Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. september 2025 13:08 Ange Postecoglou er ætlað stóra hluti í Skírisskógi. Visionhaus/Getty Images Nottingham Forest hefur fengið Ange Postecoglou til starfa sem knattspyrnustjóra eftir að hafa rekið Nuno Espirito Santo. Gríska Ástralanum er ætlað að sækja titla til Skírisskógar. Nuno var óvænt rekinn í gærkvöldi, eftir að hafa lent í útistöðum við eiganda Nottingham Forest. Postecoglou var einnig óvænt rekinn í vor, frá Tottenham, eftir að hafa tryggt liðinu sinn fyrsta stóra titil í langan tíma en endað í sautjánda sæti deildarinnar. Postecoglou er grískur að uppruna en fluttist til Ástralíu aðeins fimm ára gamall. Hann er stoltur af uppruna sínum og það heillaði eiganda Nottinham Forest, Grikkjann Evangelos Marinakis. Marinakis lenti í útistöðum við fyrrum þjálfarann Nuno en sér fyrir sér stóra hluti með Postecoglou við stjórnvölinn, enda vinnur hann, eins og frægt er orðið, alltaf titla á sínu öðru tímabili. „Við erum að fá þjálfara til félagsins sem hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla. Reynsla hans af þjálfun liða á hæsta getustigi, samhliða metnaðinum sem hann hefur, gerir hann að hárréttum manni fyrir starfið“ segir Evangelos Marinakis. Nottingham Forest is delighted to confirm the appointment of Ange Postecoglou as the Club’s First Team Head Coach.Postecoglou has been in management for over 25 years, arriving on Trentside with experience of regularly competing and winning trophies at the highest level.… pic.twitter.com/Yc2XLrZa7M— Nottingham Forest (@NFFC) September 9, 2025 „Eftir að hafa stigið skrefið upp í úrvalsdeildina og byggt á þeim árangri tímabil eftir tímabil til að tryggja Evrópudeildarsæti, getum við nú farið að stíga skref í átt að stærstu titlunum. Ange er með reynsluna og þekkinguna til þess að gera það, við erum mjög spennt fyrir því að fá hann inn í þetta metnaðarfulla verkefni“ segir hann einnig í tilkynningu félagsins. Enski boltinn Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Sjá meira
Nuno var óvænt rekinn í gærkvöldi, eftir að hafa lent í útistöðum við eiganda Nottingham Forest. Postecoglou var einnig óvænt rekinn í vor, frá Tottenham, eftir að hafa tryggt liðinu sinn fyrsta stóra titil í langan tíma en endað í sautjánda sæti deildarinnar. Postecoglou er grískur að uppruna en fluttist til Ástralíu aðeins fimm ára gamall. Hann er stoltur af uppruna sínum og það heillaði eiganda Nottinham Forest, Grikkjann Evangelos Marinakis. Marinakis lenti í útistöðum við fyrrum þjálfarann Nuno en sér fyrir sér stóra hluti með Postecoglou við stjórnvölinn, enda vinnur hann, eins og frægt er orðið, alltaf titla á sínu öðru tímabili. „Við erum að fá þjálfara til félagsins sem hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla. Reynsla hans af þjálfun liða á hæsta getustigi, samhliða metnaðinum sem hann hefur, gerir hann að hárréttum manni fyrir starfið“ segir Evangelos Marinakis. Nottingham Forest is delighted to confirm the appointment of Ange Postecoglou as the Club’s First Team Head Coach.Postecoglou has been in management for over 25 years, arriving on Trentside with experience of regularly competing and winning trophies at the highest level.… pic.twitter.com/Yc2XLrZa7M— Nottingham Forest (@NFFC) September 9, 2025 „Eftir að hafa stigið skrefið upp í úrvalsdeildina og byggt á þeim árangri tímabil eftir tímabil til að tryggja Evrópudeildarsæti, getum við nú farið að stíga skref í átt að stærstu titlunum. Ange er með reynsluna og þekkinguna til þess að gera það, við erum mjög spennt fyrir því að fá hann inn í þetta metnaðarfulla verkefni“ segir hann einnig í tilkynningu félagsins.
Enski boltinn Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Sjá meira