„Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Vésteinn Örn Pétursson og Jón Þór Stefánsson skrifa 29. ágúst 2025 14:03 Matthías Björn Erlingsson er ákærður fyrir rán, frelsissviptingu og manndráp. Í baksýn má sjá verjanda hans, Sævar Þór Jónsson. Vísir/Anton Brink Verjandi Matthíasar Björns Erlingssonar, sem ákærður er í Gufunesmálinu svokallaða, segir umbjóðanda sinn ekki vera engil. Þrátt fyrir það sé fjarstæðukennt að reyna að mála hann upp sem þátttakanda í morðmáli. Ákæruvaldið hafi engar sannanir fært fyrir fullyrðingum um að hann hafi beitt ofbeldi ásamt öðrum sakborningum, sem hafa játað ofbeldið. Matthías er ákærður fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán, ásamt Stefáni Blackburn og Lúkasi Geir Ingvarssyni. Þeim er gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. „Eins og einhver fermingardrengur“ Í ræðu sinni sagði Sævar þá að umbjóðandi hans Matthías væri með öllu saklaus af því sem hann er ákærður fyrir, en það eru rán, frelsissvipting og manndráp. Hann sagði ákæruvaldinu hafa mistekist gjörsamlega að sanna að hann hefði með nokkru móti beitt Hjörleif ofbeldi, eða þá að hugur hans hafi staðið til þess að ráða Hjörleifi bana. Þá sagði Sævar að verknaðarlýsing í ákæru væri verulega ábótavant. Aðkoma Matthíasar hafi fyrst og fremst falist í akstri og viðveru. Hann hafi ekki komið að ofbeldinu sem ákært væri fyrir, né heldur skipulagningu eða undirbúningi þess að Hjörleifur var lokkaður upp í bíl og numinn á brott af heimili sínu, enda hafi hann verið kallaður til á vettvang þegar Stefán og Lúkas hafi ekið með Hjörleif frá Þorlákshöfn og að Hellisgerði. „Hann er eins og einhver fermingardrengur, fjórtán ára, í samanburði við þessa menn,“ sagði Sævar Þór um Matthías. Hann sagði að ósamræmi í framburði Matthíasar líklega til komið vegna þess að hann hefði gefið skýrslur hjá lögreglu, og fyrir dómi nokkru síðar. Stefán og Lúkas hafi hins vegar einungis tjáð sig fyrir dómi. Sævar velti því upp hvort Stefán og Lúkas hefðu sammælst um framburð sinn, þar sem þeir væru komnir úr einangrun, og ákveðið að láta Matthías taka á sig stærstan hluta sakarinnar. Dósamálið skýrist af sóðaskap Karl Ingi Vilbergsson saksóknari, sagði í málflutningsræðu sinni, að dós sem hefði fundist, þremur metrum frá þeim stað sem Hjörleifur fannst, hefði verið með lífsýni úr Matthíasi. Þá sagði hann að sú skýring að dósin hefði dottið úr bíl Matthíasar þegar í Gufunes var komið, og fokið á staðinn þar sem hún fannst, hafi verið fjarstæðukennd. Sævar taldi hins vegar að kenningin væri alls ekki svo galin, og benti á myndir innan úr bíl Matthíasar, sem finna mætti í gögnum málsins. „Umbjóðandi minn er bara bölvaður sóði, það verður bara að segjast eins og er, nú hljóma ég eins og ég sé foreldri hans,“ sagði Sævar. Hann benti á að fjöldi dósa hefði verið í bílnum, bæði á gólfi fram og aftursæta. Því spurði hann einfaldlega hvers vegna ákæruvaldið teldi það svo fjarstæðukennt að ein dós hefði dottið úr bílnum og fokið um Gufunesið. Hafi dregist inn í málið Sævar sagði Matthías hafa, líkt og tvo aðra sakborninga, dregist inn í málið vegna atburðarásar sem fór úr böndunum. „En hann tók ekki þátt í þeim kjarnaþáttum sem skilgreina brotin,“ sagði Sævar Þór. „Hann er enginn engill, en það er heldur ekki hægt að draga upp þá mynd að hann sé þátttakandi í morði,“ sagði Sævar. Manndráp í Gufunesi Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Matthías er ákærður fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán, ásamt Stefáni Blackburn og Lúkasi Geir Ingvarssyni. Þeim er gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. „Eins og einhver fermingardrengur“ Í ræðu sinni sagði Sævar þá að umbjóðandi hans Matthías væri með öllu saklaus af því sem hann er ákærður fyrir, en það eru rán, frelsissvipting og manndráp. Hann sagði ákæruvaldinu hafa mistekist gjörsamlega að sanna að hann hefði með nokkru móti beitt Hjörleif ofbeldi, eða þá að hugur hans hafi staðið til þess að ráða Hjörleifi bana. Þá sagði Sævar að verknaðarlýsing í ákæru væri verulega ábótavant. Aðkoma Matthíasar hafi fyrst og fremst falist í akstri og viðveru. Hann hafi ekki komið að ofbeldinu sem ákært væri fyrir, né heldur skipulagningu eða undirbúningi þess að Hjörleifur var lokkaður upp í bíl og numinn á brott af heimili sínu, enda hafi hann verið kallaður til á vettvang þegar Stefán og Lúkas hafi ekið með Hjörleif frá Þorlákshöfn og að Hellisgerði. „Hann er eins og einhver fermingardrengur, fjórtán ára, í samanburði við þessa menn,“ sagði Sævar Þór um Matthías. Hann sagði að ósamræmi í framburði Matthíasar líklega til komið vegna þess að hann hefði gefið skýrslur hjá lögreglu, og fyrir dómi nokkru síðar. Stefán og Lúkas hafi hins vegar einungis tjáð sig fyrir dómi. Sævar velti því upp hvort Stefán og Lúkas hefðu sammælst um framburð sinn, þar sem þeir væru komnir úr einangrun, og ákveðið að láta Matthías taka á sig stærstan hluta sakarinnar. Dósamálið skýrist af sóðaskap Karl Ingi Vilbergsson saksóknari, sagði í málflutningsræðu sinni, að dós sem hefði fundist, þremur metrum frá þeim stað sem Hjörleifur fannst, hefði verið með lífsýni úr Matthíasi. Þá sagði hann að sú skýring að dósin hefði dottið úr bíl Matthíasar þegar í Gufunes var komið, og fokið á staðinn þar sem hún fannst, hafi verið fjarstæðukennd. Sævar taldi hins vegar að kenningin væri alls ekki svo galin, og benti á myndir innan úr bíl Matthíasar, sem finna mætti í gögnum málsins. „Umbjóðandi minn er bara bölvaður sóði, það verður bara að segjast eins og er, nú hljóma ég eins og ég sé foreldri hans,“ sagði Sævar. Hann benti á að fjöldi dósa hefði verið í bílnum, bæði á gólfi fram og aftursæta. Því spurði hann einfaldlega hvers vegna ákæruvaldið teldi það svo fjarstæðukennt að ein dós hefði dottið úr bílnum og fokið um Gufunesið. Hafi dregist inn í málið Sævar sagði Matthías hafa, líkt og tvo aðra sakborninga, dregist inn í málið vegna atburðarásar sem fór úr böndunum. „En hann tók ekki þátt í þeim kjarnaþáttum sem skilgreina brotin,“ sagði Sævar Þór. „Hann er enginn engill, en það er heldur ekki hægt að draga upp þá mynd að hann sé þátttakandi í morði,“ sagði Sævar.
Manndráp í Gufunesi Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira