Sport

„Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mikael er klár fyrir kvöldinu.
Mikael er klár fyrir kvöldinu.

„Þetta er frábær leikur til að fá að spila og við erum allir bara mjög spenntir fyrir þessum leik, segir landsliðsmaðurinn Mikael Egill Ellertsson fyrir leikinn gegn Frökkum í kvöld.

Ísland mætir Frökkum í undankeppni HM á Parc de Princes í París í kvöld. Mikael segir að það sé vissulega smá öðruvísi að undirbúa sig fyrir svona landsleik.

„En fyrst og fremst er þetta bara leikur sem við erum að fara spila, og við þurfum að spila vel. En ég held að það séu allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum.“

Hann segir að þrátt fyrir að þeir beri virðingu fyrir þessum leikmönnum ætla menn bara að nálgast þetta verkefni eins og hvern annan leik.

„Við munum reyna gefa þeim leik.“

Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.

Klippa: „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×