Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. september 2025 12:40 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sýndi á spilin á fundi með fulltrúum atvinnulífsins í morgun, Vísir/Ívar Fannar Tími stórframkvæmda er hafinn að nýju. Þetta segir forsætisráðherra sem greindi frá nokkrum atriðum nýrrar atvinnustefnu. Ríkisstjórnin hyggst beita sér sérstaklega fyrir svæðisbundnum hagvexti út á landi. Þá verði ráðist í einföldun leyfisveitingaferlis og byggingareglugerðar. Ríkistjórnin efndi til samtals við fulltrúa atvinnuveganna á Hilton Reykjavík Nordica í morgun. Hún greindi frá skipan fimm manna atvinnustefnuráðs sem mun leiða vinnuna. Athygli vekur að þau sem það skipa eru ekki fulltrúar atvinnulífsins og hagsmunaaðilar sem gjarnan fylla slík ráð, á borð við Samtök atvinnulífsins eða Ferðaþjónustunnar. Í ráðinu sitja þau Nana Bule, ráðgjafi hjá Goldman Sachs, Robert Jan-Smits, fyrrverandi Forseti tækniháskólans í Eindhoven, Gylfi Zoega hagfræðiprófessor, Pétur Óskarsson framkvæmdastjóri Íslandsstofu og Tanya Zharov, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs og aðstoðarforstjóri Alvotech. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, sagði að það væri engin tilviljun að hagsmunahóparnir væru ekki hluti af ráðinu. Hún hafi ekki viljað fulltrúa hagsmunahópanna þannig að niðurstaðan væri: „Fimm manna hópur þar sem er verið að „lobbýera“ fyrir sinn geira og niðurstaðan verður minnsti samnefnari allra. Ég vil það ekki,“ sagði Kristrún. Þá greindi hún frá því að fyrstu skrefin hefðu verið ákveðin í nýrri stefnu, til dæmis einföldun leyfisveitingaferlis í orkumálum, áframhaldandi stuðningur við rannsóknir og þróun en markið verður sett í þrjú og hálft prósent af vergri landsframleiðslu á næstu árum. Kristrún segir að mikil áhersla verði lögð á landsbyggðina. „Tími stórframkvæmda er runninn upp að nýju. Við ætlum að beita okkur fyrir stórum verkefnum meðal annars til að koma kjölfestu fjárfestingum út fyrir höfuðborgarsvæðið. Það verður auðvitað alltaf áhersla hérna þar sem öll störfin eru; hér í Reykjavík og nær samfélögum en við þurfum að beita okkur sérstaklega til að fá svæðisbundinn hagvöxt út á landi.“ Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir að það muni ekki standa á henni að liðka fyrir uppbyggingu. „Ég ætla að einfalda byggingareglugerðir einfaldlega þannig að það verði meiri skilvirkni og ekki þessir rosalegu tafarleikir sem fólk hefur þurft að horfast í augu við. Alltaf einhversstaðar á bið eftir einföldustu hlutum sem hafa verið gerðir of flóknir í þessu kerfi. Minn sómi liggur þar að fá að einfalda þetta kerfi og ég mun vinna ótrauð í því áfram og áfram. Ég er bara rétt að byrja,“ sagði Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vinnumarkaður Stjórnsýsla Atvinnurekendur Ferðaþjónusta Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Sjá meira
Ríkistjórnin efndi til samtals við fulltrúa atvinnuveganna á Hilton Reykjavík Nordica í morgun. Hún greindi frá skipan fimm manna atvinnustefnuráðs sem mun leiða vinnuna. Athygli vekur að þau sem það skipa eru ekki fulltrúar atvinnulífsins og hagsmunaaðilar sem gjarnan fylla slík ráð, á borð við Samtök atvinnulífsins eða Ferðaþjónustunnar. Í ráðinu sitja þau Nana Bule, ráðgjafi hjá Goldman Sachs, Robert Jan-Smits, fyrrverandi Forseti tækniháskólans í Eindhoven, Gylfi Zoega hagfræðiprófessor, Pétur Óskarsson framkvæmdastjóri Íslandsstofu og Tanya Zharov, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs og aðstoðarforstjóri Alvotech. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, sagði að það væri engin tilviljun að hagsmunahóparnir væru ekki hluti af ráðinu. Hún hafi ekki viljað fulltrúa hagsmunahópanna þannig að niðurstaðan væri: „Fimm manna hópur þar sem er verið að „lobbýera“ fyrir sinn geira og niðurstaðan verður minnsti samnefnari allra. Ég vil það ekki,“ sagði Kristrún. Þá greindi hún frá því að fyrstu skrefin hefðu verið ákveðin í nýrri stefnu, til dæmis einföldun leyfisveitingaferlis í orkumálum, áframhaldandi stuðningur við rannsóknir og þróun en markið verður sett í þrjú og hálft prósent af vergri landsframleiðslu á næstu árum. Kristrún segir að mikil áhersla verði lögð á landsbyggðina. „Tími stórframkvæmda er runninn upp að nýju. Við ætlum að beita okkur fyrir stórum verkefnum meðal annars til að koma kjölfestu fjárfestingum út fyrir höfuðborgarsvæðið. Það verður auðvitað alltaf áhersla hérna þar sem öll störfin eru; hér í Reykjavík og nær samfélögum en við þurfum að beita okkur sérstaklega til að fá svæðisbundinn hagvöxt út á landi.“ Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir að það muni ekki standa á henni að liðka fyrir uppbyggingu. „Ég ætla að einfalda byggingareglugerðir einfaldlega þannig að það verði meiri skilvirkni og ekki þessir rosalegu tafarleikir sem fólk hefur þurft að horfast í augu við. Alltaf einhversstaðar á bið eftir einföldustu hlutum sem hafa verið gerðir of flóknir í þessu kerfi. Minn sómi liggur þar að fá að einfalda þetta kerfi og ég mun vinna ótrauð í því áfram og áfram. Ég er bara rétt að byrja,“ sagði Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vinnumarkaður Stjórnsýsla Atvinnurekendur Ferðaþjónusta Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Sjá meira