Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. september 2025 07:02 Steve Evans er litríkur persónuleiki. vísir/getty/sky Líf knattspyrnustjórans Steves Evans, sem hefur komið víða við í neðri deildunum á Englandi, hefur tekið stakkaskiptum undanfarna mánuði. Eftir að Evans, sem er afar skrautlegur karakter, var rekinn frá Rotherham United í mars hefur hann misst fjörutíu kíló. Í samtali við Sky Sports segir Evans að hann hafi verið byrjaður að hafa áhyggjur af heilsunni og að stressið og álagið sem fylgir þjálfuninni hafi tekið sinn toll af honum. Hann hafi því, í samráði við fjölskyldu sína, ákveðið að snúa blaðinu við. Evans fór til hjartalæknis sem bjó til áætlun fyrir hann til að freista þess að breyta lífsstíl Skotans. Hann ver miklum tíma í ræktinni og passar vel upp á matarræðið. „Þetta hafa verið frábærir mánuðir og mér hefur ekki liðið svona vel í áraraðir,“ sagði hinn 62 ára Evans sem vill sjá barnabörnin sín vaxa úr grasi. "Mentally and physically feeling fantastic" 🙌Steve Evans opens up about the reasons for his dramatic weight loss. pic.twitter.com/F3X53eYAQ5— Sky Sports Football (@SkyFootball) September 10, 2025 Líf Evans er í mjög föstum skorðum en eftir að hafa farið út með hundana sína á morgnana liggur leið hans í ræktina. „Ég syndi 50-70 ferðir, fer á þrekhjólið og í gufu. Þetta eru svona tveir til tveir og hálfur tími áður en ég fer heim. Þá eru fyrirfram skipulagðar máltíðir í hádeginu og á kvöldin og svo fer ég aftur út með hundana á kvöldin,“ sagði Evans. Hann vonast til að missa aðeins fleiri kíló og halda svo í horfinu. Evans segir það vera áskorun sem hann hlakki til að takast á við. Eftir að hafa náð eftirtektarverðum árangri með Crawley Town kom Evans Rotherham upp um tvær deildir á tveimur árum og hélt liðinu svo í ensku B-deildinni. Kári Árnason lék þá með Rotherham en var ekki mikill aðdáandi Evans eins og fram kom í viðtali í Akraborginni eftir tímabilið 2014-15. Varð þreyttur á Evans „Það er ekki mikil taktík hjá honum og alltaf sama uppleggið í hverjum leik. Hann talar alltaf um að vera í andlitinu á mótherjanum og svo eru bara öskur og læti. Ef að þú gerir mistök þá öskrar hann bara meira og vonast eftir því að það lagist þannig,“ segir Kári. „Við strákarnir höfum gaman af þessu og við tölum um lítið annað en það sem hann hefur verið að bralla. Það er alltaf eitthvað í gangi. Þetta er því gaman út á við en æfingarnar og leikirnir verða svolítið þreytt dæmi. Ég er búinn að vera í þrjú ár með þennan knattspyrnustjóra. Hann kennir öllum um nema sjálfum sér. Hann segir það bara við okkur líka.“ Evans var ráðinn aftur til Rotherham í apríl 2024 en var rekinn þaðan tæpu ári seinna. Liðið vann aðeins átján af fimmtíu leikjum undir hans stjórn. Enski boltinn Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Sjá meira
Eftir að Evans, sem er afar skrautlegur karakter, var rekinn frá Rotherham United í mars hefur hann misst fjörutíu kíló. Í samtali við Sky Sports segir Evans að hann hafi verið byrjaður að hafa áhyggjur af heilsunni og að stressið og álagið sem fylgir þjálfuninni hafi tekið sinn toll af honum. Hann hafi því, í samráði við fjölskyldu sína, ákveðið að snúa blaðinu við. Evans fór til hjartalæknis sem bjó til áætlun fyrir hann til að freista þess að breyta lífsstíl Skotans. Hann ver miklum tíma í ræktinni og passar vel upp á matarræðið. „Þetta hafa verið frábærir mánuðir og mér hefur ekki liðið svona vel í áraraðir,“ sagði hinn 62 ára Evans sem vill sjá barnabörnin sín vaxa úr grasi. "Mentally and physically feeling fantastic" 🙌Steve Evans opens up about the reasons for his dramatic weight loss. pic.twitter.com/F3X53eYAQ5— Sky Sports Football (@SkyFootball) September 10, 2025 Líf Evans er í mjög föstum skorðum en eftir að hafa farið út með hundana sína á morgnana liggur leið hans í ræktina. „Ég syndi 50-70 ferðir, fer á þrekhjólið og í gufu. Þetta eru svona tveir til tveir og hálfur tími áður en ég fer heim. Þá eru fyrirfram skipulagðar máltíðir í hádeginu og á kvöldin og svo fer ég aftur út með hundana á kvöldin,“ sagði Evans. Hann vonast til að missa aðeins fleiri kíló og halda svo í horfinu. Evans segir það vera áskorun sem hann hlakki til að takast á við. Eftir að hafa náð eftirtektarverðum árangri með Crawley Town kom Evans Rotherham upp um tvær deildir á tveimur árum og hélt liðinu svo í ensku B-deildinni. Kári Árnason lék þá með Rotherham en var ekki mikill aðdáandi Evans eins og fram kom í viðtali í Akraborginni eftir tímabilið 2014-15. Varð þreyttur á Evans „Það er ekki mikil taktík hjá honum og alltaf sama uppleggið í hverjum leik. Hann talar alltaf um að vera í andlitinu á mótherjanum og svo eru bara öskur og læti. Ef að þú gerir mistök þá öskrar hann bara meira og vonast eftir því að það lagist þannig,“ segir Kári. „Við strákarnir höfum gaman af þessu og við tölum um lítið annað en það sem hann hefur verið að bralla. Það er alltaf eitthvað í gangi. Þetta er því gaman út á við en æfingarnar og leikirnir verða svolítið þreytt dæmi. Ég er búinn að vera í þrjú ár með þennan knattspyrnustjóra. Hann kennir öllum um nema sjálfum sér. Hann segir það bara við okkur líka.“ Evans var ráðinn aftur til Rotherham í apríl 2024 en var rekinn þaðan tæpu ári seinna. Liðið vann aðeins átján af fimmtíu leikjum undir hans stjórn.
Enski boltinn Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Sjá meira