Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Ágúst Orri Arnarson skrifar 10. september 2025 10:00 Knaparnir munu ekki láta kyrrt liggja. Alan Crowhurst/Getty Images Knapar, þjálfarar og eigendur leggja niður svipur, beisli og tauma í dag, til að mótmæla fyrirhuguðum hækkunum á sköttum tengdum veðmálum við kappreiðar. Til stendur að hækka skattinn í sömu prósentu og gildir um allar aðrar tegundir af veðmálum. Skatturinn við veðmálum á kappreiður stendur í dag í 15 prósentum en til stendur að hækka hann í 21 prósent, sem er sama álagning og á öðrum tegundum veðmála í Bretlandi, þar með talið í spilavítum og veðmálum á netinu. Veðreiðasambandið í Bretlandi heldur því fram að við breytinguna myndi sambandið verða af 66 milljónum punda í tekjum og setja 2752 störf í hættu. Breska ríkisstjórnin heldur því fram að breytingin myndi skapa um þrjá milljarða punda í tekjur fyrir ríkissjóð, sem myndi samstundis færa hálfa milljón barna yfir fátæktarmörkin. ❌ Today our racecourses will fall silent.🤝 We’re coming together in Westminster to send a message to the Government, loud and clear: #AxeTheRacingTax🫵 Play your part at https://t.co/nytoNwKm7Q pic.twitter.com/Mb5SZI3C8s— British Horseracing Authority (@BHAHorseracing) September 10, 2025 Helstu rökin hjá veðreiðasambandinu, fyrir því að hækka skattinn ekki, eru þau að veðreiðar séu ekki eins og önnur tegund af veðmálum. Þær krefjist mikillar kunnáttu og þekkingar og séu ekki eins og hvert annað spil í slembilukku. Kappreiðar eru vinsælar hjá bresku konungsfjölskyldunni, hér er Kamilla drottning á tali við Ryan Moore. Ian Forsyth/Getty Images Þá séu veðreiðar einnig mikilvægur hluti af bresku samfélagi, sameiningartákn fyrir fólk, allt frá konungsfjölskyldunni til bænda og verkafólks. Þrýst verður á þingmenn í Westminster að fella tillöguna, veðreiðasambandið hefur lagt niður störf í fyrsta sinn í sögunni og mun standa fyrir mótmælum sem það vill samt ekki kalla mótmæli. „Þetta eru ekki skipulögð mótmæli, heldur tækifæri fyrir fólk að koma saman og láta sína skoðun í ljós við ráðherrana sem verða á svæðinu“ segir Brant Dunshea, forseti veðreiðasambandsins. Hestar Hestaíþróttir Bretland Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Sjá meira
Skatturinn við veðmálum á kappreiður stendur í dag í 15 prósentum en til stendur að hækka hann í 21 prósent, sem er sama álagning og á öðrum tegundum veðmála í Bretlandi, þar með talið í spilavítum og veðmálum á netinu. Veðreiðasambandið í Bretlandi heldur því fram að við breytinguna myndi sambandið verða af 66 milljónum punda í tekjum og setja 2752 störf í hættu. Breska ríkisstjórnin heldur því fram að breytingin myndi skapa um þrjá milljarða punda í tekjur fyrir ríkissjóð, sem myndi samstundis færa hálfa milljón barna yfir fátæktarmörkin. ❌ Today our racecourses will fall silent.🤝 We’re coming together in Westminster to send a message to the Government, loud and clear: #AxeTheRacingTax🫵 Play your part at https://t.co/nytoNwKm7Q pic.twitter.com/Mb5SZI3C8s— British Horseracing Authority (@BHAHorseracing) September 10, 2025 Helstu rökin hjá veðreiðasambandinu, fyrir því að hækka skattinn ekki, eru þau að veðreiðar séu ekki eins og önnur tegund af veðmálum. Þær krefjist mikillar kunnáttu og þekkingar og séu ekki eins og hvert annað spil í slembilukku. Kappreiðar eru vinsælar hjá bresku konungsfjölskyldunni, hér er Kamilla drottning á tali við Ryan Moore. Ian Forsyth/Getty Images Þá séu veðreiðar einnig mikilvægur hluti af bresku samfélagi, sameiningartákn fyrir fólk, allt frá konungsfjölskyldunni til bænda og verkafólks. Þrýst verður á þingmenn í Westminster að fella tillöguna, veðreiðasambandið hefur lagt niður störf í fyrsta sinn í sögunni og mun standa fyrir mótmælum sem það vill samt ekki kalla mótmæli. „Þetta eru ekki skipulögð mótmæli, heldur tækifæri fyrir fólk að koma saman og láta sína skoðun í ljós við ráðherrana sem verða á svæðinu“ segir Brant Dunshea, forseti veðreiðasambandsins.
Hestar Hestaíþróttir Bretland Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Sjá meira