„Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. september 2025 12:18 Fjölmennt var á Ljósanótt í fyrra. Vísir/Viktor Freyr Hátíðin Ljósanótt var sett í Reykjanesbæ í morgun í tuttugasta og fjórða sinn. Hátíðin nær hápunkti á laugardagskvöld með stórum tónleiknum. Lögð er áhersla á að um fjölskylduhátíð sé að ræða og reyna á sérstaklega að sporna gegn áfengisdrykkju ungmenna. Börn úr leikskólum og grunnskólum Reykjanesbæjar fylltu skrúðgarðinn í Keflavík í morgun þegar hátíðin var sett en framundan er fjölbreytt dagskrá. „Í dag erum við að opna allar sýningar. Það er svona eitt aðalsmerki hátíðarinnar þessi menningaráhersla og þetta er einhverjir tugir sýninga sem er verið að bjóða upp á. Þetta er rosalega vinsælt kvöld. Fólk flykkist út og gengur á milli sýninga og gerir góð kaup og svoleiðis,“ segir Guðlaug María Lewis verkefnastjóri Ljósanætur. Hún segir hátíðina hafa gríðarlegar mikla þýðingu fyrir bæjarfélagið. „Svona bara lyftir öllu samfélaginu. Bæði fyrir íbúana að gera sér glaðan dag og fyrir allan rekstur og allt það. Þetta gerir alveg ofboðslega mikið og skemmtilegt og býr til góða stemningu meðal okkar.“ Á milli tuttugu og þrjátíu þúsund manns sæki jafnan hátíðina. „Laugardagskvöldið er náttúrulega okkar stóra kvöld og þá byrjum við með stórtónleika klukkan átta með dúndrandi dagskrá. Við erum með VÆB og við erum með hljómsveitina Valdimar og við erum með Stuðlabandið og Steinda og Audda og svo er flugeldasýningin rúmlega tíu og dagskrá lýkur hálf ellefu.“ Á annað hundrað mál komu upp hjá lögreglu höfuðborgarsvæðinu þegar Menningarnótt var haldin í Reykjavík nú í ágúst. Stór hluti af þeim var vegna áfengisdrykkju ungmenna sem hefur verið að aukast. Guðlaug María segir að sérstaklega verið tekið á slíkum málum en þannig mál hafi komið upp í kringum fyrri hátíðir. „Við erum með hérna öfluga öryggisnefnd sem að er búin að starfa vel í aðdraganda hátíðarinnar. Við erum til dæmis búin að fara lögreglan með fulltrúum félagsmiðstöðvar inn í alla grunnskóla bæjarins og inn í fjölbrautaskólana að tala við nýnemana þar um jákvæð og góð samskipti og hvernig við viljum hafa þetta hjá okkur. Þannig við erum með heilmikið viðbragð.“ Þá muni lögregla hella niður áfengi sem ungmenni verða með og sérstakt athvarf starfrækt fyrir ölvuð ungmenni. Skilaboðin til foreldra séu skýr fyrir helgina eða að fara heim með börn sín að loknum hátíðarhöldum og skilja þau ekki eftir eftirlitslaus í bænum. „Við erum svolítið að vinna með að vera saman með ljós í hjarta á Ljósanótt. Þannig það eru svona þessi jákvæðu skilaboð. Þetta er fjölskylduhátíð og við viljum að fjölskyldan fari saman heim að loknum góðum hátíðarhöldum.“ Ljósanótt Reykjanesbær Börn og uppeldi Áfengi Lögreglumál Tengdar fréttir „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Unglingadrykkja hefur aukist verulega síðustu ár og hafði lögregla afskipti af fjölmörgum ungmennum á Menningarnótt vegna drykkju. Foreldrar þurfa að vakna, segir forvarnarfulltrúi borgarinnar. 25. ágúst 2025 22:31 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Börn úr leikskólum og grunnskólum Reykjanesbæjar fylltu skrúðgarðinn í Keflavík í morgun þegar hátíðin var sett en framundan er fjölbreytt dagskrá. „Í dag erum við að opna allar sýningar. Það er svona eitt aðalsmerki hátíðarinnar þessi menningaráhersla og þetta er einhverjir tugir sýninga sem er verið að bjóða upp á. Þetta er rosalega vinsælt kvöld. Fólk flykkist út og gengur á milli sýninga og gerir góð kaup og svoleiðis,“ segir Guðlaug María Lewis verkefnastjóri Ljósanætur. Hún segir hátíðina hafa gríðarlegar mikla þýðingu fyrir bæjarfélagið. „Svona bara lyftir öllu samfélaginu. Bæði fyrir íbúana að gera sér glaðan dag og fyrir allan rekstur og allt það. Þetta gerir alveg ofboðslega mikið og skemmtilegt og býr til góða stemningu meðal okkar.“ Á milli tuttugu og þrjátíu þúsund manns sæki jafnan hátíðina. „Laugardagskvöldið er náttúrulega okkar stóra kvöld og þá byrjum við með stórtónleika klukkan átta með dúndrandi dagskrá. Við erum með VÆB og við erum með hljómsveitina Valdimar og við erum með Stuðlabandið og Steinda og Audda og svo er flugeldasýningin rúmlega tíu og dagskrá lýkur hálf ellefu.“ Á annað hundrað mál komu upp hjá lögreglu höfuðborgarsvæðinu þegar Menningarnótt var haldin í Reykjavík nú í ágúst. Stór hluti af þeim var vegna áfengisdrykkju ungmenna sem hefur verið að aukast. Guðlaug María segir að sérstaklega verið tekið á slíkum málum en þannig mál hafi komið upp í kringum fyrri hátíðir. „Við erum með hérna öfluga öryggisnefnd sem að er búin að starfa vel í aðdraganda hátíðarinnar. Við erum til dæmis búin að fara lögreglan með fulltrúum félagsmiðstöðvar inn í alla grunnskóla bæjarins og inn í fjölbrautaskólana að tala við nýnemana þar um jákvæð og góð samskipti og hvernig við viljum hafa þetta hjá okkur. Þannig við erum með heilmikið viðbragð.“ Þá muni lögregla hella niður áfengi sem ungmenni verða með og sérstakt athvarf starfrækt fyrir ölvuð ungmenni. Skilaboðin til foreldra séu skýr fyrir helgina eða að fara heim með börn sín að loknum hátíðarhöldum og skilja þau ekki eftir eftirlitslaus í bænum. „Við erum svolítið að vinna með að vera saman með ljós í hjarta á Ljósanótt. Þannig það eru svona þessi jákvæðu skilaboð. Þetta er fjölskylduhátíð og við viljum að fjölskyldan fari saman heim að loknum góðum hátíðarhöldum.“
Ljósanótt Reykjanesbær Börn og uppeldi Áfengi Lögreglumál Tengdar fréttir „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Unglingadrykkja hefur aukist verulega síðustu ár og hafði lögregla afskipti af fjölmörgum ungmennum á Menningarnótt vegna drykkju. Foreldrar þurfa að vakna, segir forvarnarfulltrúi borgarinnar. 25. ágúst 2025 22:31 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
„Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Unglingadrykkja hefur aukist verulega síðustu ár og hafði lögregla afskipti af fjölmörgum ungmennum á Menningarnótt vegna drykkju. Foreldrar þurfa að vakna, segir forvarnarfulltrúi borgarinnar. 25. ágúst 2025 22:31