„Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2025 14:47 Ofbeldið í stúkunni í Buenos Aires í vikunni var skelfilegt og enduðu margir á sjúkrahúsi. Getty/Sebastian Nanco Forráðamenn fótboltaliðsins Universidad de Chile segja argentínsku lögregluna og forráðamenn Independiente hafa brugðist þegar 19 stuðningsmenn liðsins enduðu á sjúkrahúsi eftir „eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“. Síleska liðið mætti til Buenos Aires vegna leiks við Independiente í 16-liða úrslitum Suður-Ameríkubikarsins á miðvikudaginn. Leikurinn var hins vegar flautaður af eftir að mikil slagsmál brutust út í stúkunni. Ofbeldið mun hafa byrjað þegar leiftursprengju (e. stun grenade) var kastað af stuðningsmannasvæði gestanna á svæði sem heimamenn voru á. Það var svo snemma í seinni hálfleik sem leik var endanlega hætt en þá höfðu heimamenn ruðst inn á svæði gestanna og mikil slagsmál brotist út. Samkvæmt Universidad de Chile hafa 16 af þeim 19 sem lagðir voru inn á sjúkrahús nú verið útskrifaðir. Einn slasaðist lífshættulega og er enn í gjörgæslu en hefur þó sýnt miklar framfarir eftir aðgerð vegna höfuðkúpubrots. Síleska félagið sagði að kvöldsins yrði minnst fyrir eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans. Stuðningsmenn Independiente hefðu fengið að komast inn á svæði gestanna og beitt „gríðarlegu og ómanneskjulegi ofbeldi“ sem ómögulegt væri að útlista nánar, svo gróft hefði það verið. Félagið sagði jafnframt að um hundrað af stuðningsmönnum þess hefðu verið handteknir en ekki einn einasti af stuðningsmönnum heimaliðsins. Independiente hefur allt aðra sögu að segja og segir gestina hafa byrjað með ólæti fyrir leik, og meðal annars eyðilagt myndavélaeftirlitskerfið á vellinum. Þeir hafi einnig eyðilagt salerni, sent sprengjur í átt að stuðningsmönnum heimaliðsins og að „óásættanlegar árásir“ heimamanna hafi verið svar við því. Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur sagt að það sem á gekk í stúkunni hafi verið hrein og klár villimennska og að binda verði vonir við að yfirvöld láti menn sæta ábyrgð. Hugurinn sé hins vegar með fórnarlömbum ofbeldisins. Fótbolti Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Sjá meira
Síleska liðið mætti til Buenos Aires vegna leiks við Independiente í 16-liða úrslitum Suður-Ameríkubikarsins á miðvikudaginn. Leikurinn var hins vegar flautaður af eftir að mikil slagsmál brutust út í stúkunni. Ofbeldið mun hafa byrjað þegar leiftursprengju (e. stun grenade) var kastað af stuðningsmannasvæði gestanna á svæði sem heimamenn voru á. Það var svo snemma í seinni hálfleik sem leik var endanlega hætt en þá höfðu heimamenn ruðst inn á svæði gestanna og mikil slagsmál brotist út. Samkvæmt Universidad de Chile hafa 16 af þeim 19 sem lagðir voru inn á sjúkrahús nú verið útskrifaðir. Einn slasaðist lífshættulega og er enn í gjörgæslu en hefur þó sýnt miklar framfarir eftir aðgerð vegna höfuðkúpubrots. Síleska félagið sagði að kvöldsins yrði minnst fyrir eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans. Stuðningsmenn Independiente hefðu fengið að komast inn á svæði gestanna og beitt „gríðarlegu og ómanneskjulegi ofbeldi“ sem ómögulegt væri að útlista nánar, svo gróft hefði það verið. Félagið sagði jafnframt að um hundrað af stuðningsmönnum þess hefðu verið handteknir en ekki einn einasti af stuðningsmönnum heimaliðsins. Independiente hefur allt aðra sögu að segja og segir gestina hafa byrjað með ólæti fyrir leik, og meðal annars eyðilagt myndavélaeftirlitskerfið á vellinum. Þeir hafi einnig eyðilagt salerni, sent sprengjur í átt að stuðningsmönnum heimaliðsins og að „óásættanlegar árásir“ heimamanna hafi verið svar við því. Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur sagt að það sem á gekk í stúkunni hafi verið hrein og klár villimennska og að binda verði vonir við að yfirvöld láti menn sæta ábyrgð. Hugurinn sé hins vegar með fórnarlömbum ofbeldisins.
Fótbolti Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Sjá meira