Fótbolti

Fyrir­liðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Fyrirliðinn Hákon Arnar Haraldsson í leik kvöldsins.
Fyrirliðinn Hákon Arnar Haraldsson í leik kvöldsins. Franco Arland/Getty Images

Landsliðsfyrirliðinn Hákon Arnar Haraldsson var líkt og aðrir leikmenn Íslands svekktur en stoltur eftir 2-1 tap gegn Frakklandi ytra í undankeppni HM 2026 þar sem mark var að flestra mati ranglega dæmt af Íslandi í blálokin.

„Ógeðslega svekktir. Eiginlega bara tekið frá okkur stigið úti á móti Frökkum, það hefði verið geggjað. Drullusvekkjandi,“ sagði fyrirliðinn.

Hákon Arnar hljóp til dómarans og heimtaði útskýringu á af hverju markið sem Andri Lucas Guðjohnsen skoraði fékk ekki að standa.

„Hann vildi meina að Andri togi í hann og rífi hann til baka. Konaté er einn og níutíu og 95 kíló þannig … kommon. Mér finnst þetta galið.“

Næsta landsleikjagluggi er í október. Þar spilar Ísland tvo heimaleiki og vonast Hákon Arnar til að liðið haldi áfram á sömu braut.

„Svo sannarlega. Vonandi getum við haldið áfram og fengið fleiri á völlinn, tveir heimaleikir. Er eiginlega orðinn spenntur strax að spila heima aftur. Þurfum að halda áfram og byggja ofan á þetta.“

„Það væri geðveikt, það er ekki allt hægt. Vonandi koma sem flestir,“ sagði fyrirliðinn og hló er hann var i lokin spurður hvort liðið þyrfti ekki fullan Laugardalsvöll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×