Innlent

Möl­braut rúðu í Þjóð­leik­húsinu

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Einhver mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu fyrr í kvöld. Mynd úr safni.
Einhver mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu fyrr í kvöld. Mynd úr safni. Hanna Andrésdóttir

Rúða var brotin í Þjóðleikhúsinu seint í kvöld með þeim afleiðingum að glerbrotum rigndi yfir gólf og gesti. Að sögn sjónarvotts kastaði einhver járnstöng inn um rúðuna með þeim afleiðingum að hún mölbrotnaði.

Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að rúða hafi verið brotin en engar frekari upplýsingar liggi fyrir um hvort einhver hafi slasast.

Gestur sem var í Þjóðleikhúsinu segir í samtali við fréttastofu að glerbrotum hafi rignt yfir svæðið við barinn, en svo virðist sem engum hafi orðið meint af.

Veistu meira um málið? Áttu myndir? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði heitið.

„Þetta var svona korteri eftir flugeldasýninguna,“ segir gesturinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×