Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Eiður Þór Árnason skrifar 8. september 2025 19:07 Útlit er fyrir að Jonas Gahr Støre, leiðtogi Verkamannaflokksins, muni láta reyna á stjórnarmyndun. Talið er að viðræðurnar verði torveldar en gangi spilið upp eru allar líkur á því að Støre sitji áfram sem forsætisráðherra. EPA/AMANDA PEDERSEN GISKE Fylking mið- og vinstriflokka í norskum stjórnmálum mælist með meirihluta í þingkosningunum sem fram fóru í dag. Miðað við fyrstu tölur fá þeir flokkar 88 þingmenn með Verkamannaflokkinn í broddi fylkingar. Aðrir flokkar sem teljast til hægri fá 81 þingmann en 85 þarf til að hljóta meirihluta á norska stórþinginu. Verkamannaflokkur Jonas Gahr Støre mælist stærstur með 28 prósent fylgi þegar 78 prósent atkvæða hafa verið talin. Nemur þetta aukningu upp á 1,7 prósentustig miðað við niðurstöður síðustu kosninga. Næst kemur Framfaraflokkur Sylvi Listhaug með 24,8 prósent atkvæða. Sá er hástökkvari kosninganna og eykur fylgi sitt um 13,2 prósentustig frá árinu 2021 og rúmlega tvöfaldar styrk sinn. Hægri flokkur Ernu Solberg mælist með 14,3 prósent atkvæða og lækkar um sex prósentustig. Telst þetta mikið högg fyrir Solberg, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, en flokkur hennar var áður mun stærri en Framfaraflokkurinn. Miðflokkurinn fer illa út úr stjórnarslitum Miðflokkurinn mælist með 6,0 prósent, Sósíalíski vinstri flokkurinn með 5,3 prósent, Rauðir með 5,3 prósent og Umhverfisflokkurinn/Græningjar með 4,4 prósent. Kristilegi þjóðarflokkurinn mælist með 4,2 prósent og Venstre með 3,4 prósent fylgi. Aðrir flokkar mælast með minna. Athygli vekur að Miðflokkurinn meira en helmingar fylgi sitt og lækkar um heil 7,5 prósentustig milli kosninga. Flokkurinn sleit ríkisstjórnarsamstarfi sínu við Verkamannaflokkinn í byrjun ársins. Norðmenn gengu að kjörborðinu í dag en óvenjustór hluti þeirra greiddi atkvæði utan kjörfundar.EPA/Gorm Kallestad Efnahagsmál ofarlega á baugi Síðustu kjörstöðum lokaði í Noregi klukkan sjö að íslenskum tíma. Mikil spenna hefur ríkt yfir niðurstöðum þingkosninganna og lengi verið útlit fyrir að flókin stjórnarmyndun taki við. Efnahagsmálin hafa verið ofarlega á baugi hjá kjósendum í kosningabaráttunni vegna dýrtíðar og ójöfnuðs. Raforkuverð hefur meðal annars verið í hæstu hæðum og komið til tals að hætta útflutningi rafmagns til Danmerkur, til að reyna að lækka raforkuverð til norsks almennings. Þá hefur meðal annars mikið verið þrætt um auðlegðarskatt. Sat einn eftir í minnihlutastjórn Síðasta kjörtímabil hefur verið viðburðaríkt og sleit Miðflokkurinn ríkisstjórnarsamstarfi sínu við Verkamannaflokkinn í janúar. Síðan þá hefur Verkamannaflokkurinn verið einn í minnihlutastjórn. Eftir síðustu kosningar árið 2021 leiddi Verkamannaflokkur Jonas Gahr Støre ríkisstjórn landsins með Miðflokknum, gömlum bændaflokki á miðju norskra stjórnmála. Þá varði Sósíalíski vinstri flokkurinn minnihlutastjórn flokkanna tveggja falli eftir að hann hafnaði því að ganga inn í stjórnarsamstarfið, meðal annars vegna ágreinings um umhverfismál. Miðflokkurinn sleit ríkisstjórnarsamstarfinu við Verkamannaflokkinn vegna deilna um innleiðingu á svonefndum fjórða orkupakka Evrópusambandsins. Hafnaði Miðflokkurinn frekara samstarfi við Evrópusambandið í orkumálum en Verkamannaflokkurinn vildi innleiða reglugerðirnar strax. Miðflokkurinn virðist fara illa út úr þessari ákvörðun og meira en helmingar fylgi sitt milli kosninga, líkt og áður segir. Fréttin hefur verið uppfærð. Noregur Þingkosningar í Noregi Tengdar fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Norðmenn ganga að kjörborðinu á morgun en um helmingur kjósenda hefur þegar greitt atkvæði utan kjörfundar. Líklegt er að flókin stjórnarmyndun taki við, sama hvort vinstri- eða hægriflokkar hafi betur. 7. september 2025 21:30 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri fréttir Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Sjá meira
Verkamannaflokkur Jonas Gahr Støre mælist stærstur með 28 prósent fylgi þegar 78 prósent atkvæða hafa verið talin. Nemur þetta aukningu upp á 1,7 prósentustig miðað við niðurstöður síðustu kosninga. Næst kemur Framfaraflokkur Sylvi Listhaug með 24,8 prósent atkvæða. Sá er hástökkvari kosninganna og eykur fylgi sitt um 13,2 prósentustig frá árinu 2021 og rúmlega tvöfaldar styrk sinn. Hægri flokkur Ernu Solberg mælist með 14,3 prósent atkvæða og lækkar um sex prósentustig. Telst þetta mikið högg fyrir Solberg, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, en flokkur hennar var áður mun stærri en Framfaraflokkurinn. Miðflokkurinn fer illa út úr stjórnarslitum Miðflokkurinn mælist með 6,0 prósent, Sósíalíski vinstri flokkurinn með 5,3 prósent, Rauðir með 5,3 prósent og Umhverfisflokkurinn/Græningjar með 4,4 prósent. Kristilegi þjóðarflokkurinn mælist með 4,2 prósent og Venstre með 3,4 prósent fylgi. Aðrir flokkar mælast með minna. Athygli vekur að Miðflokkurinn meira en helmingar fylgi sitt og lækkar um heil 7,5 prósentustig milli kosninga. Flokkurinn sleit ríkisstjórnarsamstarfi sínu við Verkamannaflokkinn í byrjun ársins. Norðmenn gengu að kjörborðinu í dag en óvenjustór hluti þeirra greiddi atkvæði utan kjörfundar.EPA/Gorm Kallestad Efnahagsmál ofarlega á baugi Síðustu kjörstöðum lokaði í Noregi klukkan sjö að íslenskum tíma. Mikil spenna hefur ríkt yfir niðurstöðum þingkosninganna og lengi verið útlit fyrir að flókin stjórnarmyndun taki við. Efnahagsmálin hafa verið ofarlega á baugi hjá kjósendum í kosningabaráttunni vegna dýrtíðar og ójöfnuðs. Raforkuverð hefur meðal annars verið í hæstu hæðum og komið til tals að hætta útflutningi rafmagns til Danmerkur, til að reyna að lækka raforkuverð til norsks almennings. Þá hefur meðal annars mikið verið þrætt um auðlegðarskatt. Sat einn eftir í minnihlutastjórn Síðasta kjörtímabil hefur verið viðburðaríkt og sleit Miðflokkurinn ríkisstjórnarsamstarfi sínu við Verkamannaflokkinn í janúar. Síðan þá hefur Verkamannaflokkurinn verið einn í minnihlutastjórn. Eftir síðustu kosningar árið 2021 leiddi Verkamannaflokkur Jonas Gahr Støre ríkisstjórn landsins með Miðflokknum, gömlum bændaflokki á miðju norskra stjórnmála. Þá varði Sósíalíski vinstri flokkurinn minnihlutastjórn flokkanna tveggja falli eftir að hann hafnaði því að ganga inn í stjórnarsamstarfið, meðal annars vegna ágreinings um umhverfismál. Miðflokkurinn sleit ríkisstjórnarsamstarfinu við Verkamannaflokkinn vegna deilna um innleiðingu á svonefndum fjórða orkupakka Evrópusambandsins. Hafnaði Miðflokkurinn frekara samstarfi við Evrópusambandið í orkumálum en Verkamannaflokkurinn vildi innleiða reglugerðirnar strax. Miðflokkurinn virðist fara illa út úr þessari ákvörðun og meira en helmingar fylgi sitt milli kosninga, líkt og áður segir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Noregur Þingkosningar í Noregi Tengdar fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Norðmenn ganga að kjörborðinu á morgun en um helmingur kjósenda hefur þegar greitt atkvæði utan kjörfundar. Líklegt er að flókin stjórnarmyndun taki við, sama hvort vinstri- eða hægriflokkar hafi betur. 7. september 2025 21:30 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri fréttir Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Sjá meira
Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Norðmenn ganga að kjörborðinu á morgun en um helmingur kjósenda hefur þegar greitt atkvæði utan kjörfundar. Líklegt er að flókin stjórnarmyndun taki við, sama hvort vinstri- eða hægriflokkar hafi betur. 7. september 2025 21:30