Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Sindri Sverrisson skrifar 4. september 2025 07:02 Heimir Hallgrímsson gerir sér fulla grein fyrir því hve mikilvægur leikur er fram undan hjá Írum. Getty/Stephen McCarthy Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Írlands í fótbolta, fer ekki leynt með það hve mikilvægur leikur liðsins við Ungverjaland í Dublin á laugardaginn er. Hann hefur sent út ákall til stuðningsmanna og vonast eftir töfrandi kvöldi. Heimir hefur nú stýrt írska landsliðinu í rúmt ár og segir í myndbandi á samfélagsmiðlum írska knattspyrnusambandsins að nú sé aðlögunartíminn liðinn. Komið sé að því að sýna úr hverju menn séu gerðir. „Núna er tíminn til að standa sig.“ A message from Heimir.This is it.💚🇮🇪 pic.twitter.com/ZYGCOcObQk— Ireland Football ⚽️🇮🇪 (@IrelandFootball) September 3, 2025 Írland mætir Ungverjalandi á laugardagskvöld, í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay, þegar liðin byrja undankeppni HM 2026. Undankeppnin er öll spiluð á næstu þremur mánuðum og nær ekkert svigrúm fyrir mistök ætli lið að koma sér á HM, sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada næsta sumar. Heimir gerir sér fulla grein fyrir þessu en Írar hafa ekki verið með á HM síðan árið 2002. „Allt það sem við höfum verið að gera hefur leitt að þessari stundu. Og við erum allir sammála um að ef við hefðum fengið að ráða niðurröðun leikja í riðlinum þá hefðum við líklega valið þetta, að byrja á að mæta Ungverjum á heimavelli,“ sagði Heimir við RTE. Vonast eftir töfrandi stuðningi „Þetta er bara svakalega mikilvægur leikur, og ég vona að fólk geri sér grein fyrir því og fjölmenni. Ég veit að það verður uppselt og ég vona að fólkið sem mætir muni halda áfram að styðja og elska þetta lið. Þetta hefur verið stórkostlegt en á laugardaginn vona ég að stuðningurinn verði töfrandi og að það skili okkur sigri í fyrsta leik,“ sagði Heimir og bætti við hve mikilvægt það væri að lenda ekki í eltingaleik í riðlinum, heldur fá hin liðin til að elta Íra. Írland og Ungverjaland leika í F-riðli ásamt stórliði Portúgals og Armeníu. Aðeins efsta liðið kemst beint á HM en liðið í 2. sæti kemst í umspil. Ísland hefur sína undankeppni á morgun með leik við Aserbaísjan en er einnig í riðli með Frakklandi og Úkraínu. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Sjá meira
Heimir hefur nú stýrt írska landsliðinu í rúmt ár og segir í myndbandi á samfélagsmiðlum írska knattspyrnusambandsins að nú sé aðlögunartíminn liðinn. Komið sé að því að sýna úr hverju menn séu gerðir. „Núna er tíminn til að standa sig.“ A message from Heimir.This is it.💚🇮🇪 pic.twitter.com/ZYGCOcObQk— Ireland Football ⚽️🇮🇪 (@IrelandFootball) September 3, 2025 Írland mætir Ungverjalandi á laugardagskvöld, í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay, þegar liðin byrja undankeppni HM 2026. Undankeppnin er öll spiluð á næstu þremur mánuðum og nær ekkert svigrúm fyrir mistök ætli lið að koma sér á HM, sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada næsta sumar. Heimir gerir sér fulla grein fyrir þessu en Írar hafa ekki verið með á HM síðan árið 2002. „Allt það sem við höfum verið að gera hefur leitt að þessari stundu. Og við erum allir sammála um að ef við hefðum fengið að ráða niðurröðun leikja í riðlinum þá hefðum við líklega valið þetta, að byrja á að mæta Ungverjum á heimavelli,“ sagði Heimir við RTE. Vonast eftir töfrandi stuðningi „Þetta er bara svakalega mikilvægur leikur, og ég vona að fólk geri sér grein fyrir því og fjölmenni. Ég veit að það verður uppselt og ég vona að fólkið sem mætir muni halda áfram að styðja og elska þetta lið. Þetta hefur verið stórkostlegt en á laugardaginn vona ég að stuðningurinn verði töfrandi og að það skili okkur sigri í fyrsta leik,“ sagði Heimir og bætti við hve mikilvægt það væri að lenda ekki í eltingaleik í riðlinum, heldur fá hin liðin til að elta Íra. Írland og Ungverjaland leika í F-riðli ásamt stórliði Portúgals og Armeníu. Aðeins efsta liðið kemst beint á HM en liðið í 2. sæti kemst í umspil. Ísland hefur sína undankeppni á morgun með leik við Aserbaísjan en er einnig í riðli með Frakklandi og Úkraínu.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Sjá meira