og miðvörðinn Marc Guéhi. Meiðsli herja á varnarlínu liðsins og það getur ekki bætt leikmönnum við Evrópuhóp sinn fyrir síðari leik þess við norska liðið Fredrikstad í umspili um sæti í Sambandsdeildinni. Palace vann fyrri leik liðanna á Selhurst Park í gærkvöld 1-0. „Ef Marc fer og missir af síðari leiknum við Fredrikstad, erum við í vandræðum, sagði Glasner á blaðamannafundi í dag. Það er ljóst, því við getum ekki bætt öðrum leikmanni í Evrópuhópinn. Fyrir mér þarf hann að vera áfram. Við vorum með Jefferson Lerma í miðverði í gær og hann er miðjumaður. Við eigum enga miðverði sem stendur,“ „Ef Marc fer þá þarf ég líklega að reima aftur á mig skóna. Ég var miðvörður á sínum tíma, það gæti verið eini kosturinn í stöðunni,“ segir Glasner. Glasner hefur áhyggjur af stöðunni sem Palace hefur komið sér í með aðgerðaleysi á markaðnum hingað til í sumar. „Við þurfum að gera eitthvað. Við þurfum á þessu að halda og þetta er framtíð Crystal Palace sem er í húfi. Það kemur ekki sérlega á óvart að Eze sé að fara, en við erum búnir að missa af tækifærinu til að finna mann í hans stað tímanlega. Það er okkur sjálfum að kenna og engum öðrum,“ segir Glasner. Crystal Palace mætir Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni klukkan 13:00 á sunnudag. Sá leikur og allir hinir í enska boltanum verða sýndir beint á Sýn Sport um helgina. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
Crystal Palace hefur alls eytt þremur milljónum punda á leikmannamarkaðnum í sumar. Þær greiddu félagið fyrir vinstri bakvörðinn Borna Sosa frá Ajax og þá kom varamarkvörðurinn Walter Benítez frítt frá PSV Eindhoven. Það þykir heldur klént þar sem útlit er fyrir að Palace muni spila umtalsvert fleiri leiki í ár en á síðustu leiktíð, vegna þátttöku í Evrópukeppni í fyrsta sinn. Oliver Glasner stýrði liðinu til bikarmeistaratitils í sumar og þá vann liðið einnig Samfélagsskjöldinn í byrjun tímabils. Útlit er fyrir að tveir lykilleikmenn séu á förum. Sóknartengiliðurinn Eberechi Eze verði seldur til Arsenal og Liverpool einnig talið líklegt til að kaupa fyrirliðann og miðvörðinn Marc Guéhi. Meiðsli herja á varnarlínu liðsins og það getur ekki bætt leikmönnum við Evrópuhóp sinn fyrir síðari leik þess við norska liðið Fredrikstad í umspili um sæti í Sambandsdeildinni. Palace vann fyrri leik liðanna á Selhurst Park í gærkvöld 1-0. „Ef Marc fer og missir af síðari leiknum við Fredrikstad, erum við í vandræðum, sagði Glasner á blaðamannafundi í dag. Það er ljóst, því við getum ekki bætt öðrum leikmanni í Evrópuhópinn. Fyrir mér þarf hann að vera áfram. Við vorum með Jefferson Lerma í miðverði í gær og hann er miðjumaður. Við eigum enga miðverði sem stendur,“ „Ef Marc fer þá þarf ég líklega að reima aftur á mig skóna. Ég var miðvörður á sínum tíma, það gæti verið eini kosturinn í stöðunni,“ segir Glasner. Glasner hefur áhyggjur af stöðunni sem Palace hefur komið sér í með aðgerðaleysi á markaðnum hingað til í sumar. „Við þurfum að gera eitthvað. Við þurfum á þessu að halda og þetta er framtíð Crystal Palace sem er í húfi. Það kemur ekki sérlega á óvart að Eze sé að fara, en við erum búnir að missa af tækifærinu til að finna mann í hans stað tímanlega. Það er okkur sjálfum að kenna og engum öðrum,“ segir Glasner. Crystal Palace mætir Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni klukkan 13:00 á sunnudag. Sá leikur og allir hinir í enska boltanum verða sýndir beint á Sýn Sport um helgina.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira