Innlent

Ekkjan, fjársvikahrina og ferða­menn sem hunsa lokanir

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttirnar á Sýn í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttirnar á Sýn í kvöld. vísir

Aðalmeðferð Gufunessmálsins svokallaða var fram haldið í dag og ekkja Hjörleifs Hauks Guðmundssonar var meðal þeirra sem gaf skýrslu fyrir dómi. Hún lýsti kvöldinu þegar hann var numinn á brott við heimili sitt, frelsissviptur og beittur ofbeldi. Fjallað verður ítarlega um málið í kvöldfréttum Sýnar.

Svikahrappar hafa haft að minnsta kosti hálfan milljarð af íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum það sem af er ári. Við ræðum við lögreglu sem segir fjölda fjársvikamála hafa ríflega tvöfaldast á milli ára.

Við sjáum einnig myndir frá Reynisfjöru þar sem ferðamenn streymdu í fjöruna þrátt fyrir lokun vegna hættuástands og ræðum við leiðsögumann sem fór þangað með hóp í morgun.

Auk þess heyrum við í formanni foreldrasamtaka sem kallar eftir því að áfengissala á netinu verði stöðvuð og fagnar því að Smáríkið hafi verið ákært vegna starfseminnar. Auk þess hittum við æðsta herforingja þýska hersins og verðum í beinni frá Laugardalshöll þar sem stórtónleikar Smashing Pumpkins fara fram í kvöld.

Í Sportpakkanum verðum við í beinni frá Hlíðarenda þar sem Valsmenn stefna á að hrista af sér nýlegt tap í bikarúrslitum og í Íslandi í dag hittir Magnús Hlynur magnaða konu á tíræðisaldri sem hefur séð um kirkjugarðinn við Hvalsneskirkju í þrjátíu ár.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Vísis og Sýnar klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×