„Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 26. ágúst 2025 19:00 Árni Guðmundsson formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum segir jákvætt að löggjafinn sé loks að bregðast við. Vísir/Arnar Stöðva þarf áfengissölu á netinu að mati formanns foreldrasamtaka sem fagnar því að ákært hafi verið fyrir netsölu áfengis á Íslandi. Þetta hafi mikla þýðingu sér í lagi nú þegar unglingadrykkja er að aukast. Greint var frá því fyrir helgi að framkvæmdastjóri íslenska hluta Smáríkisins hefði verið ákærður fyrir brot á áfengislögum en málið verður þingfest þann 3. september í Héraðsdómi Reykjaness. Fyrirtækið hefur í nokkur ár boðið fólki að kaupa áfengi á netinu og fá sent heim. Þetta er í fyrsta sinn sem ákært er fyrir smásölu áfengis hér á landi til einstaklinga á netinu. Samkvæmt íslenskum lögum er innflutningur áfengis til einkanota og heildsölu leyfilegur á Íslandi en ekki til smásölu. Árni Guðmundsson formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum telur algjörlega skýrt að þau fyrirtæki sem hafa rekið netverslanir sem selja áfengi síðustu ár hafi brotið lög. „Þetta fyrirkomulag sem hefur tíðkast hér til margra ára og loksins á að fara að taka á er bara smásölufyrirkomulag í sinni tærustu mynd. Þetta er bara netsala í gegnum smásölufyrirkomulag. Þess vegna finnst mér mjög sérkennilegt þegar þetta byrjaði að það hafi ekki verið gripið inn í þetta strax.“ Mikilvægt sé að lögreglan sé nú loksins að bregðast við. „Þetta hefur gríðarlega mikla þýðingu. Vegna þess að þetta er starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa og það að þetta sé komið núna er auðvitað fagnaðarefni. Við hefðum bara viljað sjá þetta miklu miklu miklu fyrr.“ Árni og samtök hans hafa barist ötullega gegn netverslun með áfengi. Til að vekja athygli á málinu kærði meðal annars Árni sjálfan sig fyrir að kaupa áfengi hjá netverslun. Mál hans er í skoðun hjá lögreglunni. Hann segir um mikilvægt lýðheilsumál að ræða og vonar að tekið verði harðar á málum sem þessum. „Aukin sala áfengi leiðir auðvitað til aukinnar neyslu og viðkvæmustu hóparnir eru auðvitað börn og ungmenni þegar svona hlutir eru. Við státum af íslensku forvarnarmódeli sem er gott en við sjáum hins vegar aukna áfengisneyslu unglinga í dag og það er auðvitað einn angi af því þessi ofboðslega markaðssókn auglýsingar og aukið framboð á áfengi. Það er bara ekki flóknara en það.“ Áfengi Netverslun með áfengi Börn og uppeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Kærir sjálfan sig til lögreglu Árni Guðmundsson hefur gefið sig fram við laganna verði og játar brot sitt gagnvart áfengislöggjöfinni undanbragðalaust. Hann segist sekur um að hafa keypt áfengi ólöglega. 6. janúar 2024 09:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Greint var frá því fyrir helgi að framkvæmdastjóri íslenska hluta Smáríkisins hefði verið ákærður fyrir brot á áfengislögum en málið verður þingfest þann 3. september í Héraðsdómi Reykjaness. Fyrirtækið hefur í nokkur ár boðið fólki að kaupa áfengi á netinu og fá sent heim. Þetta er í fyrsta sinn sem ákært er fyrir smásölu áfengis hér á landi til einstaklinga á netinu. Samkvæmt íslenskum lögum er innflutningur áfengis til einkanota og heildsölu leyfilegur á Íslandi en ekki til smásölu. Árni Guðmundsson formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum telur algjörlega skýrt að þau fyrirtæki sem hafa rekið netverslanir sem selja áfengi síðustu ár hafi brotið lög. „Þetta fyrirkomulag sem hefur tíðkast hér til margra ára og loksins á að fara að taka á er bara smásölufyrirkomulag í sinni tærustu mynd. Þetta er bara netsala í gegnum smásölufyrirkomulag. Þess vegna finnst mér mjög sérkennilegt þegar þetta byrjaði að það hafi ekki verið gripið inn í þetta strax.“ Mikilvægt sé að lögreglan sé nú loksins að bregðast við. „Þetta hefur gríðarlega mikla þýðingu. Vegna þess að þetta er starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa og það að þetta sé komið núna er auðvitað fagnaðarefni. Við hefðum bara viljað sjá þetta miklu miklu miklu fyrr.“ Árni og samtök hans hafa barist ötullega gegn netverslun með áfengi. Til að vekja athygli á málinu kærði meðal annars Árni sjálfan sig fyrir að kaupa áfengi hjá netverslun. Mál hans er í skoðun hjá lögreglunni. Hann segir um mikilvægt lýðheilsumál að ræða og vonar að tekið verði harðar á málum sem þessum. „Aukin sala áfengi leiðir auðvitað til aukinnar neyslu og viðkvæmustu hóparnir eru auðvitað börn og ungmenni þegar svona hlutir eru. Við státum af íslensku forvarnarmódeli sem er gott en við sjáum hins vegar aukna áfengisneyslu unglinga í dag og það er auðvitað einn angi af því þessi ofboðslega markaðssókn auglýsingar og aukið framboð á áfengi. Það er bara ekki flóknara en það.“
Áfengi Netverslun með áfengi Börn og uppeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Kærir sjálfan sig til lögreglu Árni Guðmundsson hefur gefið sig fram við laganna verði og játar brot sitt gagnvart áfengislöggjöfinni undanbragðalaust. Hann segist sekur um að hafa keypt áfengi ólöglega. 6. janúar 2024 09:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Kærir sjálfan sig til lögreglu Árni Guðmundsson hefur gefið sig fram við laganna verði og játar brot sitt gagnvart áfengislöggjöfinni undanbragðalaust. Hann segist sekur um að hafa keypt áfengi ólöglega. 6. janúar 2024 09:00