Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Jón Þór Stefánsson skrifar 28. ágúst 2025 10:54 Maðurinn var fluttur á lögreglustöðina Hverfisgötu eftir handtökuna. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem er grunaður um stórfellda líkamsárás og rán í júní síðastliðnum hefur verið látinn afplána 120 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sem hann hlaut í fyrra. Maðurinn er sagður hafa bankað upp á hjá manni, ráðist á hann, og síðan elt hann þegar honum tókst að komast undan og beitt frekara ofbeldi. Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness sem Landsréttur staðfesti í júnílok, en var birtur opinberlega nýlega. Árásin sem maðurinn er nú grunaður um er sögð hafa átt sér stað 23. júní síðastliðinn. Hann er grunaður um að hafa knúið dyra á heimili manns og veist að honum með ofbeldi. Hann hafi hrint manninum, kýlt hann ítrekað með krepptum hnefa, og slegið tvisvar í höfuðið með kertastjaka. Þá er hann sagður hafa tekið farsíma og strigaskó mannsins. Réðst aftur á manninn sem hljóp undan Þeim sem varð fyrir árásinni mun hafa tekist að standa á fætur og hlaupa úr íbúðinni. Árásarmaðurinn grunaði er þá sagður hafa hlaupið á eftir honum og tekist að fella hann með því að sparka í fæturna á honum. Þar á eftir er árásarmaðurinn sagður hafa kýlt manninn ítrekað. Í úrskurðinum er haft eftir vitni að hann hafi séð brotaþola, sem hafi verið blóðugur, koma hlaupandi út úr íbúð sinni og svo séð árásarmanninn ráðast á hann á grasbala fyrir framan húsið. Þar hafi árásarmaðurinn kýlt manninn ítrekað og stappað einu sinni á höfði hans meðan hann lá í jörðinni. Fram kemur að lögreglu hafi verið gert viðvart um málið. Skömmu síðar hafi hún komið auga á mann sem passaði við lýsinguna sem hún fékk á árásarmanninum og handtekið manninn sem nú er grunaður um að hafa framið hana. Hann var fluttur á lögreglustöðina á Hverfisgötu. Grunaður um fleiri brot Umræddur maður er einnig grunaður um að hafa stolið borvél úr geymslu. Hann mun hafa viðurkennt að hafa farið inn í umrædda geymslu en vildi meina að hann hafi ekki stolið neinu þaðan. Þar að auki er hann grunaður um ofbeldi gagnvart opinberum starfsmanni með því að hrækja á lögreglumann sem handtók hann eftir meintan borvélastuld. Hann hlaut tvo fangelsisdóma í Héraðsdómi Reykjaness síðastliðið sumar. Með brotunum sem hann er nú grunaður um er maðurinn sagður hafa brotið gróflega almennt skilorð reynslulausnarinnar sem hann var á. Því hefur honum verið gert að afplána 120 daga eftirstöðvar refsingarinnar. Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness sem Landsréttur staðfesti í júnílok, en var birtur opinberlega nýlega. Árásin sem maðurinn er nú grunaður um er sögð hafa átt sér stað 23. júní síðastliðinn. Hann er grunaður um að hafa knúið dyra á heimili manns og veist að honum með ofbeldi. Hann hafi hrint manninum, kýlt hann ítrekað með krepptum hnefa, og slegið tvisvar í höfuðið með kertastjaka. Þá er hann sagður hafa tekið farsíma og strigaskó mannsins. Réðst aftur á manninn sem hljóp undan Þeim sem varð fyrir árásinni mun hafa tekist að standa á fætur og hlaupa úr íbúðinni. Árásarmaðurinn grunaði er þá sagður hafa hlaupið á eftir honum og tekist að fella hann með því að sparka í fæturna á honum. Þar á eftir er árásarmaðurinn sagður hafa kýlt manninn ítrekað. Í úrskurðinum er haft eftir vitni að hann hafi séð brotaþola, sem hafi verið blóðugur, koma hlaupandi út úr íbúð sinni og svo séð árásarmanninn ráðast á hann á grasbala fyrir framan húsið. Þar hafi árásarmaðurinn kýlt manninn ítrekað og stappað einu sinni á höfði hans meðan hann lá í jörðinni. Fram kemur að lögreglu hafi verið gert viðvart um málið. Skömmu síðar hafi hún komið auga á mann sem passaði við lýsinguna sem hún fékk á árásarmanninum og handtekið manninn sem nú er grunaður um að hafa framið hana. Hann var fluttur á lögreglustöðina á Hverfisgötu. Grunaður um fleiri brot Umræddur maður er einnig grunaður um að hafa stolið borvél úr geymslu. Hann mun hafa viðurkennt að hafa farið inn í umrædda geymslu en vildi meina að hann hafi ekki stolið neinu þaðan. Þar að auki er hann grunaður um ofbeldi gagnvart opinberum starfsmanni með því að hrækja á lögreglumann sem handtók hann eftir meintan borvélastuld. Hann hlaut tvo fangelsisdóma í Héraðsdómi Reykjaness síðastliðið sumar. Með brotunum sem hann er nú grunaður um er maðurinn sagður hafa brotið gróflega almennt skilorð reynslulausnarinnar sem hann var á. Því hefur honum verið gert að afplána 120 daga eftirstöðvar refsingarinnar.
Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira