Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2025 07:03 Kærustuparið Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir og Dagur Benediktsson eru líklega á leiðinni á Ólympíuleikana fyrir hönd Íslands. Skjámynd/@ruvithrottir Miklar líkur eru á því að kærustuparið Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir og Dagur Benediktsson muni bæði keppa fyrir hönd Íslands á Vetrarólympíuleikunum á Ítalíu í byrjun næsta árs. Leikarnir verða haldnir í Mílanó og Cortina d'Ampezzo í ítölsku Ölpunum frá 6. til 22. febrúar 2026. Hólmfríður Dóra og Dagur ræddu möguleikann á því að keppa saman á Ólympíuleikum í viðtali við Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson í Ríkissjónvarpinu. Hólmfríður Dóra er 27 ára gömul (fædd 8. janúar 1998) en hefur reynslu af Ólympíuleikum því hún fór á sína fyrstu vetrarólympíuleika árið 2022 í Peking þar sem hún keppti í alpagreinum. Hún náði 32. sæti í risasvigi og 38. sæti í svigi. Dagur er líka 27 ára gamall (fæddur 17. júní 1998) en hann keppir í skíðagöngu en ekki í alpagreinum. Hann hefur keppt á Ólympíumóti ungmenna en aldrei á sjálfum Ólympíuleikunum. Það stefnir í það að það breytist í febrúar á næsta ári. Hólmfríður og Dagur segja frá þeirri óvenjulegu stöðu að vera bæði á leiðinni á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman. „Þetta yrði alveg stórt fyrir okkur bæði og skemmtileg saga til að segja en við fáum líklegast ekkert að upplifa þetta saman af því að við verðum í sitthvoru Ólympíuþorpinu,“ sagði Dagur. „Setningarathöfnin er í Mílanó en það verða litlar setningarathafnir í hverju þorpi. Við verðum því ekki einu sinni saman á setningarathöfninni held ég,“ sagði Hólmfríður Dóra. Þorkell spurði þeim finnist þau græða mikið á reynslu hvors annars. „Klárlega,“ sagði Hólmfríður. „Það hjálpar mikið að vera bæði að keppa á hæsta stigi því þótt við séum í sitthvorri skíðaíþróttinni þá sækjum við mikinn innblástur og hjálp til hvors annars,“ sagði Dagur. „Svo bara að búa saman, hugsa bæði vel um mataræðið, svefn og alla næringu. Hugsa vel um sig. Það hjálpar ótrúlega mikið,“ sagði Hólmfríður. Alpagreinarnar á Vetrarólympíuleikunum fara fram í Cortina d'Ampezzo en skíðagangan í Tesero. View this post on Instagram A post shared by RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2026 í Mílanó og Cortina Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti Fleiri fréttir Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Sjá meira
Leikarnir verða haldnir í Mílanó og Cortina d'Ampezzo í ítölsku Ölpunum frá 6. til 22. febrúar 2026. Hólmfríður Dóra og Dagur ræddu möguleikann á því að keppa saman á Ólympíuleikum í viðtali við Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson í Ríkissjónvarpinu. Hólmfríður Dóra er 27 ára gömul (fædd 8. janúar 1998) en hefur reynslu af Ólympíuleikum því hún fór á sína fyrstu vetrarólympíuleika árið 2022 í Peking þar sem hún keppti í alpagreinum. Hún náði 32. sæti í risasvigi og 38. sæti í svigi. Dagur er líka 27 ára gamall (fæddur 17. júní 1998) en hann keppir í skíðagöngu en ekki í alpagreinum. Hann hefur keppt á Ólympíumóti ungmenna en aldrei á sjálfum Ólympíuleikunum. Það stefnir í það að það breytist í febrúar á næsta ári. Hólmfríður og Dagur segja frá þeirri óvenjulegu stöðu að vera bæði á leiðinni á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman. „Þetta yrði alveg stórt fyrir okkur bæði og skemmtileg saga til að segja en við fáum líklegast ekkert að upplifa þetta saman af því að við verðum í sitthvoru Ólympíuþorpinu,“ sagði Dagur. „Setningarathöfnin er í Mílanó en það verða litlar setningarathafnir í hverju þorpi. Við verðum því ekki einu sinni saman á setningarathöfninni held ég,“ sagði Hólmfríður Dóra. Þorkell spurði þeim finnist þau græða mikið á reynslu hvors annars. „Klárlega,“ sagði Hólmfríður. „Það hjálpar mikið að vera bæði að keppa á hæsta stigi því þótt við séum í sitthvorri skíðaíþróttinni þá sækjum við mikinn innblástur og hjálp til hvors annars,“ sagði Dagur. „Svo bara að búa saman, hugsa bæði vel um mataræðið, svefn og alla næringu. Hugsa vel um sig. Það hjálpar ótrúlega mikið,“ sagði Hólmfríður. Alpagreinarnar á Vetrarólympíuleikunum fara fram í Cortina d'Ampezzo en skíðagangan í Tesero. View this post on Instagram A post shared by RÚV Íþróttir (@ruvithrottir)
Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2026 í Mílanó og Cortina Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti Fleiri fréttir Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Sjá meira