Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Jón Þór Stefánsson skrifar 27. ágúst 2025 17:17 Stefán Blackburn er einn þeirra sem ákærður er í málinu. Vísir/Anton Brink Læknir hjá minnismóttöku Landspítalans segir Hjörleif Hauk Guðmundsson, manninn sem lét lífið í Gufunesmálinu svokallaða, hafa glímt við veikindi í aðdraganda andlátsins. Þetta kom fram í framburði læknisins sem gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Þessi læknir sem mun hafa hitt Hjörleif nokkrum sinnum á síðustu árum, síðast um mánuði fyrir andlát hans, sagði Hjörleif hafa verið greindan með dæmigerða framheilabilun, sem sé nokkuð sjaldgæfur sjúkdómur. Fimm eru ákærð í Gufunesmálinu, þar af þrír fyrir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán. Þessum þremenningunum er gefið að sök að hafa numið Hjörleif, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Hjörleifur fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Fólk gæti haldið að um geðsjúkdóm væri að ræða Fyrir dómi sagði umræddur læknir að einkenni Hjörleifs hefðu færst í aukana á síðustu árum. Hann sagði að einkenni sjúkdómsins væru sérstök fyrir þær sakir að utanaðkomandi einstaklingur myndi ekki endilega gruna að viðkomandi væri með heilabilun, hann myndi jafnvel halda að um alvarlegan geðsjúkdóm væri að ræða. Einkenni Hjörleifs hafi til að mynda verið persónuleikabreytingar og hömluleysi. Jafnframt hafi hann sýnt af sér sinnu- og framtaksleysi. Þá er Hjörleifur sagður alltaf hafa verið skapstór, en vegna sjúkdómsins hafi þráðurinn verið styttri en áður. Læknirinn sagði að Hjörleifur hafi, síðast þegar þau hittust, verið óviðeigandi við sig en ekki ógnandi. Auðvelt að teyma út í vitleysu Hann hafi verið farinn að leita að kynferðislegu efni á netinu og átt í samskiptum við aðrar konur, sem hafi sært eiginkonu hans. Um var að ræða hegðun sem hann hafði ekki sýnt áður. Þess má geta að sakborningarnir hafa borið um að hafa tælt Hjörleif upp í bíl með sér í svokallaðri tálbeituaðgerð þar sem þeir hafi þóst vera stúlka undir lögaldri að falast eftir einhverju kynferðislegu. Ekkja hans hafnar því. Hún telur að hann hafi verið að leitast eftir samskiptum við aðra konu þetta kvöld. Læknirinn var spurður hvort veikindi Hjörleifs hefðu verið þess eðlis að auðvelt að teyma hann út í aðstæður sem réði ekki við, eða áttaði sig ekki á. Hann hefði getað verið áhrifagjarn og mögulega auðvelt að villa á sér heimildir og leiða hann út í einhverja vitleysu. Manndráp í Gufunesi Dómsmál Ölfus Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira
Þessi læknir sem mun hafa hitt Hjörleif nokkrum sinnum á síðustu árum, síðast um mánuði fyrir andlát hans, sagði Hjörleif hafa verið greindan með dæmigerða framheilabilun, sem sé nokkuð sjaldgæfur sjúkdómur. Fimm eru ákærð í Gufunesmálinu, þar af þrír fyrir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán. Þessum þremenningunum er gefið að sök að hafa numið Hjörleif, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Hjörleifur fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Fólk gæti haldið að um geðsjúkdóm væri að ræða Fyrir dómi sagði umræddur læknir að einkenni Hjörleifs hefðu færst í aukana á síðustu árum. Hann sagði að einkenni sjúkdómsins væru sérstök fyrir þær sakir að utanaðkomandi einstaklingur myndi ekki endilega gruna að viðkomandi væri með heilabilun, hann myndi jafnvel halda að um alvarlegan geðsjúkdóm væri að ræða. Einkenni Hjörleifs hafi til að mynda verið persónuleikabreytingar og hömluleysi. Jafnframt hafi hann sýnt af sér sinnu- og framtaksleysi. Þá er Hjörleifur sagður alltaf hafa verið skapstór, en vegna sjúkdómsins hafi þráðurinn verið styttri en áður. Læknirinn sagði að Hjörleifur hafi, síðast þegar þau hittust, verið óviðeigandi við sig en ekki ógnandi. Auðvelt að teyma út í vitleysu Hann hafi verið farinn að leita að kynferðislegu efni á netinu og átt í samskiptum við aðrar konur, sem hafi sært eiginkonu hans. Um var að ræða hegðun sem hann hafði ekki sýnt áður. Þess má geta að sakborningarnir hafa borið um að hafa tælt Hjörleif upp í bíl með sér í svokallaðri tálbeituaðgerð þar sem þeir hafi þóst vera stúlka undir lögaldri að falast eftir einhverju kynferðislegu. Ekkja hans hafnar því. Hún telur að hann hafi verið að leitast eftir samskiptum við aðra konu þetta kvöld. Læknirinn var spurður hvort veikindi Hjörleifs hefðu verið þess eðlis að auðvelt að teyma hann út í aðstæður sem réði ekki við, eða áttaði sig ekki á. Hann hefði getað verið áhrifagjarn og mögulega auðvelt að villa á sér heimildir og leiða hann út í einhverja vitleysu.
Manndráp í Gufunesi Dómsmál Ölfus Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira